Leikjavísir

Henry Cavill tekur að sér hlutverk Geralt

Samúel Karl Ólason skrifar
Henry Cavill og Geralt. Eða jafnvel Cavalt?
Henry Cavill og Geralt. Eða jafnvel Cavalt? Vísir/Getty/CD Projekt Red

Breski leikarinnar Henry Cavill, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Superman, mun leika hinn víðfræga skrímslaveiðimann Geralt í nýjum þáttum Netflix. Geralt er úr bókum Andrezej Sapkowski og Witcher tölvuleikjunum.

Undirbúningsvinna þáttanna hefur staðið yfir í um ár en nú hefur nokkuð stórt skref verið tekið. Cavill tilkynnti að hann hefði tekið hlutverkið að sér á Instagram nú fyrir skömmu.

Cavill er yfirlýstur aðdáandi leikjanna um Geralt og þá sérstaklega þriðja leikinn Witcher 3: The Wild Hunt. Fyrir um þremur vikum deildi hann á Instagram mynd þar sem Geralt hafði verið teiknaður sem Cavill sjálfur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.