Tímamót Auður Axelsdóttir skrifar 3. september 2018 16:00 Í gær lauk ég mínum síðasta degi í starfi sem forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar, geðteymisins GET. GET hefur starfað í 15 ár undir minni forstöðu en nú hafa heilbrigðisyfirvöld ákveðið að leggja niður teymið, eins og margur veit eða öllu heldur ákveðið að styðja Heilsugæsluna í að leggja niður teymið. Heilsugæslan vill þannig m.a. rýma fyrir annarri nálgun og breyta eftirfylgdinni sem boðið verður uppá í Heilsugæslunni. Breytingar geta sannarlega verið af hinu góða en því miður tel ég hér að í raun sé um afturför að ræða og kannski svolítinn misskilning á því hvað samfélagsleg geðþjónusta feli í sér samkvæmt alþjóðlegri stefnumótun og áliti Sameinuðu þjóðanna síðan 2017. En nóg um það. GET hefur notið þess að starfa með Hugarafli öll árin, því við sem stofnuðum Hugarafl árið 2003 ákváðum að það væri mjög viðeigandi að fagmenn og einstaklingar með reynslu af geðrænum erfiðleikum störfuðu saman á jafningjagrunni. Þáverandi ráðherra; Jón Kristjánsson studdi framtakið og festi í sessi árið 2005; hann vildi hleypa nýjum ferskum vindum inn í geðheilbrigðisþjónustuna og efaðist ekki um gildi þess. Valdefling hefur verið leiðarljósið öll 15 árin og að sama skapi batanálgunin. Stemningin er sérstök, því síðustu daga mína í starfi hef ég sótt fund í Finnlandi um óhefðbundar leiðir til að vinna með geðrof. Ég er er stödd í Tornio í vestur Lapplandi og þar er einmitt upprunnið módel; „Open dialog“ sem á sér merkilega sögu og ég hef ákveðið að læra aðferðina og flytja heim, þegar sá tími kemur. Finnar byrjuðu einmitt um 1980 í Tornio að endurskoða þjónustu fyrir einstaklinga með geðraskanir og ákváðu að gera breytingar. Sjúklingar voru að lokast inná stofnunum, fjölskyldan var í jaðrinum og kom ekki að málum, bati var ekki sérlega sýnilegur ef hann var þá mögulegur í ríkjandi andrúmslofti, ég efast reyndar um það. Þarna var á ferðinni kjarkað fagfólk sem ákvað að breyta þessu og lagði sál sína og hjarta í verkefnið. Staðurinn var Keropudas spítali í Tornio og þeir einstaklingar sem hafa leiðbeint okkur síðustu daga eru einmitt brautryðjendurnir og er annt um að aðferðin breiðist út um heiminn og fari með okkur inn í ókomna tíð. Hvað var það sem dreif þessa einstaklinga áfram til að fara á móti stöðnuðu kerfi með óhefðbunda nálgun? Jú það var trúin á að það að vera manneskja feli í sér alls konar áskoranir, áföll og sigra og það sé í raun ekki spurning um HVAÐ komi fyrir okkur á lífsleiðinni, heldur HVERNIG við vinnum úr því og HVAÐA möguleika við höfum. Sem sagt lífið í allri sinni mynd. Trúin á að við getum komist út úr alls konar „öngstræti“ sem lífið kann að bjóða okkur uppá án þess að „missa vitið“ og sömuleiðis verða meðhöndluð sem viðfangsefni sem eitthvað sé að. Kærleikur, nánd, virðing, persónuleg nálgun og öryggi eru orð sem koma upp í hugann. Þróun þeirrar nálgunar sem þarna lagði af stað er gríðarlega merkileg en um leið afar „einföld“. Þegar ég segi einföld meina ég, hún var í raun byggð á heilbrigðri skynsemi og virðingu fyrir manneskjuni, lífinu, tilverunni, ófullkomleikanum, virðingu fyrir óvissunni. Brautryðjendur Open Dialog vissu nefnilega að aðferðin sem fyrir var og hafði verið notuð í áratugi, hún virkaði ekki og hún varð að renna sitt skeið. Einstaklingur lokaðist inni í sjálfum sér í ríkjandi kerfi, inn á stofnun og varð smám saman vanhæfur um að komast út í samfélagið á ný og gat misst von. Fjölskyldan var vanmáttug og skilin út undan. Tengsl rofnuðu og samskipti byggðu á að einn einstaklingur væri einangraður frá öðrum og gat ekki tekið þátt í samfélagi manna. Ég mun halda áfram að skrifa um OD módelið en núna langar mig til að varpa ljósi á hvað er að gerast í þjónustu víða um Evrópu og þó víðar væri leitað. Ofangreindri nálgun sem nefnd er í upphafi þessa pistils er nefnilega verið að hafna í dag, dæmið sem stendur mér auðvitað næst er GET og Hugarafl. Nálgun GET hefur verið hafnað en Hugarafl hyggst „lifa þessar breytingar af“ og halda áfram starfinu þótt í breyttu landslagi sé. Tilhneigingin er nefnileg sú að hafna leiðum sem byggja á vali einstaklingsins, valdi viðkomandi, eigin forsendum, kærleika og virðingu. Tilhneigingin eða núverandi stefna, virðist byggja á því að það sé okkur öllum hollt að fara sömu leiðna ef eitthvað kemur uppá eða ef okkur líður ekki vel. Trúin virðist byggja á því að einstaklingar geti ekki valið réttu leiðina, kerfið verði að gera það. Það er svo ótrúlega sorglegt að horfa uppá þetta, að upplifa þetta. Undanfarna daga hef ég rætt við einstaklinga af svo mörgum þjóðernum en helst ber að nefna löndin í kringum okkur, þau búa öll við það sama og við. Það er sama „andrúmsloftið“ alls staðar, það er afturför í gangi til gamalla „gilda“ sem byggja á því að sjúkdómsgera mannlegar tilfinningar og tilhneigingin til að líta á tilfinningalegt uppnám eða lífskrísu, sem sjúkdómseinkenni hefur ágerst, enn eina ferðina vil ég leyfa mér að segja. Í dag hér í Tornio höfum við velt því upp ítrekað af hverju þetta skyldi vera að gerast. Eins og þú getur líklega ímyndað þér kæri lesandi, er ekki eitt svar við þessari spurningu. Erum við ekki að tala um valdabaráttu og um leið skort á auðmýkt? Eru þeir sem halda á valdinu í okkar kerfi, færir/fær um að stíga út fyrir boxið og treysta því að manneskjur geti í öllum sínum fjölbreytileika haft færni til að velja sjálfar, hafa skoðun sjálfar? Að það þurfi ekki forræðishyggjuna? Erum við ekki líka að tala um misskilinn ótta við tilfinningar hvort sem er innan kerfa eða utan? Erum við kannski að tala um erfiðeika okkar við að vera með einstaklingi/fjölskyldu sem gengur í gegnum sársauka án þess að vilja „fixa“ hann eða aðstæður? Vera með og halda út, nota hjartað og væntumþykjuna í staðinn? Viljum við horfast í augu við að í sársaukanum geta falist verðmæti sem geta leitt okkur inn í betra líf? Megum við segja það upphátt? Megum við segja það upphátt að við sem manneskjur/fjölskyldur búum oftsinnis yfir vitneskju og hæfileikum sem geta í raun leyst „lífskrísuna“ ef við fáum stuðning sem byggir á virðingu og kærleika, en ekki stimplun tilfinninga, útskúfun og þörf til að taka af okkur vald? Hvað er það sem fær einstaklinga sem stjórna eða kerfin sem þeir eru fulltrúar fyrir til að hugsa svo einhæft? Er það ótti við að missa völd eða er það ofurtrú á eigin ágæti? Ég held að óttinn við að missa völd sé sterkari og því miður felur það í raun í sér að hugsanahátturinn verður þröngur, víðsýni minnkar og við missum af svo stórkostlegum hlutum. Við missum af fjölbreytileikanum og hæfileikanum til að virða mismunandi leiðir. Sköpunin sem felst í óvissunni er svo mögnuð, manneskjan er svo mögnuð og hefur hæfileika til að komast í gegnum svo ótrúlega margt, ef hún fær tækifæri til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær lauk ég mínum síðasta degi í starfi sem forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar, geðteymisins GET. GET hefur starfað í 15 ár undir minni forstöðu en nú hafa heilbrigðisyfirvöld ákveðið að leggja niður teymið, eins og margur veit eða öllu heldur ákveðið að styðja Heilsugæsluna í að leggja niður teymið. Heilsugæslan vill þannig m.a. rýma fyrir annarri nálgun og breyta eftirfylgdinni sem boðið verður uppá í Heilsugæslunni. Breytingar geta sannarlega verið af hinu góða en því miður tel ég hér að í raun sé um afturför að ræða og kannski svolítinn misskilning á því hvað samfélagsleg geðþjónusta feli í sér samkvæmt alþjóðlegri stefnumótun og áliti Sameinuðu þjóðanna síðan 2017. En nóg um það. GET hefur notið þess að starfa með Hugarafli öll árin, því við sem stofnuðum Hugarafl árið 2003 ákváðum að það væri mjög viðeigandi að fagmenn og einstaklingar með reynslu af geðrænum erfiðleikum störfuðu saman á jafningjagrunni. Þáverandi ráðherra; Jón Kristjánsson studdi framtakið og festi í sessi árið 2005; hann vildi hleypa nýjum ferskum vindum inn í geðheilbrigðisþjónustuna og efaðist ekki um gildi þess. Valdefling hefur verið leiðarljósið öll 15 árin og að sama skapi batanálgunin. Stemningin er sérstök, því síðustu daga mína í starfi hef ég sótt fund í Finnlandi um óhefðbundar leiðir til að vinna með geðrof. Ég er er stödd í Tornio í vestur Lapplandi og þar er einmitt upprunnið módel; „Open dialog“ sem á sér merkilega sögu og ég hef ákveðið að læra aðferðina og flytja heim, þegar sá tími kemur. Finnar byrjuðu einmitt um 1980 í Tornio að endurskoða þjónustu fyrir einstaklinga með geðraskanir og ákváðu að gera breytingar. Sjúklingar voru að lokast inná stofnunum, fjölskyldan var í jaðrinum og kom ekki að málum, bati var ekki sérlega sýnilegur ef hann var þá mögulegur í ríkjandi andrúmslofti, ég efast reyndar um það. Þarna var á ferðinni kjarkað fagfólk sem ákvað að breyta þessu og lagði sál sína og hjarta í verkefnið. Staðurinn var Keropudas spítali í Tornio og þeir einstaklingar sem hafa leiðbeint okkur síðustu daga eru einmitt brautryðjendurnir og er annt um að aðferðin breiðist út um heiminn og fari með okkur inn í ókomna tíð. Hvað var það sem dreif þessa einstaklinga áfram til að fara á móti stöðnuðu kerfi með óhefðbunda nálgun? Jú það var trúin á að það að vera manneskja feli í sér alls konar áskoranir, áföll og sigra og það sé í raun ekki spurning um HVAÐ komi fyrir okkur á lífsleiðinni, heldur HVERNIG við vinnum úr því og HVAÐA möguleika við höfum. Sem sagt lífið í allri sinni mynd. Trúin á að við getum komist út úr alls konar „öngstræti“ sem lífið kann að bjóða okkur uppá án þess að „missa vitið“ og sömuleiðis verða meðhöndluð sem viðfangsefni sem eitthvað sé að. Kærleikur, nánd, virðing, persónuleg nálgun og öryggi eru orð sem koma upp í hugann. Þróun þeirrar nálgunar sem þarna lagði af stað er gríðarlega merkileg en um leið afar „einföld“. Þegar ég segi einföld meina ég, hún var í raun byggð á heilbrigðri skynsemi og virðingu fyrir manneskjuni, lífinu, tilverunni, ófullkomleikanum, virðingu fyrir óvissunni. Brautryðjendur Open Dialog vissu nefnilega að aðferðin sem fyrir var og hafði verið notuð í áratugi, hún virkaði ekki og hún varð að renna sitt skeið. Einstaklingur lokaðist inni í sjálfum sér í ríkjandi kerfi, inn á stofnun og varð smám saman vanhæfur um að komast út í samfélagið á ný og gat misst von. Fjölskyldan var vanmáttug og skilin út undan. Tengsl rofnuðu og samskipti byggðu á að einn einstaklingur væri einangraður frá öðrum og gat ekki tekið þátt í samfélagi manna. Ég mun halda áfram að skrifa um OD módelið en núna langar mig til að varpa ljósi á hvað er að gerast í þjónustu víða um Evrópu og þó víðar væri leitað. Ofangreindri nálgun sem nefnd er í upphafi þessa pistils er nefnilega verið að hafna í dag, dæmið sem stendur mér auðvitað næst er GET og Hugarafl. Nálgun GET hefur verið hafnað en Hugarafl hyggst „lifa þessar breytingar af“ og halda áfram starfinu þótt í breyttu landslagi sé. Tilhneigingin er nefnileg sú að hafna leiðum sem byggja á vali einstaklingsins, valdi viðkomandi, eigin forsendum, kærleika og virðingu. Tilhneigingin eða núverandi stefna, virðist byggja á því að það sé okkur öllum hollt að fara sömu leiðna ef eitthvað kemur uppá eða ef okkur líður ekki vel. Trúin virðist byggja á því að einstaklingar geti ekki valið réttu leiðina, kerfið verði að gera það. Það er svo ótrúlega sorglegt að horfa uppá þetta, að upplifa þetta. Undanfarna daga hef ég rætt við einstaklinga af svo mörgum þjóðernum en helst ber að nefna löndin í kringum okkur, þau búa öll við það sama og við. Það er sama „andrúmsloftið“ alls staðar, það er afturför í gangi til gamalla „gilda“ sem byggja á því að sjúkdómsgera mannlegar tilfinningar og tilhneigingin til að líta á tilfinningalegt uppnám eða lífskrísu, sem sjúkdómseinkenni hefur ágerst, enn eina ferðina vil ég leyfa mér að segja. Í dag hér í Tornio höfum við velt því upp ítrekað af hverju þetta skyldi vera að gerast. Eins og þú getur líklega ímyndað þér kæri lesandi, er ekki eitt svar við þessari spurningu. Erum við ekki að tala um valdabaráttu og um leið skort á auðmýkt? Eru þeir sem halda á valdinu í okkar kerfi, færir/fær um að stíga út fyrir boxið og treysta því að manneskjur geti í öllum sínum fjölbreytileika haft færni til að velja sjálfar, hafa skoðun sjálfar? Að það þurfi ekki forræðishyggjuna? Erum við ekki líka að tala um misskilinn ótta við tilfinningar hvort sem er innan kerfa eða utan? Erum við kannski að tala um erfiðeika okkar við að vera með einstaklingi/fjölskyldu sem gengur í gegnum sársauka án þess að vilja „fixa“ hann eða aðstæður? Vera með og halda út, nota hjartað og væntumþykjuna í staðinn? Viljum við horfast í augu við að í sársaukanum geta falist verðmæti sem geta leitt okkur inn í betra líf? Megum við segja það upphátt? Megum við segja það upphátt að við sem manneskjur/fjölskyldur búum oftsinnis yfir vitneskju og hæfileikum sem geta í raun leyst „lífskrísuna“ ef við fáum stuðning sem byggir á virðingu og kærleika, en ekki stimplun tilfinninga, útskúfun og þörf til að taka af okkur vald? Hvað er það sem fær einstaklinga sem stjórna eða kerfin sem þeir eru fulltrúar fyrir til að hugsa svo einhæft? Er það ótti við að missa völd eða er það ofurtrú á eigin ágæti? Ég held að óttinn við að missa völd sé sterkari og því miður felur það í raun í sér að hugsanahátturinn verður þröngur, víðsýni minnkar og við missum af svo stórkostlegum hlutum. Við missum af fjölbreytileikanum og hæfileikanum til að virða mismunandi leiðir. Sköpunin sem felst í óvissunni er svo mögnuð, manneskjan er svo mögnuð og hefur hæfileika til að komast í gegnum svo ótrúlega margt, ef hún fær tækifæri til þess.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun