Skoðun
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Ekki verða síðasta risaeðlan

Margrét Sanders skrifar

Stafræn bylting, fjórða iðnbyltingin eða stafræn umbreyting, sem er orðið sem ég vil helst nota, er ekki að hefjast núna. Við erum komin á fullt í þessa umbreytingu sem gerbreytir allri verslun og þjónustu hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Á Strategíudeginum 7. september n.k. munu stjórnendur öflugra fyrirtækja á Íslandi miðla reynslusögum sem allir geta lært af. Stjórnendur í viðskiptalífinu, starfsmenn sveitarfélaga og hins opinbera eru öll að takast á við það sama og það er áhugavert að heyra hvernig innleiðingin hefur gengið og hvert framhaldið verður.

Stafræn umbreyting er ekki bara upplýsingatækni eða markaðsmál. Hún fjallar um heildar stefnu fyrirtækja, hefur mikil áhrif á viðskiptamódelið og stuðlar að einföldun ferla ef það er gert rétt. Umbreytingin gerist ekki nema að æðstu stjórnendur og stjórn séu meðvituð um áhersluna og eru algerlega um borð. Það skiptir ekki máli hver atvinnugreinin er, hvort við erum að tala um viðskiptalífið sem heild eða almennar þjónustugreinar, opinbera þjónustu og vinnumarkaðinn. Breytingin er komin á fullt og það er mjög skemmtilegt að bera Ísland saman við önnur lönd og komast að því hversu langt við erum komin. 

Við stafræna umbreytingu getur starfsfólk valið vinnutíma frá viku til viku, þjónusta stofnana fer fram hvar og hvenær sem er og er skilvirkari. Rými verslana er minna og öðruvísi verslun, ýmsar þjónustustofnanir eru komnar með mun meiri sjálfsafgreiðslu á staðnum og í gegnum netið, ýmis upplifun verður fjölbreyttari, hægt er að ná til markhópa á skilvirkari hátt, landfræðileg staðsetning skiptir alltaf minna máli, svo eitthvað sé nefnt. 

Þekkingaþörf starfsfólks breytist og meiri þörf verður á fólki með félagslega- og tæknilega færni. Einnig munu mælikvarðar fyrirtækja taka breytingum. Að framansögðu þá er ljóst að stafræn umbreyting verður að ná til alls fyrirtækisins og stofnunarinnar. Mikilvægt er að stjórnendur gefi taktinn því þetta skiptir alla máli. 

Ekki láta það gerast í þínu fyrirtæki eða stofnun að þú segir „ það gengur nú svo vel hjá okkur, af hverju eigum við að breyta?“ Það er eitur í öllum rekstri og þjónustu, og enn meira núna þegar miklar umbreytingar eiga sér stað í umhverfinu. Því hvet ég þig stjórnandi að þú setjir þig vel inní málin og láta ekki aðra um það. Þú vilt ekki láta það gerast að aðrir nái forskoti og þú sitjir eftir og verðir síðasta risaeðlan. Strategíudagurinn gefur okkur innsýn í þessa umbreytingu, stafrænu innleiðinguna, hvernig og hvað svo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Skoðun

Kirkjan

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.