Maggi Peran hefur tekið af sér 64 kíló: „Alltaf liðið rosalega illa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2018 11:30 Magnús hefur alla tíð glímt við aukakílóin. Magnús Sigurjón Guðmundsson var orðinn yfir 140 kíló þegar hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum en biður fólk þó um að forðast töfralausnir. Fjallað var um sögu Magnúsar í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. „Ég er borinn og barnfæddur Breiðhyltingur og ólst upp í Fellahverfinu á yndislegu heimili hjá mömmu og pabba og alveg frá fyrsta degi hef ég verið lítill orkubolti sem hef barist við aukakílóin,“ segir Magnús og bætir við að hann hafi alla tíð verið mjög þykkur. „Þegar ég var í grunnskóla, svona níu eða tíu ára, man ég eftir því að ég var sendur fyrst í megrun af skólahjúkrunarfræðingnum mínum og síðan þá hófst tuttugu ára tímabil af megrun og ég hef prófað allt sem hægt er að prófa. Ég æfði alltaf íþróttir og æfði fótbolta með flottasta fótboltafélagi landsins, Leikni. Ég hef alltaf átt mjög óheilbrigt samband við mat.“Mjög manískur Maggi segist alltaf hafa borðað sig til ánægju og einnig þegar hann er sorgmæddur. „Sykur og unnar kjötvörur hafa verið mín stóra ást í lífinu og alltaf borðað alveg ofboðslega mikið. Ég hef oft tekið þá ákvörðun að spyrna fótunum frá bakka og þá tengt stórum viðburðum í lífinu, þegar ég t.d. hætti með fyrrverandi kærustunni minni sem ég hafði verið með í sex ár. Þá var ég mjög óttasleginn að ég myndi aldrei aftur finna mér konu og þyrfti sko að gera eitthvað í mínum málum. Þá var ég orðin alveg 135 kíló. Ég hef þá náð ákveðnum tökum á ofátinu í einhvern tíma og verð þá mjög manískur. Loka þá á öll sætindi og alla óhollustu, vind mér í það að ná mér í gott horf, kílóin hrynja og svo hef ég ákveðið að slaka á.“Magnús var þyngstu 142 kíló.Hann segist alltaf hafa ákveðið að verðlauna sjálfan sig fyrir frábæra frammistöðu og þá rjúki hann upp á vigtinni. „Ég hef verið algjört jójó frá því að ég var tvítugur. Í rauninni hefur mér alltaf liðið rosalega illa og alltaf sett upp sterka grímu og gert grín að sjálfum mér og mínu holdafari og kallað mig Magga feita úr Fellunum í góðlátlegum gríni en það hefur ekki verið neitt annað en vörn, vörn fyrir því að aðrir geri grín að mér. Mér hefur alltaf liðið ömurlega og stressaður fyrir því að fara í verslanir að kaupa mér föt og þegar mér hefur liðið svona illa þá borða ég bara meira.“Stoltur af nafninu Magnús segir að álit annarra hafi alltaf skipt hann miklu máli. Hann hefur alla tíð verið uppnefndur og átt sín gælunöfn. Undanfarin ár hefur hann verið kallaður Maggi Peran. „Ég ber þetta nafn stoltur og ég held að fæstir þekki mig undir öðru nafni heldur en Maggi Peran. Það var ekki tengt mínu holdafari en allir héldu það. Þetta var í raun mjög hallærisleg saga af því að pabbi minn var kallaður Guðmundur Peran af því að hann var að sjóða perustefni á skipum og var að vinna þar sem margir hétu Guðmundur Magnússon og það þurfti að aðgreina menn. Vinir mínir heyrðu það og fannst þetta alveg ofboðslega fyndið og fóru fyrst að kalla mig litla Peran og svo Maggi Peran. Það héldu svo allir að það væri út af því að ég væri eins og pera og það hefur haldist síðan.“Magnús hitti Guðna Th. á EM í Frakklandi.Magnús var þyngstur 142 kíló. „Ég hafði ekki stígið á vigtina í mjög langan tíma og fékk algjört sjokk. Þetta var í janúar og ég settist niður með sjálfum mér og hugsaði ef þetta heldur svona áfram þá mun ég deyja. Stoðkerfið var farið að stríða mér og mér var alltaf illt í bakinu og hnjánum. Ég fer í enn eina megrunina og ákvað að ég ætlaði ekki á danska kúrinn eða á Herbalife og hvað þetta allt saman heitir. Ég ákvað að ég ætlaði að gera þetta á eðlilegan máta, að ég hélt. Þetta var reyndar ekkert eðlilegt og ég svelti mig í rauninni í fimm mánuði. Borðaði afskaplega lítið, enga óhollustu og ekkert brauð. Kílóin hrundu og ég náði mér niður í 116 kíló 11. maí og á fimm mánuðum var ég búinn að léttast um þetta. Ákvað þá að fara í sumarfrí og ætlaði að slaka á yfir sumarið,“ segir Magnús sem steig ekkert á vigtina allt sumarið, þangað til í ágúst. Þá var hann kominn upp í 134 kíló. Magnús hafði heyrt um magabandsaðgerð og fór til læknis til að athuga með slíka aðgerð.Þremur vikum seinna undir hnífinn „Hann mælti frekar með magaermi sem ég hafði aldrei heyrt um. Ég las mig til, bókaði tíma og var kominn undir hnífinn þremur vikum seinna. Þetta var í september í fyrra. Í fyrsta skipti á ævinni áttaði ég mig á því að matur væri ekki allt sem dagurinn snerist um. Ég var vanur því að vera búinn að plana hvað ég myndi fá mér í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og allt í einu var ég bara hættur að hugsa um það. Hægt og rólega losnaði ég við þessa matarmaníu sem ég var í rauninni með. Kílóin hrundu og fyrstu mánuðina þegar ég steig á vigtina voru farin fjögur eða fimm kíló. Mjög hratt þá fer vigtin niður úr 133 kílóum í 102 kíló um áramótin. Ég hafði ekki verið 102 kíló síðan rétt eftir fermingu 1995. Þá fór ég að fá ákveðið hungur að vilja meira og ákvað að byrja hreyfa mig og fékk mér kort í World Class. Byrjaði rólega og var skítstressaður og hvað aðrir myndu hugsa þegar fitubollan kæmi í ræktina. Svo kom í ljós að það var allskonar fólk þarna inni.“Magnús og fallega fjölskyldan.Í dag fer hann ekki bara í ræktina og mikið út að ganga með hundinn og hefur mikinn áhuga á því að hreyfa sig. „Ég er búinn að missa 54 kíló og 64 kíló frá því þegar ég var sem þyngstur. Þetta er bara meðal kvenmaður sem ég er búinn að missa. Mér líður ótrúlega vel og er farinn að geta gert hluti sem ég hafði ekki geta gert í langan tíma. Ég átti erfitt með að leika við börnin mín, erfitt með að hjóla, labba upp stiga og fara í búð. Nú get ég þetta allt og það virkilega létti lundina. En á sama tíma þarf ég að vinna í mér andlega því ég er ennþá að berjast við bullandi minnimáttarkennd.“ Hann hvetur fólk til að forðast allar töfralausnir og það séu ótal margar aðferðir þarna úti sem gætu hjálpað fólki sem er í sömu stöðu og hann. Hér að neðan má sjá viðtalið við Magnús í heild sinni. Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Magnús Sigurjón Guðmundsson var orðinn yfir 140 kíló þegar hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum en biður fólk þó um að forðast töfralausnir. Fjallað var um sögu Magnúsar í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. „Ég er borinn og barnfæddur Breiðhyltingur og ólst upp í Fellahverfinu á yndislegu heimili hjá mömmu og pabba og alveg frá fyrsta degi hef ég verið lítill orkubolti sem hef barist við aukakílóin,“ segir Magnús og bætir við að hann hafi alla tíð verið mjög þykkur. „Þegar ég var í grunnskóla, svona níu eða tíu ára, man ég eftir því að ég var sendur fyrst í megrun af skólahjúkrunarfræðingnum mínum og síðan þá hófst tuttugu ára tímabil af megrun og ég hef prófað allt sem hægt er að prófa. Ég æfði alltaf íþróttir og æfði fótbolta með flottasta fótboltafélagi landsins, Leikni. Ég hef alltaf átt mjög óheilbrigt samband við mat.“Mjög manískur Maggi segist alltaf hafa borðað sig til ánægju og einnig þegar hann er sorgmæddur. „Sykur og unnar kjötvörur hafa verið mín stóra ást í lífinu og alltaf borðað alveg ofboðslega mikið. Ég hef oft tekið þá ákvörðun að spyrna fótunum frá bakka og þá tengt stórum viðburðum í lífinu, þegar ég t.d. hætti með fyrrverandi kærustunni minni sem ég hafði verið með í sex ár. Þá var ég mjög óttasleginn að ég myndi aldrei aftur finna mér konu og þyrfti sko að gera eitthvað í mínum málum. Þá var ég orðin alveg 135 kíló. Ég hef þá náð ákveðnum tökum á ofátinu í einhvern tíma og verð þá mjög manískur. Loka þá á öll sætindi og alla óhollustu, vind mér í það að ná mér í gott horf, kílóin hrynja og svo hef ég ákveðið að slaka á.“Magnús var þyngstu 142 kíló.Hann segist alltaf hafa ákveðið að verðlauna sjálfan sig fyrir frábæra frammistöðu og þá rjúki hann upp á vigtinni. „Ég hef verið algjört jójó frá því að ég var tvítugur. Í rauninni hefur mér alltaf liðið rosalega illa og alltaf sett upp sterka grímu og gert grín að sjálfum mér og mínu holdafari og kallað mig Magga feita úr Fellunum í góðlátlegum gríni en það hefur ekki verið neitt annað en vörn, vörn fyrir því að aðrir geri grín að mér. Mér hefur alltaf liðið ömurlega og stressaður fyrir því að fara í verslanir að kaupa mér föt og þegar mér hefur liðið svona illa þá borða ég bara meira.“Stoltur af nafninu Magnús segir að álit annarra hafi alltaf skipt hann miklu máli. Hann hefur alla tíð verið uppnefndur og átt sín gælunöfn. Undanfarin ár hefur hann verið kallaður Maggi Peran. „Ég ber þetta nafn stoltur og ég held að fæstir þekki mig undir öðru nafni heldur en Maggi Peran. Það var ekki tengt mínu holdafari en allir héldu það. Þetta var í raun mjög hallærisleg saga af því að pabbi minn var kallaður Guðmundur Peran af því að hann var að sjóða perustefni á skipum og var að vinna þar sem margir hétu Guðmundur Magnússon og það þurfti að aðgreina menn. Vinir mínir heyrðu það og fannst þetta alveg ofboðslega fyndið og fóru fyrst að kalla mig litla Peran og svo Maggi Peran. Það héldu svo allir að það væri út af því að ég væri eins og pera og það hefur haldist síðan.“Magnús hitti Guðna Th. á EM í Frakklandi.Magnús var þyngstur 142 kíló. „Ég hafði ekki stígið á vigtina í mjög langan tíma og fékk algjört sjokk. Þetta var í janúar og ég settist niður með sjálfum mér og hugsaði ef þetta heldur svona áfram þá mun ég deyja. Stoðkerfið var farið að stríða mér og mér var alltaf illt í bakinu og hnjánum. Ég fer í enn eina megrunina og ákvað að ég ætlaði ekki á danska kúrinn eða á Herbalife og hvað þetta allt saman heitir. Ég ákvað að ég ætlaði að gera þetta á eðlilegan máta, að ég hélt. Þetta var reyndar ekkert eðlilegt og ég svelti mig í rauninni í fimm mánuði. Borðaði afskaplega lítið, enga óhollustu og ekkert brauð. Kílóin hrundu og ég náði mér niður í 116 kíló 11. maí og á fimm mánuðum var ég búinn að léttast um þetta. Ákvað þá að fara í sumarfrí og ætlaði að slaka á yfir sumarið,“ segir Magnús sem steig ekkert á vigtina allt sumarið, þangað til í ágúst. Þá var hann kominn upp í 134 kíló. Magnús hafði heyrt um magabandsaðgerð og fór til læknis til að athuga með slíka aðgerð.Þremur vikum seinna undir hnífinn „Hann mælti frekar með magaermi sem ég hafði aldrei heyrt um. Ég las mig til, bókaði tíma og var kominn undir hnífinn þremur vikum seinna. Þetta var í september í fyrra. Í fyrsta skipti á ævinni áttaði ég mig á því að matur væri ekki allt sem dagurinn snerist um. Ég var vanur því að vera búinn að plana hvað ég myndi fá mér í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og allt í einu var ég bara hættur að hugsa um það. Hægt og rólega losnaði ég við þessa matarmaníu sem ég var í rauninni með. Kílóin hrundu og fyrstu mánuðina þegar ég steig á vigtina voru farin fjögur eða fimm kíló. Mjög hratt þá fer vigtin niður úr 133 kílóum í 102 kíló um áramótin. Ég hafði ekki verið 102 kíló síðan rétt eftir fermingu 1995. Þá fór ég að fá ákveðið hungur að vilja meira og ákvað að byrja hreyfa mig og fékk mér kort í World Class. Byrjaði rólega og var skítstressaður og hvað aðrir myndu hugsa þegar fitubollan kæmi í ræktina. Svo kom í ljós að það var allskonar fólk þarna inni.“Magnús og fallega fjölskyldan.Í dag fer hann ekki bara í ræktina og mikið út að ganga með hundinn og hefur mikinn áhuga á því að hreyfa sig. „Ég er búinn að missa 54 kíló og 64 kíló frá því þegar ég var sem þyngstur. Þetta er bara meðal kvenmaður sem ég er búinn að missa. Mér líður ótrúlega vel og er farinn að geta gert hluti sem ég hafði ekki geta gert í langan tíma. Ég átti erfitt með að leika við börnin mín, erfitt með að hjóla, labba upp stiga og fara í búð. Nú get ég þetta allt og það virkilega létti lundina. En á sama tíma þarf ég að vinna í mér andlega því ég er ennþá að berjast við bullandi minnimáttarkennd.“ Hann hvetur fólk til að forðast allar töfralausnir og það séu ótal margar aðferðir þarna úti sem gætu hjálpað fólki sem er í sömu stöðu og hann. Hér að neðan má sjá viðtalið við Magnús í heild sinni.
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira