Lífið

Bubbi frumsýnir afabarnið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi stoltur af því að vera orðinn afi.
Bubbi stoltur af því að vera orðinn afi. Fréttablaðið/Anton Brink
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er orðinn afi en hann greinir frá því á Twitter.

Bubbi birtir mynd af stúlkunni og skrifar við færsluna: „Afa stelpan mín“ og lætur hjarta fylgja með.

Bubbi hefur staðið í ströngu að undanförnu en hann var lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi í ágúst en hann gat ekki komið fram á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt.

Afastelpan hefur aftur á móti augljóslega góð áhrifa á þennan ástsæla tónlistarmann.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×