Stafræn innleiðing – er þetta ekki bara UT-mál? Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 12:15 Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning: „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki og stofnanir sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki og stofnanir reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum forsendum. Við þekkjum öll dæmi um þetta og eru þau þekktustu Uber og Airbnb. Hins vegar eru miklu fleiri fyrirtæki sem hafa náð að aðlagast þessum nýja heimi eins og t.d. Amazon sem hefur útvíkkað sitt upprunalega viðskiptamódel frá því að selja bækur yfir í að selja allt á milli himins og jarðar þ.m.t. fjármálaþjónustu. Við eigum líka okkar íslensku dæmi og má þar nefna Nova með Aur appið og Nova TV. Alþjóðavæðingin og breytt viðhorf yngri kynslóða eru einnig mikilvægir þættir stafrænu byltingarinnar. Internetið hefur afmáð öll landamæri þegar kemur að verslun og þjónustu. Samfélagsmiðlar hafa smækkað heiminn enn frekar þar sem viðskiptavinir, hvort sem þeir eru ánægðir eða ekki, geta látið aðra vita á örfáum sekúndum. Breytt viðhorf yngri kynslóða eins og aldamótakynslóðarinnar flækir enn myndina fyrir hefðbundin fyrirtæki og stofnanir þar sem unga fólkið er sífellt leitandi að bestu lausnunum hvort sem það er í starfi eða við kaup á vöru eða þjónustu. Tryggð er eitthvað sem þessi kynslóð metur ekki eins og eldri kynslóðir hafa gert, sem þýðir nýjar áskoranir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Á Strategíudeginum 2018 munu forsvarsmenn fimm fyrirtækja: Landsbankans, Já, VÍS ásamt Nettó og AHA segja frá reynslu sinni af því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína og jafnvel að endurhanna hana frá grunni. Það ætti enginn stjórnandi, hvort sem hann er í einka- eða opinbera geiranum, að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Framtíðin er núna! Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi Strategíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning: „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki og stofnanir sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki og stofnanir reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum forsendum. Við þekkjum öll dæmi um þetta og eru þau þekktustu Uber og Airbnb. Hins vegar eru miklu fleiri fyrirtæki sem hafa náð að aðlagast þessum nýja heimi eins og t.d. Amazon sem hefur útvíkkað sitt upprunalega viðskiptamódel frá því að selja bækur yfir í að selja allt á milli himins og jarðar þ.m.t. fjármálaþjónustu. Við eigum líka okkar íslensku dæmi og má þar nefna Nova með Aur appið og Nova TV. Alþjóðavæðingin og breytt viðhorf yngri kynslóða eru einnig mikilvægir þættir stafrænu byltingarinnar. Internetið hefur afmáð öll landamæri þegar kemur að verslun og þjónustu. Samfélagsmiðlar hafa smækkað heiminn enn frekar þar sem viðskiptavinir, hvort sem þeir eru ánægðir eða ekki, geta látið aðra vita á örfáum sekúndum. Breytt viðhorf yngri kynslóða eins og aldamótakynslóðarinnar flækir enn myndina fyrir hefðbundin fyrirtæki og stofnanir þar sem unga fólkið er sífellt leitandi að bestu lausnunum hvort sem það er í starfi eða við kaup á vöru eða þjónustu. Tryggð er eitthvað sem þessi kynslóð metur ekki eins og eldri kynslóðir hafa gert, sem þýðir nýjar áskoranir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Á Strategíudeginum 2018 munu forsvarsmenn fimm fyrirtækja: Landsbankans, Já, VÍS ásamt Nettó og AHA segja frá reynslu sinni af því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína og jafnvel að endurhanna hana frá grunni. Það ætti enginn stjórnandi, hvort sem hann er í einka- eða opinbera geiranum, að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Framtíðin er núna! Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi Strategíu.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun