Krísa! Friðjón Friðjónsson og Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 3. október 2018 07:00 Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Friðjón Friðjónsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun