Er sófi það sama og sófi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 14. október 2018 17:29 Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á miðju höfuðborgarsvæðinu er risastór alþjóðleg húsgagnaverslun. Eitt þekktasta vörumerki heims í húsgagnabransanum. Blái risinn frá Svíþjóð – IKEA. Stór hluti Íslendinga verslar við IKEA og sumum þeirra finnst meira að segja gaman að fara þangað í skemmtiferðir. Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er. Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði. Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sló sig til riddara í fyrirlestri á Landbúnaðarþingi um helgina. Þar lýsir hann hversu snilldarlega honum hefur tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA og býður upp á létta kennslustund fyrir aðra veitingastaði á Íslandi. Lækka beri verð og treysta þar með á aukin umsvif, sem svo leiða til betri kjara hjá framleiðendum og birgjum. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur sendir hann veitingahúsum á Íslandi og ferðaþjónustu almennt tóninn, sakar greinina um barlóm og okur og segist skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Þetta tekur auðvitað engu tali og auðvitað óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum. Þórarinn setur alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt óháð því hvort þeir eru staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða á Stöðvarfirði. Óháð því hvaða matseðil þau bjóða, hvaða hráefni, hvernig húsnæði og innréttingar eru, hvaða upplifun og hvaða þjónusta stendur til boða. Hann ber saman epli og appelsínur kinnroðalaust. Hann segir ferðamenn almennt hætta að borða inni á veitingastöðum útaf okri. Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því. Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt?
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun