Friður, öryggi og stöðugleiki Sendiherrar Þýskalands, Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs, Frakklands og Póllands og Bretlands á Íslandi skrifa 17. október 2018 08:00 Undanfarin misseri hafa þjóðir okkar hvorra tveggja staðið andspænis fjölda nýrra áskorana á sviði öryggismála. Áskorana sem fáir hefðu getað séð fyrir þegar Berlínarmúrinn féll. Frelsandi afl internetsins, sem hefur bæði tengt heiminn og smækkað hann, hefur verið misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta, sem og að stuðla að útbreiðslu hryðjuverkasamtaka og gert þeim kleift að teygja út anga sína. Þá höfum við einnig séð hvernig ólýðræðislegir stjórnarhættir, ásamt hefðbundnum áróðursaðferðum í bland við nútímatækni, eru nýttir til að vega að lýðræðislegri samheldni okkar. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar hefur ein festa staðið í stað í gegnum árin: NATO mun berjast fyrir friði, öryggi og stöðugleika. Þau gildi eru og munu áfram vera hornsteinninn að okkar lýðræðislega samfélagi sem nær þvert yfir Atlantshafið. Fimmta grein NATO sendir kraftmikil skilaboð um hvernig við verjum gildi okkar og hugsjónir: Árás á eitt okkar er árás á okkur öll. Samheldni NATO verður öllum sýnileg þessa viku, er Ísland verður gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture, sem er stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár. Æfingin er unnin út frá hinni fyrrnefndu fimmtu grein stofnsáttmála NATO, þar sem farið verður í háþróaðar aðgerðir sem reyna á öryggisviðbrögð Íslands og getu til að veita NATO stuðning. Í kjölfar æfingarinnar á Íslandi tekur við næsti hluti hennar í Noregi. Þar munu yfir 40.000 manns frá öllum 29 NATO-ríkjunum, ásamt Finnlandi og Svíþjóð, taka þátt og verður þátttaka þeirra að teljast stóráfangi í norrænu varnarsamstarfi. Trident Juncture, sem er einvörðungu varnaræfing, mun jafnframt reyna á hið mikilvæga samstarf milli hins opinbera og einkageirans, ásamt borgaralegum sem og hernaðarlegum viðbrögðum. Aðgerðir af þessum toga stuðla að þrautseigju okkar og seiglu. James Foggo, aðmíráll og hershöfðingi samhæfðra heraðgerða í Napólí og yfirmaður Trident Juncture-æfingarinnar, sagði: „NATO er varnarbandalag. Við sækjumst því aldrei eftir átökum, en að sama skapi erum við skuldbundin til varnar, sem og að fyrirbyggja mögulegar ógnir. Í því felst kjarni æfingarinnar: þjálfun til að vera viðbúin því að verjast og stuðla að fyrirbyggingu ógna, æfa getuna til að bregðast við hverri ógn, hvaðan og hvenær sem hún kann að koma.” Með þátttöku sinni í bandalagi helguðu vernd lýðræðislegra gilda er Ísland ekki bara að standa vörð um sín eigin gildi og að ekki sé grafið undan þeim, heldur er Ísland einnig að styðja við öryggi og stöðugleika annarra þjóða, þar með talið frændþjóða sinna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum. Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar. Landhelgisgæslan verðskuldar miklar þakkir fyrir það að stýra því flókna skipulagi sem fylgir æfingunni, sem og fyrir stuðninginn sem Landhelgisgæslan veitir NATO dagsdaglega með því að annast skipulag millilendinga flugvéla á vegum NATO og umsjón með radarstöðvum á Íslandi. Framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg, sagði eitt sinn: „Það er ekki ritað í stein að það (bandalagið) standi að eilífu,“ og til að varðveita það þarf „pólitíska skuldbindingu“. Það vekur von okkar að sjá Ísland, enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATO. Þrátt fyrir að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir, þá eru flestir borgarar og stjórnmálaflokkar þeirrar skoðunar að þátttaka í bandalagi sem þessu sé til hagsbóta fyrir Ísland. Í þessum óútreiknanlega heimi er NATO akkeri stöðugleikans. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en Trident Juncture og aðrar æfingar munu hjálpa bandalaginu og meðlimum þess við að takast á við hvað sem koma skal.Herbert Beck, sendiherra Þýskalands á ÍslandiJill Esposito, starfandi sendiherra Bandaríkjanna á ÍslandiEva Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur á ÍslandiAnne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á ÍslandiHilde Svartdal Lunde, sendiherra Noregs á ÍslandiMichael Nevin, sendiherra Bretlands á ÍslandiGraham Paul, sendiherra Frakklands á ÍslandiGerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa þjóðir okkar hvorra tveggja staðið andspænis fjölda nýrra áskorana á sviði öryggismála. Áskorana sem fáir hefðu getað séð fyrir þegar Berlínarmúrinn féll. Frelsandi afl internetsins, sem hefur bæði tengt heiminn og smækkað hann, hefur verið misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta, sem og að stuðla að útbreiðslu hryðjuverkasamtaka og gert þeim kleift að teygja út anga sína. Þá höfum við einnig séð hvernig ólýðræðislegir stjórnarhættir, ásamt hefðbundnum áróðursaðferðum í bland við nútímatækni, eru nýttir til að vega að lýðræðislegri samheldni okkar. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar hefur ein festa staðið í stað í gegnum árin: NATO mun berjast fyrir friði, öryggi og stöðugleika. Þau gildi eru og munu áfram vera hornsteinninn að okkar lýðræðislega samfélagi sem nær þvert yfir Atlantshafið. Fimmta grein NATO sendir kraftmikil skilaboð um hvernig við verjum gildi okkar og hugsjónir: Árás á eitt okkar er árás á okkur öll. Samheldni NATO verður öllum sýnileg þessa viku, er Ísland verður gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture, sem er stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár. Æfingin er unnin út frá hinni fyrrnefndu fimmtu grein stofnsáttmála NATO, þar sem farið verður í háþróaðar aðgerðir sem reyna á öryggisviðbrögð Íslands og getu til að veita NATO stuðning. Í kjölfar æfingarinnar á Íslandi tekur við næsti hluti hennar í Noregi. Þar munu yfir 40.000 manns frá öllum 29 NATO-ríkjunum, ásamt Finnlandi og Svíþjóð, taka þátt og verður þátttaka þeirra að teljast stóráfangi í norrænu varnarsamstarfi. Trident Juncture, sem er einvörðungu varnaræfing, mun jafnframt reyna á hið mikilvæga samstarf milli hins opinbera og einkageirans, ásamt borgaralegum sem og hernaðarlegum viðbrögðum. Aðgerðir af þessum toga stuðla að þrautseigju okkar og seiglu. James Foggo, aðmíráll og hershöfðingi samhæfðra heraðgerða í Napólí og yfirmaður Trident Juncture-æfingarinnar, sagði: „NATO er varnarbandalag. Við sækjumst því aldrei eftir átökum, en að sama skapi erum við skuldbundin til varnar, sem og að fyrirbyggja mögulegar ógnir. Í því felst kjarni æfingarinnar: þjálfun til að vera viðbúin því að verjast og stuðla að fyrirbyggingu ógna, æfa getuna til að bregðast við hverri ógn, hvaðan og hvenær sem hún kann að koma.” Með þátttöku sinni í bandalagi helguðu vernd lýðræðislegra gilda er Ísland ekki bara að standa vörð um sín eigin gildi og að ekki sé grafið undan þeim, heldur er Ísland einnig að styðja við öryggi og stöðugleika annarra þjóða, þar með talið frændþjóða sinna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum. Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar. Landhelgisgæslan verðskuldar miklar þakkir fyrir það að stýra því flókna skipulagi sem fylgir æfingunni, sem og fyrir stuðninginn sem Landhelgisgæslan veitir NATO dagsdaglega með því að annast skipulag millilendinga flugvéla á vegum NATO og umsjón með radarstöðvum á Íslandi. Framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg, sagði eitt sinn: „Það er ekki ritað í stein að það (bandalagið) standi að eilífu,“ og til að varðveita það þarf „pólitíska skuldbindingu“. Það vekur von okkar að sjá Ísland, enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATO. Þrátt fyrir að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir, þá eru flestir borgarar og stjórnmálaflokkar þeirrar skoðunar að þátttaka í bandalagi sem þessu sé til hagsbóta fyrir Ísland. Í þessum óútreiknanlega heimi er NATO akkeri stöðugleikans. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en Trident Juncture og aðrar æfingar munu hjálpa bandalaginu og meðlimum þess við að takast á við hvað sem koma skal.Herbert Beck, sendiherra Þýskalands á ÍslandiJill Esposito, starfandi sendiherra Bandaríkjanna á ÍslandiEva Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur á ÍslandiAnne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á ÍslandiHilde Svartdal Lunde, sendiherra Noregs á ÍslandiMichael Nevin, sendiherra Bretlands á ÍslandiGraham Paul, sendiherra Frakklands á ÍslandiGerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun