Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2020 08:00 Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar