Eftiráspeki Hörður Ægisson skrifar 28. september 2018 07:00 Tíu árum eftir fall bankanna er einn stærsti vandi bankakerfisins enn sem fyrr mikið vantraust í garð þess. Nýjustu mælingar sýna að aðeins tæplega fimmtungur almennings ber mikið traust til fjármálakerfisins. Birtingarmynd þessarar stöðu er með ýmsum hætti. Því hefur þannig verið haldið fram að Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir hafi orðið af mörgum milljörðum – jafnvel verið sviknir – þegar félag í þeirra eigu seldi 46 prósenta hlut í Bakkavör í ársbyrjun 2016 fyrir samtals um 27 milljarða. Kaupendur voru Bakkavararbræður og vogunarsjóðurinn Baupost sem skráðu félagið í kjölfarið á hlutabréfamarkað tuttugu mánuðum síðar og hafði virði þess þá nærri þrefaldast. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni, byggt á minnisblaði Bankasýslunnar, að stofnunin hefði krafist þess í desember að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í Bakkavör. Meirihluti stjórnar hafnaði þeirri tillögu. Bendir Bankasýslan á að ríkissjóður hafi farið á mis við um 2,6 milljarða ef verðmæti hlutarins sem bankinn seldi í janúar 2016 hefði verið það sama og það var við hlutafjárútboð Bakkavarar í nóvember 2017. Þá hafi ekki verið „ljóst hversu opið ferlið var“, að sögn Bankasýslunnar, og því „vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu“, segir í minnisblaðinu. Þótt það sé eðlilegt að Bankasýslan kalli eftir upplýsingum um söluna, einkum til að tryggja að hún hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins, þá virðist samanburður við Borgunarmálið í besta falli vera langsóttur. Stærstu mistök stjórnenda Landsbankans voru ekki endilega þau að hafa ekki boðið út 31 prósents hlut sinn í Borgun í opnu söluferli, enda þótt slíkt fyrirkomulag hefði verið heppilegra, heldur fremur að hafa yfirsést þau miklu verðmæti sem myndu fyrirsjáanlega falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Það fúsk kostaði bankann háar fjárhæðir. Sömu sjónarmið eiga tæpast við í tilfelli sölunnar í Bakkavör. Arion banki og lífeyrissjóðirnir voru í aðþrengdri stöðu þegar ákveðið var 2015 að fá Barclays til að sjá um söluna. Bankinn var undir þrýstingi frá FME um að selja sem fyrst eignarhluti sína í óskyldum rekstri og sá möguleiki að ætla að bíða og losa um hlutinn við skráningu á markað var með öllu óraunhæfur. Bakkavararbræður voru óneitanlega í yfirburðastöðu gagnvart öðrum fjárfestum þegar söluferlið hófst, bæði vegna sérstakra skilmála í hluthafasamkomulagi félagsins og þá þekktu fáir betur til reksturs Bakkavarar, og því kom það engum á óvart að þeir áttu hæsta skuldbindandi tilboðið á meðal þeirra sem bitust um hlutinn og tryggðu sér þannig yfirráð í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hlutafé Bakkavarar aukið og skuldir lækkaðar umtalsvert. Þær ráðstafanir réðu hvað mestu um að afkoman batnaði til muna og þá um leið hækkaði virði félagsins verulega. Var verðið of lágt sem Arion banki og lífeyrissjóðirnir fengu fyrir hlut sinn í Bakkavör? Um það er ómögulegt að fullyrða. Fyrir liggur þó að sumir fjárfestar, meðal annars LSR, tóku þá ákvörðun þremur árum áður – sem reyndist eftir á að hyggja röng – að selja í Bakkavör á verði sem var aðeins um fimmtungur af því sem Arion fékk í sinn hlut. En það voru ekki einungis Íslendingar sem seldu hluti sína til Bakkavararbræðra í ársbyrjun 2016 heldur einnig sjóðurinn Davidson Kempner. Er líklegt að vogunarsjóður á Wall Street hafi leyft þeim bræðrum að snuða sig í slíkum viðskiptum? Það væri þá að minnsta kosti saga til næsta bæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Tíu árum eftir fall bankanna er einn stærsti vandi bankakerfisins enn sem fyrr mikið vantraust í garð þess. Nýjustu mælingar sýna að aðeins tæplega fimmtungur almennings ber mikið traust til fjármálakerfisins. Birtingarmynd þessarar stöðu er með ýmsum hætti. Því hefur þannig verið haldið fram að Arion banki og íslenskir lífeyrissjóðir hafi orðið af mörgum milljörðum – jafnvel verið sviknir – þegar félag í þeirra eigu seldi 46 prósenta hlut í Bakkavör í ársbyrjun 2016 fyrir samtals um 27 milljarða. Kaupendur voru Bakkavararbræður og vogunarsjóðurinn Baupost sem skráðu félagið í kjölfarið á hlutabréfamarkað tuttugu mánuðum síðar og hafði virði þess þá nærri þrefaldast. Frá því var greint í Markaðnum í vikunni, byggt á minnisblaði Bankasýslunnar, að stofnunin hefði krafist þess í desember að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í Bakkavör. Meirihluti stjórnar hafnaði þeirri tillögu. Bendir Bankasýslan á að ríkissjóður hafi farið á mis við um 2,6 milljarða ef verðmæti hlutarins sem bankinn seldi í janúar 2016 hefði verið það sama og það var við hlutafjárútboð Bakkavarar í nóvember 2017. Þá hafi ekki verið „ljóst hversu opið ferlið var“, að sögn Bankasýslunnar, og því „vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmálinu“, segir í minnisblaðinu. Þótt það sé eðlilegt að Bankasýslan kalli eftir upplýsingum um söluna, einkum til að tryggja að hún hafi verið í samræmi við eigendastefnu ríkisins, þá virðist samanburður við Borgunarmálið í besta falli vera langsóttur. Stærstu mistök stjórnenda Landsbankans voru ekki endilega þau að hafa ekki boðið út 31 prósents hlut sinn í Borgun í opnu söluferli, enda þótt slíkt fyrirkomulag hefði verið heppilegra, heldur fremur að hafa yfirsést þau miklu verðmæti sem myndu fyrirsjáanlega falla í skaut Borgunar við kaup Visa Inc. á Visa Europe. Það fúsk kostaði bankann háar fjárhæðir. Sömu sjónarmið eiga tæpast við í tilfelli sölunnar í Bakkavör. Arion banki og lífeyrissjóðirnir voru í aðþrengdri stöðu þegar ákveðið var 2015 að fá Barclays til að sjá um söluna. Bankinn var undir þrýstingi frá FME um að selja sem fyrst eignarhluti sína í óskyldum rekstri og sá möguleiki að ætla að bíða og losa um hlutinn við skráningu á markað var með öllu óraunhæfur. Bakkavararbræður voru óneitanlega í yfirburðastöðu gagnvart öðrum fjárfestum þegar söluferlið hófst, bæði vegna sérstakra skilmála í hluthafasamkomulagi félagsins og þá þekktu fáir betur til reksturs Bakkavarar, og því kom það engum á óvart að þeir áttu hæsta skuldbindandi tilboðið á meðal þeirra sem bitust um hlutinn og tryggðu sér þannig yfirráð í fyrirtækinu. Í kjölfarið var hlutafé Bakkavarar aukið og skuldir lækkaðar umtalsvert. Þær ráðstafanir réðu hvað mestu um að afkoman batnaði til muna og þá um leið hækkaði virði félagsins verulega. Var verðið of lágt sem Arion banki og lífeyrissjóðirnir fengu fyrir hlut sinn í Bakkavör? Um það er ómögulegt að fullyrða. Fyrir liggur þó að sumir fjárfestar, meðal annars LSR, tóku þá ákvörðun þremur árum áður – sem reyndist eftir á að hyggja röng – að selja í Bakkavör á verði sem var aðeins um fimmtungur af því sem Arion fékk í sinn hlut. En það voru ekki einungis Íslendingar sem seldu hluti sína til Bakkavararbræðra í ársbyrjun 2016 heldur einnig sjóðurinn Davidson Kempner. Er líklegt að vogunarsjóður á Wall Street hafi leyft þeim bræðrum að snuða sig í slíkum viðskiptum? Það væri þá að minnsta kosti saga til næsta bæjar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun