Stafræn innleiðing – er þetta ekki bara UT-mál? Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 12:15 Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning: „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki og stofnanir sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki og stofnanir reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum forsendum. Við þekkjum öll dæmi um þetta og eru þau þekktustu Uber og Airbnb. Hins vegar eru miklu fleiri fyrirtæki sem hafa náð að aðlagast þessum nýja heimi eins og t.d. Amazon sem hefur útvíkkað sitt upprunalega viðskiptamódel frá því að selja bækur yfir í að selja allt á milli himins og jarðar þ.m.t. fjármálaþjónustu. Við eigum líka okkar íslensku dæmi og má þar nefna Nova með Aur appið og Nova TV. Alþjóðavæðingin og breytt viðhorf yngri kynslóða eru einnig mikilvægir þættir stafrænu byltingarinnar. Internetið hefur afmáð öll landamæri þegar kemur að verslun og þjónustu. Samfélagsmiðlar hafa smækkað heiminn enn frekar þar sem viðskiptavinir, hvort sem þeir eru ánægðir eða ekki, geta látið aðra vita á örfáum sekúndum. Breytt viðhorf yngri kynslóða eins og aldamótakynslóðarinnar flækir enn myndina fyrir hefðbundin fyrirtæki og stofnanir þar sem unga fólkið er sífellt leitandi að bestu lausnunum hvort sem það er í starfi eða við kaup á vöru eða þjónustu. Tryggð er eitthvað sem þessi kynslóð metur ekki eins og eldri kynslóðir hafa gert, sem þýðir nýjar áskoranir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Á Strategíudeginum 2018 munu forsvarsmenn fimm fyrirtækja: Landsbankans, Já, VÍS ásamt Nettó og AHA segja frá reynslu sinni af því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína og jafnvel að endurhanna hana frá grunni. Það ætti enginn stjórnandi, hvort sem hann er í einka- eða opinbera geiranum, að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Framtíðin er núna! Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi Strategíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning: „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki og stofnanir sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki og stofnanir reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum forsendum. Við þekkjum öll dæmi um þetta og eru þau þekktustu Uber og Airbnb. Hins vegar eru miklu fleiri fyrirtæki sem hafa náð að aðlagast þessum nýja heimi eins og t.d. Amazon sem hefur útvíkkað sitt upprunalega viðskiptamódel frá því að selja bækur yfir í að selja allt á milli himins og jarðar þ.m.t. fjármálaþjónustu. Við eigum líka okkar íslensku dæmi og má þar nefna Nova með Aur appið og Nova TV. Alþjóðavæðingin og breytt viðhorf yngri kynslóða eru einnig mikilvægir þættir stafrænu byltingarinnar. Internetið hefur afmáð öll landamæri þegar kemur að verslun og þjónustu. Samfélagsmiðlar hafa smækkað heiminn enn frekar þar sem viðskiptavinir, hvort sem þeir eru ánægðir eða ekki, geta látið aðra vita á örfáum sekúndum. Breytt viðhorf yngri kynslóða eins og aldamótakynslóðarinnar flækir enn myndina fyrir hefðbundin fyrirtæki og stofnanir þar sem unga fólkið er sífellt leitandi að bestu lausnunum hvort sem það er í starfi eða við kaup á vöru eða þjónustu. Tryggð er eitthvað sem þessi kynslóð metur ekki eins og eldri kynslóðir hafa gert, sem þýðir nýjar áskoranir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Á Strategíudeginum 2018 munu forsvarsmenn fimm fyrirtækja: Landsbankans, Já, VÍS ásamt Nettó og AHA segja frá reynslu sinni af því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína og jafnvel að endurhanna hana frá grunni. Það ætti enginn stjórnandi, hvort sem hann er í einka- eða opinbera geiranum, að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Framtíðin er núna! Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi Strategíu.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun