Stórsókn í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. september 2018 07:00 Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti. Út með olíuna Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar? Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030. Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti. Út með olíuna Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar? Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030. Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun