Frelsi til heimsku Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. október 2018 10:00 Grípum niður í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.“ Hljómar ósköp einfalt en í samfélagi sem er límt saman á lyginni eru mannréttindi orðin valkvæð og eiga ekki við um alla. Alls konar fólk, til hægri, vinstri, í miðjunni og jöðrunum gargar iðulega hátt um mannréttindi þangað til fólk sem því líkar ekki við á að njóta þeirra. Algengast er að mannréttindum sé kastað fyrir róða þegar einfeldningar og vitleysingar segja eða skrifa einhverja botnlausa rökleysu og auglýsa þannig fávisku sína og úrelt músarholusjónarmið. Væri einmitt þá ekki lag að nýta skoðana- og málfrelsi sitt, una hinum skoðanavillta að njóta þess sama og kveða hann í kútinn með heilbrigðri rökræðu? Það er ekki bannað með lögum að vera heimskur. Í raun eru það grundvallarmannréttindi að fá að vera fífl og taka af allan vafa í ræðu og riti. George Orwell sjá það ömurlega andrúm sem við lifum í fyrir og benti á að rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra er innsti kjarni frelsisins. Oscar Wilde sneri upp á fleyg orð Voltaires þegar hann sagði: „Má vera að ég sé ósammála þér en ég mun verja út í rauðan dauðann rétt þinn til þess að gera þig að fífli.“ Pæling að hafa þetta bak við eyrað næst þegar ringluð risaeðla sveiflar halanum á samfélagsmiðlum, jafnvel velta fyrir sér hvað felst í mannréttindum og skoða samfélög þar sem þau hafa verið fótum troðin. Vill eitthvert okkar í alvöru þurfa að orna sér við ylinn af brennandi bókum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Grípum niður í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.“ Hljómar ósköp einfalt en í samfélagi sem er límt saman á lyginni eru mannréttindi orðin valkvæð og eiga ekki við um alla. Alls konar fólk, til hægri, vinstri, í miðjunni og jöðrunum gargar iðulega hátt um mannréttindi þangað til fólk sem því líkar ekki við á að njóta þeirra. Algengast er að mannréttindum sé kastað fyrir róða þegar einfeldningar og vitleysingar segja eða skrifa einhverja botnlausa rökleysu og auglýsa þannig fávisku sína og úrelt músarholusjónarmið. Væri einmitt þá ekki lag að nýta skoðana- og málfrelsi sitt, una hinum skoðanavillta að njóta þess sama og kveða hann í kútinn með heilbrigðri rökræðu? Það er ekki bannað með lögum að vera heimskur. Í raun eru það grundvallarmannréttindi að fá að vera fífl og taka af allan vafa í ræðu og riti. George Orwell sjá það ömurlega andrúm sem við lifum í fyrir og benti á að rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra er innsti kjarni frelsisins. Oscar Wilde sneri upp á fleyg orð Voltaires þegar hann sagði: „Má vera að ég sé ósammála þér en ég mun verja út í rauðan dauðann rétt þinn til þess að gera þig að fífli.“ Pæling að hafa þetta bak við eyrað næst þegar ringluð risaeðla sveiflar halanum á samfélagsmiðlum, jafnvel velta fyrir sér hvað felst í mannréttindum og skoða samfélög þar sem þau hafa verið fótum troðin. Vill eitthvert okkar í alvöru þurfa að orna sér við ylinn af brennandi bókum?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar