Andi Einars Ben svífi yfir hreinum ströndum Árni Snævarr skrifar 12. september 2018 13:25 Ísland tekur þátt í stærsta hreinsunarátaki sem dæmi eru um í heiminum „Alþjóðlega hreinsunardeginum“ laugardaginn 15. september 2018. Hreinsum Ísland, með Bláa herinn og Landvernd í broddi fylkingar, taka þátt í alheimsátakinu og verða Tómas Knútsson og hans fólk við hreinsunarstörf á Víðisandi í Ölfusi við Hlíðarvatn á laugardaginn. Tómas og Blái herinn hreinsuðu á dögunum Herdísarvík og nú er sem sagt haldið áfram í næsta nágrenni við síðasta heimili þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. „Andi Einars Ben getur þá svifið yfir hreinum ströndum, það er gjöf Bláa hersins í tilefni af fullveldsafmælinu“, segir Tómas Knútsson. Það er síður en svo langsótt að nefna fullveldi Íslands 1918 í sömu andrá og Alþjóðlega hreinsunardaginn. Frumkvæðið kemur frá Eistlandi, sem einmitt lýsti yfir sjálfstæði þetta sama ár. „Alþjóðlegi hreinsunardagurinn er gjöf Eistlands til heimsins á 100 ára afmæli sínu, hreinni og betri pláneta og betri framtíð fyrir alla,” segir í yfirlýsingu hreyfingarinnar sem nýtur stuðnings ríkisstjórnar Eistlands.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tilkynnti á dögunum að Hreinsum Ísland, verkefni Landverndar og Bláa hersins, hafi verið tilnefnt til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 ásamt Hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Það er því kannski við hæfi að starfsfólk forsætisráðuneytisins muni leggja átakinu lið með því að taka þátt í hreinsuninni á laugardag. Auk Bláa hersins standa Landvernd, JCI, Plastlaus September og ýmsir plokkarahópar að átakinu og er vonast við að fjöll af rusli verið hreinsuð í tengslum við þennan alheimsviðburð. Landvernd hefur haft samband við öll sveitarfélög landsins og hvatt þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Blái herinn hefur stundað strandhreinsun í mörg ár, en fengið aukinn byr í seglinn á undanförnum árum vegna stóraukins áhuga á málefninu jafnt heima sem erlendis, og er nærtækast að nefna plokkara-hreyfinguna. Svo mikið er víst að verkefnin eru næg. Á hverju ári enda átta milljón tonn af plasti í hafinu. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðann, hvatti heimsbyggðina fyrr á árinu til að sameinast gegn plastmengun og sagði stærð vandans slíkan að nú væri plastöreindur í sjónum „fleiri en stjörnurnar í vetrarbrautinni.” Alþjóðlegi hreinsunardagurinn nýtur stuðnings UN Environment, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hóf átakið #CleanSeas eða Hrein höf fyrir ári. Í Heimsmarkmiðum samtakanna um sjálfbæra þróun er stefnt að því í markmiði númer 14, “Líf í vatni”, að eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þar með talið rusl í sjó. Höfundur er Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ísland tekur þátt í stærsta hreinsunarátaki sem dæmi eru um í heiminum „Alþjóðlega hreinsunardeginum“ laugardaginn 15. september 2018. Hreinsum Ísland, með Bláa herinn og Landvernd í broddi fylkingar, taka þátt í alheimsátakinu og verða Tómas Knútsson og hans fólk við hreinsunarstörf á Víðisandi í Ölfusi við Hlíðarvatn á laugardaginn. Tómas og Blái herinn hreinsuðu á dögunum Herdísarvík og nú er sem sagt haldið áfram í næsta nágrenni við síðasta heimili þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. „Andi Einars Ben getur þá svifið yfir hreinum ströndum, það er gjöf Bláa hersins í tilefni af fullveldsafmælinu“, segir Tómas Knútsson. Það er síður en svo langsótt að nefna fullveldi Íslands 1918 í sömu andrá og Alþjóðlega hreinsunardaginn. Frumkvæðið kemur frá Eistlandi, sem einmitt lýsti yfir sjálfstæði þetta sama ár. „Alþjóðlegi hreinsunardagurinn er gjöf Eistlands til heimsins á 100 ára afmæli sínu, hreinni og betri pláneta og betri framtíð fyrir alla,” segir í yfirlýsingu hreyfingarinnar sem nýtur stuðnings ríkisstjórnar Eistlands.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tilkynnti á dögunum að Hreinsum Ísland, verkefni Landverndar og Bláa hersins, hafi verið tilnefnt til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018 ásamt Hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Það er því kannski við hæfi að starfsfólk forsætisráðuneytisins muni leggja átakinu lið með því að taka þátt í hreinsuninni á laugardag. Auk Bláa hersins standa Landvernd, JCI, Plastlaus September og ýmsir plokkarahópar að átakinu og er vonast við að fjöll af rusli verið hreinsuð í tengslum við þennan alheimsviðburð. Landvernd hefur haft samband við öll sveitarfélög landsins og hvatt þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Blái herinn hefur stundað strandhreinsun í mörg ár, en fengið aukinn byr í seglinn á undanförnum árum vegna stóraukins áhuga á málefninu jafnt heima sem erlendis, og er nærtækast að nefna plokkara-hreyfinguna. Svo mikið er víst að verkefnin eru næg. Á hverju ári enda átta milljón tonn af plasti í hafinu. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðann, hvatti heimsbyggðina fyrr á árinu til að sameinast gegn plastmengun og sagði stærð vandans slíkan að nú væri plastöreindur í sjónum „fleiri en stjörnurnar í vetrarbrautinni.” Alþjóðlegi hreinsunardagurinn nýtur stuðnings UN Environment, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hóf átakið #CleanSeas eða Hrein höf fyrir ári. Í Heimsmarkmiðum samtakanna um sjálfbæra þróun er stefnt að því í markmiði númer 14, “Líf í vatni”, að eigi síðar en árið 2025 verði verulega dregið úr og komið í veg fyrir hvers kyns mengun sjávar, einkum frá starfsemi á landi, þar með talið rusl í sjó. Höfundur er Upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar