Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2020 08:00 Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun