Viðskipti innlent

Stóru útgerðarfélögin högnuðust um 25 milljarða í fyrra

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Fréttablaðið/Stefán
Hagnaður sjö af stærstu útgerðarfélögum landsins nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra. Munar þar mest um afkomu Samherja sem greindi í gær frá því að hagnaður síðasta ár hefði numið 14,4 milljörðum króna. Félagið mun greiða 1.270 milljónir króna í arð til hluthafa sinna.Rúmur helmingur af starfsemi Samherja er erlendis en í fyrra var félaginu skipt í tvennt, Samherja hf. og Samherja Holding ehf. Innlenda starfsemin heyrir undir fyrrnefnda félagið en hið síðarnefnda tók við erlendum eignum samstæðunnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og annar aðaleigenda ásamt Kristjáni Vilhelmssyni, segir í tilkynningu að þessi góða niðurstaða í fyrra sé ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður.„Heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn í tilkynningu.Söluhagnaður eigna hafði mikið að segja í afkomu Samherja en hann nam fimm milljörðum króna.Hagnaður sjö af tíu stærstu útgerðum landsins, sem birt hafa afkomu sína eða skilað ársreikningi fyrir síðasta ár, nemur samanlagt 24,8 milljörðum króna samkvæmt lauslegri samantekt Fréttablaðsins. Arðgreiðslur þessara félaga til eigenda sinna nema milljörðum króna sömuleiðis.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.