Lífið

Sjúkraflutningamenn hylltir fyrir að gefa dauðvona manni ís

Birgir Olgeirsson skrifar
Ron McCartney með ísinn góða.
Ron McCartney með ísinn góða. Facebooksíða sjúkraflutninga Queensland.

Tveir ástralskir sjúkraflutningamenn hafa fengið mikið lof fyrir góðmennsku í garð dauðvona manns. Greint var frá málinu á Facebook-síðu sjúkraflutninga Queensland en þar kom fram að flytja þurfti hinn 72 ára gamla Ron McCartney undir læknishendur í síðustu viku.

Eiginkona hans, Sharon, hafði greint sjúkraflutningamönnum frá því að Ron hefði lítið sem ekkert borðað síðastliðna daga áður en hann var sóttur. Sjúkraflutningamennirnir spurðu því Ron hvað hann myndi vilja fá að borða, ef hann gæti valið hvað sem er.

Svarið var einfalt; karamellurjómaís.

Sjúkraflutningamennirnir, sem eru þær Kate Hanafy og Hanna Hoswell, komu við á McDonald´s til að kaupa ísinn.

„Hann var allur útataður í ís en var brosið uppmálað og konan hans brast í grát því hún var svo ánægð að sjá hann borða,“ var haft eftir Hanafy á vef Fairfax Media.

Ron andaðist síðastliðinn laugardag en fjölskylda hans þakkaði sjúkraflutningamönnunum fyrir góðverkið. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.