Lífið

Sannleikurinn eða kontór á blindu stefnumóti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki draumaaðstæða allra
Ekki draumaaðstæða allra
Sumir kannast við það að fara á blint stefnumót en fáir hafa gert það í sjónvarpi.

Inni á YouTube-síðu CUT má sjá tvær manneskjur fara í leikinn fræga Sannleikann eða kontór og aðilarnir höfðu aldrei áður séð hvort annað.

Sannleikurinn eða kontór gengur út á það að varpað er fram spurningu og þú verður að velja milli tveggja möguleika. Að svara spurningunni eða taka áskorun.

Fljótlega kom í ljós að aðilarnir voru nokkuð ólíkir en til að mynda hafði karlmaðurinn reykt gras rétt áður en hann steig inn í bygginguna en konan þolir ekki grasreykingar og finnst henni lyktin mjög vond.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þessum tveimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×