Fékk kvíðakast í leikhúsinu og snéri sér að matargerð Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2018 11:30 Þröstur Leó tekur lítið hlutverk í jólaleikriti Þjóðleikhússins. vísir/ernir „Ég er kannski ekki alveg hættur en þetta er búið að vera svona frá því um síðustu áramót þegar ég tók þá ákvörðun að segja upp samningi mínum í Þjóðleikhúsinu,“ segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Svo talaði Ari Matthías við mig um daginn og spurði hvort við ættum að gera tilraun hvort ég færi í eina rullu í jólaleikritinu og ég ákvað að gera tilraun með það. Þannig er mál með vexti að ég lenti í sjóslysi fyrir þremur árum og er búinn að vera berjast við kvíða eftir það. Það þurfti að fella niður tvær sýningar hjá mér í vetur. Ég var í stólnum í sminkinu og fæ kvíðakast og þurfti að hætta og fella niður sýninguna. Þá sagði afgreiðslukonan við mig: Þröstur minn er ekki allt í lagi? Og ég gat rétt svo stunið upp, nei og það var hringt á sjúkrabíl.“ Þröstur segir að svona köst komi algjörlega aftan að manni. „Fyrst eftir slysið var ég bara á bleiku skýi og hafði áhyggjur af hinum. Svo bara tveimur mánuðum síðar dett ég niður fyrst. Maður getur í raun ekki lýst þessu og þetta kemur bara algjörlega aftan að manni,“ segir Þröstur sem segist hafa fengið áfallahjálp eftir slysið og mikla hjálp. „Svo eru líka til einhver lyf. Mér er illa við að taka lyf en þarf að gera það annars slagið. Þetta er rosalega lúmskt og erfitt fyrir mig að vera til að mynda í búð þar sem mikið er af fólki. Ég hef stundum þurft að labba bara út og skil vörurnar bara eftir,“ segir Þröstur sem fann aldrei fyrir kvíða fyrir sjóslysið.Þróaði með sér þráhyggju „Leikhúsið er öðruvísi vinna en flest aðrar. Þetta er eitthvað svo stór pakki að standa fyrir framan fimm hundruð manns og svo finnur maður bara að maður er að fara klikka. Þá fer allt á hvolf og allt magnast upp. Ég var farinn að búa til allskonar og kominn með þráhyggjur. Ég var farinn að fara í öfuga sokka og skórnir verða vera þarna.“ Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að taka sér hvíld frá leikhúsinu og reyna að vinna sig út úr vandanum. „Ég er bara svo heppinn að ég hef verið að leika mér í fimm, sex ár að reykja og grafa lax og það hefur gengið alveg fáránlega vel. Nú er ég kominn á það stig að þeir sem eru með mér í þessu þurfa finna fyrir mig húsnæði svo að ég geti reykt til að hafa mig áfram. Ég þarf að fá samþykkt hús af Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitinu og það getur verið erfitt. Ég þarf kannski svona sjötíu, áttatíu fermetra húsnæði.“ Þröstur hefur hugsað sér að dunda sér við matargerðina og reyna selja vöruna einn. „Ég vil ekki fara út í neina verksmiðjuframleiðslu því þá fer af því sjarminn og það þarf að minnka gæðin. Ég er með leyniuppskrift og er að gera þetta á miklu lengri tíma en aðrir. Það er galdurinn að nostra svolítið við þetta,“ segir Þröstur sem byrjaði að reykja lax fyrir 15 árum. Hann verður gestakokkur á Hlemmur Square næstu fjórar vikurnar. Hér að neðan má heyra viðtalið við Þröst í heild sinni. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
„Ég er kannski ekki alveg hættur en þetta er búið að vera svona frá því um síðustu áramót þegar ég tók þá ákvörðun að segja upp samningi mínum í Þjóðleikhúsinu,“ segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Svo talaði Ari Matthías við mig um daginn og spurði hvort við ættum að gera tilraun hvort ég færi í eina rullu í jólaleikritinu og ég ákvað að gera tilraun með það. Þannig er mál með vexti að ég lenti í sjóslysi fyrir þremur árum og er búinn að vera berjast við kvíða eftir það. Það þurfti að fella niður tvær sýningar hjá mér í vetur. Ég var í stólnum í sminkinu og fæ kvíðakast og þurfti að hætta og fella niður sýninguna. Þá sagði afgreiðslukonan við mig: Þröstur minn er ekki allt í lagi? Og ég gat rétt svo stunið upp, nei og það var hringt á sjúkrabíl.“ Þröstur segir að svona köst komi algjörlega aftan að manni. „Fyrst eftir slysið var ég bara á bleiku skýi og hafði áhyggjur af hinum. Svo bara tveimur mánuðum síðar dett ég niður fyrst. Maður getur í raun ekki lýst þessu og þetta kemur bara algjörlega aftan að manni,“ segir Þröstur sem segist hafa fengið áfallahjálp eftir slysið og mikla hjálp. „Svo eru líka til einhver lyf. Mér er illa við að taka lyf en þarf að gera það annars slagið. Þetta er rosalega lúmskt og erfitt fyrir mig að vera til að mynda í búð þar sem mikið er af fólki. Ég hef stundum þurft að labba bara út og skil vörurnar bara eftir,“ segir Þröstur sem fann aldrei fyrir kvíða fyrir sjóslysið.Þróaði með sér þráhyggju „Leikhúsið er öðruvísi vinna en flest aðrar. Þetta er eitthvað svo stór pakki að standa fyrir framan fimm hundruð manns og svo finnur maður bara að maður er að fara klikka. Þá fer allt á hvolf og allt magnast upp. Ég var farinn að búa til allskonar og kominn með þráhyggjur. Ég var farinn að fara í öfuga sokka og skórnir verða vera þarna.“ Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að taka sér hvíld frá leikhúsinu og reyna að vinna sig út úr vandanum. „Ég er bara svo heppinn að ég hef verið að leika mér í fimm, sex ár að reykja og grafa lax og það hefur gengið alveg fáránlega vel. Nú er ég kominn á það stig að þeir sem eru með mér í þessu þurfa finna fyrir mig húsnæði svo að ég geti reykt til að hafa mig áfram. Ég þarf að fá samþykkt hús af Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitinu og það getur verið erfitt. Ég þarf kannski svona sjötíu, áttatíu fermetra húsnæði.“ Þröstur hefur hugsað sér að dunda sér við matargerðina og reyna selja vöruna einn. „Ég vil ekki fara út í neina verksmiðjuframleiðslu því þá fer af því sjarminn og það þarf að minnka gæðin. Ég er með leyniuppskrift og er að gera þetta á miklu lengri tíma en aðrir. Það er galdurinn að nostra svolítið við þetta,“ segir Þröstur sem byrjaði að reykja lax fyrir 15 árum. Hann verður gestakokkur á Hlemmur Square næstu fjórar vikurnar. Hér að neðan má heyra viðtalið við Þröst í heild sinni.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið