Lífið

Rúrik nýr velgjörðarsendiherra: Guðni og Eliza komast ekki á leikinn annað kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik á Hótel Nordica.
Rúrik á Hótel Nordica. vísir/baldur

Rúrik Gíslason landsliðsmaður í fótbolta er nýr velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi og skrifaði hann undir samning þess efnis í dag á Hótel Hilton á Suðurlandsbraut í dag.

Rúrik segist vilja leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á starfi samtakanna sem útvega munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili og fjölskyldu. SOS Barnaþorpin eru barnahjálparsamtök sem reka 572 barnaþorp í 126 löndum. Í þeim eru um 90 þúsund börn sem fá öllum sínum grunnþörfum mætt og standa samtökin einnig fyrir fjölda annarra verkefna sem hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum í nágrenni barnaþorpanna.

„Rúrik hefur áður látið sig góðgerðarmálefni varða og eftir að við leituðum til hans sýndi hann mikinn og einlægan áhuga á samstarfi við okkur. Það er okkur mikið gleðiefni að Rúrik hafi þegið boð okkar um að gerast SOS sendiherra,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna.

Rúrik er þrítugur og á að baki 50 A-landsleiki í fótbolta fyrir Ísland. Hann slæst í hóp með fríðu föruneyti þriggja annarra velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi en fyrir í því teymi eru forsetafrúin Eliza Reid, söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og ævintýrakonan Vilborg Arna Gissurardóttir. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands mætti á svæðið í dag og tilkynnti Rúriki að hann kæmist því miður ekki á leik Íslands og Belga í Þjóðadeildinni á Laugardagsvellinum annað kvöld. 

Hér að neðan má sjá myndefni sem Baldur Hrafnkell Jónsson, tökumaður Stöðvar 2, fangaði frá viðburðinum í dag. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.