Lífið

Shaq og Jimmy Fallon tóku óborganlegan kjúklingadans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shaquille O'Neal oftast mjög skemmtilegur gestur.
Shaquille O'Neal oftast mjög skemmtilegur gestur.

Körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal var gestur hjá spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon á dögunum og sló hann á létta strengi eins og vanalega.

Saman fóru þeir í ódauðlegt kjúklingadanseinvígi sem vakt mikla lukku í myndveri NBC.

Báðir eru þeir nokkuð góðir dansarar en áttu í erfileikum með að halda andliti meðan þeir dönsuðu en eins og sjá mátti er gríðarlegur stærðarmunur á þessum mönnum. 

Shaq var mættur til að kynna nýjan raunveruleikaþátt sem hann gefur út á vefnum og ber þátturinn heitið Big Chicken Shag. Þátturinn gengur út á það að hann ætlar sér að opna kjúklingastað í Las Vegas. 

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þessum tveimur.
 

Hér að neðan má sjá stiklu úr þáttunum nýju.

BIG CHICKEN SHAQ: Facebook Watch Trailer from yosinclair on Vimeo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.