Er sófi það sama og sófi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 14. október 2018 17:29 Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun