Greind gen Sigþór U. Hallfreðsson. Formaður Blindrafélagsins og samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. skrifa 29. september 2018 09:00 Í rúman áratug hefur Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, tekið virkan þátt í starfi Retina International (RI) sem eru alþjóðleg regnhlífasamtök tæplega 40 landssamtaka fólks með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu (Inherited Retinal Degenerations). Meginmarkmið samtakanna er að styðja við og stuðla að rannsóknum og tilraunum sem miða að því að finna meðferðir við þessum blinduvaldandi sjúkdómum. Genagreining og aðgengi að þeirri þjónustu er einn mikilvægasti hlekkurinn í því að gefa þeim sem hafa þessa sjúkdóma von um aðgang að meðferðartilraunum og meðferðum þegar að þær verða til. Á alþjóðadegi sjónhimnunnar (International Retina day), laugardaginn 29. september munu því hagsmunaaðilar um allan heim, sjúklingar, aðstandendur þeirra, vísindamenn og heilbrigðisstarfsfólk leggja áherslu á mikilvægi þess að heilbrigðisyfirvöld veiti öllum sem greinst hafa með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu greiðan aðgang að genagreiningu. Slíkir sjónhimnu sjúkdómar, eins og til dæmis Retinitis Pigmentosa (RP), Usher heilkenni, Stargardt sjúkdómur, Achromatopsia og Choroiderimia eru tilkomnir vegna flókinna erfðabreytileika sem valda hrörnun meðal ljósnæmu frumanna í sjónhimnunni. Afleiðingarnar birtast í alvarlegri sjónskerðingu eða blindu. Þessir sjúkdómar eru þekktir um allan heim og þar á meðal hér á Íslandi. Á meðan meðferðartilraunum fleygir fram og mögulegar meðferðir eru í augsýn þýðir útilokun frá genagreiningu að allt of margir sjúklingar með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu missa af lestinni. Þekkt eru yfir 260 gen sem geta orsakað arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu. Án viðeigandi genagreiningar og ráðgjafar eru bæði sjúklingar og aðstandendur þeirra í óvissu um rétta sjúkdómsgreiningu. Þar með fá þeir ekki vitneskju um mögulega þróun sjúkdómsins og horfur né hafa þeir möguleikann á að taka upplýsta ákvörðun um eigið líf og heilsu. Það er mörgum áhyggjuefni að sjúklingar sem gætu haft hag af núverandi- og framtíðarmeðferðum, tekið þátt í meðferðar tilraunum eða stutt þær á annan hátt munu ekki hafa tækifæri til þess vegna þess að viðeigandi genagreining er ekki í boði. Christina Fasser, forseti Retina International, hefur bent á að við öll sem látum okkur varða rannsóknir og tilraunir á mögulegum meðferðum við arfgengum sjónhimnusjúkdómum, upplifum nú spennandi tíma. Í fyrsta sinn, á alþjóðlega sjónhimnudaginn, er komin fram viðurkennd genameðferð við einu afbrigði af arfgengum blinduvaldandi sjónhimnusjúkdómi, LCA. Einkenni þess sjúkdóms koma fram á unga aldri og leiða til alvarlegrar sjónskerðingar eða blindu á táningsaldri. Þessi tímamótameðferð er enn sem komið er aðeins viðurkennd í Bandaríkjunum, en evrópska lyfjastofnunin (EMA) hefur mælt með viðurkenningu þannig að vonir standa til að fyrr en seinna muni hún einnig verða í boði í Evrópu og í framhaldi af því líka í öðrum heimshlutum. Fleiri meðferða tilraunir , eru í farvatninu og vonir standa til að þær verði að veruleika innan ekki svo langs tíma. Kjarni málsins er að án genagreiningar munu einstaklingar með arfgenga sjónhimnusjúkdóma ekki aðeins fara á mis við hugsanlegar meðferðartilraunir og rannsóknir, þeir munu ekki vita hvernig sjúkdómurinn getur mögulega gengið fram né skilið hvernig hann getur erfst í fjölskyldunni, þeir munu ekki vita hvaða atriði þarf að taka tillit til varðandi lífsstíl, heilsuvernd og eigin velferð. Arfgengir sjónhimnusjúkdómar eru flókin fyrirbæri en til að sjúklingarni geti gripið til viðeigandi ráðstafana verða heilbrigðisyfirvöld að gera það líka. Á þessum spennandi tímum nýrrar þekkingar og möguleika, verða heilbrigðisyfirvöld um allan heim að átta sig á að genagreining arfgengra hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu er orðinn hrein nauðsyn. Þekkt eru einnig tengsl milli sumra arfgengra sjónhimnusjúkdóma og annarra einkenna eins og t.d. nýrnasjúkdóma og sum afbrigði þessara augnsjúkdóma geta verið vísbending um heilkenni hjá börnum og ungumennum. Það að vita hvaða gen er orsakavaldandi getur einnig haft áhrif á hvaða mataræði er heppilegast fyrir viðkomandi einstakling. Betri vitneskja um orsakandi genið getur einnig auðveldað fólki að taka upplýsta ákvörðun um hvar á að setjast að, um menntun og atvinnu og jafnvel um barneignir. Rétt sjúkdómsgreining hefur þannig reynst valdeflandi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra og gert þeim kleyft að taka betri ákvarðanir um eigin velferð. Áhugasömum um genagreiningu, mismunandi aðferðir, tilgang og túlkun er bent á eftirfarandi fræðsluefni sem Retina International hefur tekið saman: http://www.retina-international.org/toolkit-redalert. Á alþjóðadegi sjónhimnunnar er því ekki úr vegi að hvetja Íslensk stjórnvöld til dáða svo að allir sem hag geta haft af genagreiningu til að staðfesta rétta sjúkdómsgreiningu hafi greiðan aðgang að þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í rúman áratug hefur Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, tekið virkan þátt í starfi Retina International (RI) sem eru alþjóðleg regnhlífasamtök tæplega 40 landssamtaka fólks með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu (Inherited Retinal Degenerations). Meginmarkmið samtakanna er að styðja við og stuðla að rannsóknum og tilraunum sem miða að því að finna meðferðir við þessum blinduvaldandi sjúkdómum. Genagreining og aðgengi að þeirri þjónustu er einn mikilvægasti hlekkurinn í því að gefa þeim sem hafa þessa sjúkdóma von um aðgang að meðferðartilraunum og meðferðum þegar að þær verða til. Á alþjóðadegi sjónhimnunnar (International Retina day), laugardaginn 29. september munu því hagsmunaaðilar um allan heim, sjúklingar, aðstandendur þeirra, vísindamenn og heilbrigðisstarfsfólk leggja áherslu á mikilvægi þess að heilbrigðisyfirvöld veiti öllum sem greinst hafa með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu greiðan aðgang að genagreiningu. Slíkir sjónhimnu sjúkdómar, eins og til dæmis Retinitis Pigmentosa (RP), Usher heilkenni, Stargardt sjúkdómur, Achromatopsia og Choroiderimia eru tilkomnir vegna flókinna erfðabreytileika sem valda hrörnun meðal ljósnæmu frumanna í sjónhimnunni. Afleiðingarnar birtast í alvarlegri sjónskerðingu eða blindu. Þessir sjúkdómar eru þekktir um allan heim og þar á meðal hér á Íslandi. Á meðan meðferðartilraunum fleygir fram og mögulegar meðferðir eru í augsýn þýðir útilokun frá genagreiningu að allt of margir sjúklingar með arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu missa af lestinni. Þekkt eru yfir 260 gen sem geta orsakað arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu. Án viðeigandi genagreiningar og ráðgjafar eru bæði sjúklingar og aðstandendur þeirra í óvissu um rétta sjúkdómsgreiningu. Þar með fá þeir ekki vitneskju um mögulega þróun sjúkdómsins og horfur né hafa þeir möguleikann á að taka upplýsta ákvörðun um eigið líf og heilsu. Það er mörgum áhyggjuefni að sjúklingar sem gætu haft hag af núverandi- og framtíðarmeðferðum, tekið þátt í meðferðar tilraunum eða stutt þær á annan hátt munu ekki hafa tækifæri til þess vegna þess að viðeigandi genagreining er ekki í boði. Christina Fasser, forseti Retina International, hefur bent á að við öll sem látum okkur varða rannsóknir og tilraunir á mögulegum meðferðum við arfgengum sjónhimnusjúkdómum, upplifum nú spennandi tíma. Í fyrsta sinn, á alþjóðlega sjónhimnudaginn, er komin fram viðurkennd genameðferð við einu afbrigði af arfgengum blinduvaldandi sjónhimnusjúkdómi, LCA. Einkenni þess sjúkdóms koma fram á unga aldri og leiða til alvarlegrar sjónskerðingar eða blindu á táningsaldri. Þessi tímamótameðferð er enn sem komið er aðeins viðurkennd í Bandaríkjunum, en evrópska lyfjastofnunin (EMA) hefur mælt með viðurkenningu þannig að vonir standa til að fyrr en seinna muni hún einnig verða í boði í Evrópu og í framhaldi af því líka í öðrum heimshlutum. Fleiri meðferða tilraunir , eru í farvatninu og vonir standa til að þær verði að veruleika innan ekki svo langs tíma. Kjarni málsins er að án genagreiningar munu einstaklingar með arfgenga sjónhimnusjúkdóma ekki aðeins fara á mis við hugsanlegar meðferðartilraunir og rannsóknir, þeir munu ekki vita hvernig sjúkdómurinn getur mögulega gengið fram né skilið hvernig hann getur erfst í fjölskyldunni, þeir munu ekki vita hvaða atriði þarf að taka tillit til varðandi lífsstíl, heilsuvernd og eigin velferð. Arfgengir sjónhimnusjúkdómar eru flókin fyrirbæri en til að sjúklingarni geti gripið til viðeigandi ráðstafana verða heilbrigðisyfirvöld að gera það líka. Á þessum spennandi tímum nýrrar þekkingar og möguleika, verða heilbrigðisyfirvöld um allan heim að átta sig á að genagreining arfgengra hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu er orðinn hrein nauðsyn. Þekkt eru einnig tengsl milli sumra arfgengra sjónhimnusjúkdóma og annarra einkenna eins og t.d. nýrnasjúkdóma og sum afbrigði þessara augnsjúkdóma geta verið vísbending um heilkenni hjá börnum og ungumennum. Það að vita hvaða gen er orsakavaldandi getur einnig haft áhrif á hvaða mataræði er heppilegast fyrir viðkomandi einstakling. Betri vitneskja um orsakandi genið getur einnig auðveldað fólki að taka upplýsta ákvörðun um hvar á að setjast að, um menntun og atvinnu og jafnvel um barneignir. Rétt sjúkdómsgreining hefur þannig reynst valdeflandi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra og gert þeim kleyft að taka betri ákvarðanir um eigin velferð. Áhugasömum um genagreiningu, mismunandi aðferðir, tilgang og túlkun er bent á eftirfarandi fræðsluefni sem Retina International hefur tekið saman: http://www.retina-international.org/toolkit-redalert. Á alþjóðadegi sjónhimnunnar er því ekki úr vegi að hvetja Íslensk stjórnvöld til dáða svo að allir sem hag geta haft af genagreiningu til að staðfesta rétta sjúkdómsgreiningu hafi greiðan aðgang að þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar