Fékk kvíðakast í leikhúsinu og snéri sér að matargerð Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2018 11:30 Þröstur Leó tekur lítið hlutverk í jólaleikriti Þjóðleikhússins. vísir/ernir „Ég er kannski ekki alveg hættur en þetta er búið að vera svona frá því um síðustu áramót þegar ég tók þá ákvörðun að segja upp samningi mínum í Þjóðleikhúsinu,“ segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Svo talaði Ari Matthías við mig um daginn og spurði hvort við ættum að gera tilraun hvort ég færi í eina rullu í jólaleikritinu og ég ákvað að gera tilraun með það. Þannig er mál með vexti að ég lenti í sjóslysi fyrir þremur árum og er búinn að vera berjast við kvíða eftir það. Það þurfti að fella niður tvær sýningar hjá mér í vetur. Ég var í stólnum í sminkinu og fæ kvíðakast og þurfti að hætta og fella niður sýninguna. Þá sagði afgreiðslukonan við mig: Þröstur minn er ekki allt í lagi? Og ég gat rétt svo stunið upp, nei og það var hringt á sjúkrabíl.“ Þröstur segir að svona köst komi algjörlega aftan að manni. „Fyrst eftir slysið var ég bara á bleiku skýi og hafði áhyggjur af hinum. Svo bara tveimur mánuðum síðar dett ég niður fyrst. Maður getur í raun ekki lýst þessu og þetta kemur bara algjörlega aftan að manni,“ segir Þröstur sem segist hafa fengið áfallahjálp eftir slysið og mikla hjálp. „Svo eru líka til einhver lyf. Mér er illa við að taka lyf en þarf að gera það annars slagið. Þetta er rosalega lúmskt og erfitt fyrir mig að vera til að mynda í búð þar sem mikið er af fólki. Ég hef stundum þurft að labba bara út og skil vörurnar bara eftir,“ segir Þröstur sem fann aldrei fyrir kvíða fyrir sjóslysið.Þróaði með sér þráhyggju „Leikhúsið er öðruvísi vinna en flest aðrar. Þetta er eitthvað svo stór pakki að standa fyrir framan fimm hundruð manns og svo finnur maður bara að maður er að fara klikka. Þá fer allt á hvolf og allt magnast upp. Ég var farinn að búa til allskonar og kominn með þráhyggjur. Ég var farinn að fara í öfuga sokka og skórnir verða vera þarna.“ Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að taka sér hvíld frá leikhúsinu og reyna að vinna sig út úr vandanum. „Ég er bara svo heppinn að ég hef verið að leika mér í fimm, sex ár að reykja og grafa lax og það hefur gengið alveg fáránlega vel. Nú er ég kominn á það stig að þeir sem eru með mér í þessu þurfa finna fyrir mig húsnæði svo að ég geti reykt til að hafa mig áfram. Ég þarf að fá samþykkt hús af Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitinu og það getur verið erfitt. Ég þarf kannski svona sjötíu, áttatíu fermetra húsnæði.“ Þröstur hefur hugsað sér að dunda sér við matargerðina og reyna selja vöruna einn. „Ég vil ekki fara út í neina verksmiðjuframleiðslu því þá fer af því sjarminn og það þarf að minnka gæðin. Ég er með leyniuppskrift og er að gera þetta á miklu lengri tíma en aðrir. Það er galdurinn að nostra svolítið við þetta,“ segir Þröstur sem byrjaði að reykja lax fyrir 15 árum. Hann verður gestakokkur á Hlemmur Square næstu fjórar vikurnar. Hér að neðan má heyra viðtalið við Þröst í heild sinni. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
„Ég er kannski ekki alveg hættur en þetta er búið að vera svona frá því um síðustu áramót þegar ég tók þá ákvörðun að segja upp samningi mínum í Þjóðleikhúsinu,“ segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Svo talaði Ari Matthías við mig um daginn og spurði hvort við ættum að gera tilraun hvort ég færi í eina rullu í jólaleikritinu og ég ákvað að gera tilraun með það. Þannig er mál með vexti að ég lenti í sjóslysi fyrir þremur árum og er búinn að vera berjast við kvíða eftir það. Það þurfti að fella niður tvær sýningar hjá mér í vetur. Ég var í stólnum í sminkinu og fæ kvíðakast og þurfti að hætta og fella niður sýninguna. Þá sagði afgreiðslukonan við mig: Þröstur minn er ekki allt í lagi? Og ég gat rétt svo stunið upp, nei og það var hringt á sjúkrabíl.“ Þröstur segir að svona köst komi algjörlega aftan að manni. „Fyrst eftir slysið var ég bara á bleiku skýi og hafði áhyggjur af hinum. Svo bara tveimur mánuðum síðar dett ég niður fyrst. Maður getur í raun ekki lýst þessu og þetta kemur bara algjörlega aftan að manni,“ segir Þröstur sem segist hafa fengið áfallahjálp eftir slysið og mikla hjálp. „Svo eru líka til einhver lyf. Mér er illa við að taka lyf en þarf að gera það annars slagið. Þetta er rosalega lúmskt og erfitt fyrir mig að vera til að mynda í búð þar sem mikið er af fólki. Ég hef stundum þurft að labba bara út og skil vörurnar bara eftir,“ segir Þröstur sem fann aldrei fyrir kvíða fyrir sjóslysið.Þróaði með sér þráhyggju „Leikhúsið er öðruvísi vinna en flest aðrar. Þetta er eitthvað svo stór pakki að standa fyrir framan fimm hundruð manns og svo finnur maður bara að maður er að fara klikka. Þá fer allt á hvolf og allt magnast upp. Ég var farinn að búa til allskonar og kominn með þráhyggjur. Ég var farinn að fara í öfuga sokka og skórnir verða vera þarna.“ Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að taka sér hvíld frá leikhúsinu og reyna að vinna sig út úr vandanum. „Ég er bara svo heppinn að ég hef verið að leika mér í fimm, sex ár að reykja og grafa lax og það hefur gengið alveg fáránlega vel. Nú er ég kominn á það stig að þeir sem eru með mér í þessu þurfa finna fyrir mig húsnæði svo að ég geti reykt til að hafa mig áfram. Ég þarf að fá samþykkt hús af Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitinu og það getur verið erfitt. Ég þarf kannski svona sjötíu, áttatíu fermetra húsnæði.“ Þröstur hefur hugsað sér að dunda sér við matargerðina og reyna selja vöruna einn. „Ég vil ekki fara út í neina verksmiðjuframleiðslu því þá fer af því sjarminn og það þarf að minnka gæðin. Ég er með leyniuppskrift og er að gera þetta á miklu lengri tíma en aðrir. Það er galdurinn að nostra svolítið við þetta,“ segir Þröstur sem byrjaði að reykja lax fyrir 15 árum. Hann verður gestakokkur á Hlemmur Square næstu fjórar vikurnar. Hér að neðan má heyra viðtalið við Þröst í heild sinni.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira