Ætlum við virkilega að gefast upp? Þórir Garðarsson skrifar 24. september 2018 12:30 Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun