Ekki loka Krýsuvík Steinunn Baldursdóttir skrifar 4. september 2018 15:21 Allt stefnir í að meðferðarheimilinu í Krýsuvík verði lokað í haust. Fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf eftir dvölina þar og er undirrituð þar á meðal. Satt að segja er árangurinn af meðferðarstarfinu í Krýsuvík betri en margir vita. Samkvæmt úttekt landlæknis voru rúmlega 64% þeirra sem útskrifuðust án vímuefna í eitt ár eða lengur eftir að meðferð lauk. Rúmlega 31% þeirra var án vímuefna þremur árum eftir að meðferð lauk. Það er ekki lítið miðað við hversu langt leiddir margir skjólstæðingar Krýsuvíkur eru við komuna þangað. Oft eru skjólstæðingar Krýsuvíkur fólk sem aðrar stofnanir hafa ekki náð árangri með. En hvers vegna á þá að loka Krýsuvík? Er virkilega engin þörf á þessu einstaka meðferðarúrræði? Gerðar voru ákveðnar athugasemdir um starfsemina fyrr á árinu sem stjórnendur vinna í því að bæta. Það er því engin þörf á því að loka heimilinu vegna þeirra og gera að engu það góða starf sem unnið er í þágu skjólstæðinga þess. Geðdeild Landspítalans lokaði í 6 vikur í sumar og SÁÁ þurfti að takmarka starfsemi sína. Hlaðgerðarkot var þá eina langtíma úrræðið sem stóð til boða. Sjaldan hafa biðlistarnir verið jafn langir og fólk deyr á meðan það býður eftir úrræði. Er þetta aðferðin sem stjórnvöld ætla að nota til að vinna á lyfjafaraldrinum? Með því að loka einu af fjórum meðferðarúrræðum? Því fylgir mikil ábyrgð. Þörfin fyrir meðferðarúrræði er gríðarlega mikil. Það er þyngra en tárum taki að fjöldi ungmenna hefur dáið undanfarna mánuði af ofneyslu ópíóða. Langtímameðferð eins og framkvæmd er í Krýsuvík virkar best fyrir langt leidda fíkla. Þar er unnið markvisst meðferðarstarf sem hefur sýnt sig að virkar, með áherslu á 12 spora leiðina, meðal annars í samstarfi við Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldi og vímuefna. Ekki loka Krýsuvík. Við sem eignuðumst þar nýtt líf viljum sjá að fleiri hafi tækifæri á slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Allt stefnir í að meðferðarheimilinu í Krýsuvík verði lokað í haust. Fjöldi einstaklinga hefur eignast nýtt líf eftir dvölina þar og er undirrituð þar á meðal. Satt að segja er árangurinn af meðferðarstarfinu í Krýsuvík betri en margir vita. Samkvæmt úttekt landlæknis voru rúmlega 64% þeirra sem útskrifuðust án vímuefna í eitt ár eða lengur eftir að meðferð lauk. Rúmlega 31% þeirra var án vímuefna þremur árum eftir að meðferð lauk. Það er ekki lítið miðað við hversu langt leiddir margir skjólstæðingar Krýsuvíkur eru við komuna þangað. Oft eru skjólstæðingar Krýsuvíkur fólk sem aðrar stofnanir hafa ekki náð árangri með. En hvers vegna á þá að loka Krýsuvík? Er virkilega engin þörf á þessu einstaka meðferðarúrræði? Gerðar voru ákveðnar athugasemdir um starfsemina fyrr á árinu sem stjórnendur vinna í því að bæta. Það er því engin þörf á því að loka heimilinu vegna þeirra og gera að engu það góða starf sem unnið er í þágu skjólstæðinga þess. Geðdeild Landspítalans lokaði í 6 vikur í sumar og SÁÁ þurfti að takmarka starfsemi sína. Hlaðgerðarkot var þá eina langtíma úrræðið sem stóð til boða. Sjaldan hafa biðlistarnir verið jafn langir og fólk deyr á meðan það býður eftir úrræði. Er þetta aðferðin sem stjórnvöld ætla að nota til að vinna á lyfjafaraldrinum? Með því að loka einu af fjórum meðferðarúrræðum? Því fylgir mikil ábyrgð. Þörfin fyrir meðferðarúrræði er gríðarlega mikil. Það er þyngra en tárum taki að fjöldi ungmenna hefur dáið undanfarna mánuði af ofneyslu ópíóða. Langtímameðferð eins og framkvæmd er í Krýsuvík virkar best fyrir langt leidda fíkla. Þar er unnið markvisst meðferðarstarf sem hefur sýnt sig að virkar, með áherslu á 12 spora leiðina, meðal annars í samstarfi við Drekaslóð, fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldi og vímuefna. Ekki loka Krýsuvík. Við sem eignuðumst þar nýtt líf viljum sjá að fleiri hafi tækifæri á slíku.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun