Er sófi það sama og sófi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 14. október 2018 17:29 Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt?
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun