Drifkraftur hagkerfisins Una Steinsdóttir skrifar 19. september 2018 15:09 Rétt yfir 97% íslenskra fyrirtækja eru með veltu undir 500 milljónum króna og hlutfall þeirra í heildarveltu fyrirtækja á árinu 2016 var um 56%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Reykjavík Economics vann nýlega fyrir Íslandsbanka. Önnur afgerandi niðurstaða er sú að 99% fyrirtækja eru með færri en 49 starfsmenn í vinnu og innan við 200 fyrirtæki hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Í þessari greiningu var skilgreiningin á LMF þrengd miðað við það sem tíðkast almennt annarsstaðar í Evrópu, annars hefðu afar fá fyrirtæki verið skilgreind sem stór hér á landi. Meðal þess sem vakti athygli er að fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna hafa vaxið mjög hratt síðustu árin og þegar litið er til arðsemi, sem skiptir höfuðmáli í rekstri, hefur arðsemi minni fyrirtækja síst verið lakari en þeirra stærri. Þannig getur fyrirtæki með litla veltu en mikla arðsemi verið mikilvægara fyrir þjóðarbúskapinn og viðgang hagvaxtar en fyrirtæki með mikla veltu en litla arðsemi. Margur er knár þó hann sé smár, það á líka við í einfaldri hagfræði. Fyrirtækjum hefur fjölgað verulega í öllum landshlutum á árunum 2008-2016 og ánægjulegt er að sjá að landsbyggðin hefur meira en haldið hlut sínum í þeim vexti. Hlutfallsleg fjölgun utan suðvesturhornsins var til að mynda 37% á Vestfjörðum og eins og um allt land er það ferðaþjónustan sem á stóran þátt í þeirri fjölgun. Þetta er að gerast þrátt fyrir lítillega fækkun íbúa og er merki um öfluga frumkvöðlastarfsemi á svæðinu. Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni svart á hvítu að skuldsetning meginþorra LMF hefur minnkað síðustu árin og um leið hafa eiginfjárhlutföll hækkað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi eru þó enn skuldsettari en önnur fyrirtæki. Skuldsetning þessara fyrirtækja skýrist eðlilega af miklum fjárfestingum sem óhjákvæmilega fylgja hröðum vexti. Þrátt fyrir það hefur skuldsetning þeirra lækkað verulega undanfarið og nálgað það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Bætt eiginfjárstaða skapar klárlega betra svigrúm til að takast á við framtíðaráföll í hagkerfinu. LMF eru hryggjarstykki raunhagkerfisins, jafnt á Íslandi sem og í öðrum löndum. Þau eru einnig drifkraftur sköpunar í gegnum frumkvöðlavirkni og nýsköpun. Öll forgangsröðun sem miðar að því að létta undir með þessum fyrirtækjum, til að mynda þegar kemur að regluverki og eða skattamálum, skilar sér með fullum þunga inn í samfélagið okkar. Það er gott að minna sig á reglulega að lítið getur líka verið stórt.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rétt yfir 97% íslenskra fyrirtækja eru með veltu undir 500 milljónum króna og hlutfall þeirra í heildarveltu fyrirtækja á árinu 2016 var um 56%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu um lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) sem Reykjavík Economics vann nýlega fyrir Íslandsbanka. Önnur afgerandi niðurstaða er sú að 99% fyrirtækja eru með færri en 49 starfsmenn í vinnu og innan við 200 fyrirtæki hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Í þessari greiningu var skilgreiningin á LMF þrengd miðað við það sem tíðkast almennt annarsstaðar í Evrópu, annars hefðu afar fá fyrirtæki verið skilgreind sem stór hér á landi. Meðal þess sem vakti athygli er að fyrirtæki með veltu á bilinu 250-500 milljónir króna hafa vaxið mjög hratt síðustu árin og þegar litið er til arðsemi, sem skiptir höfuðmáli í rekstri, hefur arðsemi minni fyrirtækja síst verið lakari en þeirra stærri. Þannig getur fyrirtæki með litla veltu en mikla arðsemi verið mikilvægara fyrir þjóðarbúskapinn og viðgang hagvaxtar en fyrirtæki með mikla veltu en litla arðsemi. Margur er knár þó hann sé smár, það á líka við í einfaldri hagfræði. Fyrirtækjum hefur fjölgað verulega í öllum landshlutum á árunum 2008-2016 og ánægjulegt er að sjá að landsbyggðin hefur meira en haldið hlut sínum í þeim vexti. Hlutfallsleg fjölgun utan suðvesturhornsins var til að mynda 37% á Vestfjörðum og eins og um allt land er það ferðaþjónustan sem á stóran þátt í þeirri fjölgun. Þetta er að gerast þrátt fyrir lítillega fækkun íbúa og er merki um öfluga frumkvöðlastarfsemi á svæðinu. Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni svart á hvítu að skuldsetning meginþorra LMF hefur minnkað síðustu árin og um leið hafa eiginfjárhlutföll hækkað. Fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi eru þó enn skuldsettari en önnur fyrirtæki. Skuldsetning þessara fyrirtækja skýrist eðlilega af miklum fjárfestingum sem óhjákvæmilega fylgja hröðum vexti. Þrátt fyrir það hefur skuldsetning þeirra lækkað verulega undanfarið og nálgað það sem tíðkast í öðrum atvinnugreinum. Bætt eiginfjárstaða skapar klárlega betra svigrúm til að takast á við framtíðaráföll í hagkerfinu. LMF eru hryggjarstykki raunhagkerfisins, jafnt á Íslandi sem og í öðrum löndum. Þau eru einnig drifkraftur sköpunar í gegnum frumkvöðlavirkni og nýsköpun. Öll forgangsröðun sem miðar að því að létta undir með þessum fyrirtækjum, til að mynda þegar kemur að regluverki og eða skattamálum, skilar sér með fullum þunga inn í samfélagið okkar. Það er gott að minna sig á reglulega að lítið getur líka verið stórt.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun