Lífið

Judas Priest með tónleika í Laugardalshöllinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin kemur fram 24. janúar á næsta ári.
Sveitin kemur fram 24. janúar á næsta ári.

Þungarokksveitin Judas Priest mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll þann 24. janúar en þetta kemur fram í tilkynningu frá tónleikahaldarafyrirtækinu Tónleikur.

Miðasala hefst 24. september en rokksveitin Dimma mun hita upp. Sveitin Judas Priest var stofnuð árið 1970 og hefur sveitin verið í fremstu röð í um fimmtíu ár.

Nægir þar að nefna frábærar plötur eins og British Steel, Screaming for Vengeance og Painkiller.

Átján plötum síðar eru þeir enn þá í fantaformi og nýjasta plata þeirra Firepower hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og náðu þeir 5. sæti á Billboard 200 listanum, sem er besti árangur Judas Priest í Bandaríkjunum.

Þá má nefna að Judas Priest voru tilnefndir í Rock and Roll Hall of Fame í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.