Lífið

„Það að hafa stjórn á þvagblöðrunni þinni er svo mikill kostur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tobba Marinós í skemmtilegu viðtali, alveg kasólétt.
Tobba Marinós í skemmtilegu viðtali, alveg kasólétt. vísir/ernir
„Ég sit hér fram á gangi á einhverju helvítis íþróttanámskeiði með grindargliðnun, geðvond, búin að ryksuga hnífaparaskúffurnar og búin að baka,“ segir hin skemmtilega Tobba Marinós í viðtali við þá Svavar Örn og Einar Bárðason í þættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn.

Þá var Tobba gengin tvo daga fram yfir en hún gengur með sitt annað barn um þessar mundir. Tobba lýsti því á sinn skemmtilega og grafísk hátt hvernig það er að ganga með barn í viðtalinu á laugardaginn.

„Ég verð að halda í mér í dag, ég get ekki verið að eiga barn á hrundeginum, það er hræðilegt,“ segir Tobba sem fékk þá spurningu hvort meðgangan hefði verið erfið.

„Erfitt? þetta er djöfulsins viðbjóður. Ég pissaði í sjónvarpssófann heima og það óvart. Það var hræðilegt. Þetta á að vera svo geislandi og dásamlegur tími en þegar þú ert búin að pissa í sjónvarpssófann heima hjá þér og þarf eitthvað snúningslak til að komast fram úr heima hjá þér og þú ert eins og gamall karl. Það að hafa stjórn á þvagblöðrunni þinni er svo mikill kostur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því dags daglega.“

Tobba sagðist vera algjörlega andlega og líkamlega farin.

„Ég get svo sem ekki kvartað, þetta hefur gengið ágætlega. Svo kaupi ég bara vínflöskur. Það var ein góð kona sem sagði mér að maður á að kaupa eina góða vínflösku í mánuði og eiga gott safn þegar þetta er allt saman búið. Þegar maður er komin framyfir má maður kaupa eina á dag.“

Viðtaliðl má heyra hér að neðan en ekki er ljóst hvort Tobba hafi átt barnið þegar þessi frétt er skrifuð. Tobba fór tólf daga fram yfir með eldri dóttur sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×