Stafræn innleiðing – er þetta ekki bara UT-mál? Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 12:15 Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning: „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki og stofnanir sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki og stofnanir reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum forsendum. Við þekkjum öll dæmi um þetta og eru þau þekktustu Uber og Airbnb. Hins vegar eru miklu fleiri fyrirtæki sem hafa náð að aðlagast þessum nýja heimi eins og t.d. Amazon sem hefur útvíkkað sitt upprunalega viðskiptamódel frá því að selja bækur yfir í að selja allt á milli himins og jarðar þ.m.t. fjármálaþjónustu. Við eigum líka okkar íslensku dæmi og má þar nefna Nova með Aur appið og Nova TV. Alþjóðavæðingin og breytt viðhorf yngri kynslóða eru einnig mikilvægir þættir stafrænu byltingarinnar. Internetið hefur afmáð öll landamæri þegar kemur að verslun og þjónustu. Samfélagsmiðlar hafa smækkað heiminn enn frekar þar sem viðskiptavinir, hvort sem þeir eru ánægðir eða ekki, geta látið aðra vita á örfáum sekúndum. Breytt viðhorf yngri kynslóða eins og aldamótakynslóðarinnar flækir enn myndina fyrir hefðbundin fyrirtæki og stofnanir þar sem unga fólkið er sífellt leitandi að bestu lausnunum hvort sem það er í starfi eða við kaup á vöru eða þjónustu. Tryggð er eitthvað sem þessi kynslóð metur ekki eins og eldri kynslóðir hafa gert, sem þýðir nýjar áskoranir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Á Strategíudeginum 2018 munu forsvarsmenn fimm fyrirtækja: Landsbankans, Já, VÍS ásamt Nettó og AHA segja frá reynslu sinni af því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína og jafnvel að endurhanna hana frá grunni. Það ætti enginn stjórnandi, hvort sem hann er í einka- eða opinbera geiranum, að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Framtíðin er núna! Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi Strategíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um stafrænu byltinguna (Fjórðu iðnbyltinguna) vaknar oft eftirfarandi spurning: „Er þetta ekki bara UT-mál?“ Því er auðsvarað. Nei! Stafræna byltingin byggir á nýju viðskiptamódeli þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni. Fyrirtæki og stofnanir sníða þjónustu sína að þörfum viðskiptavinarins í stað þess að ætlast til þess að viðskiptavinurinn aðlagi sig að kerfum og starfsháttum fyrirtækisins eða stofnunarinnar. Á sama tíma og starfandi fyrirtæki og stofnanir reyna að nýta sér stafræna tækni til þess að standast betur væntingar viðskiptavinarins fjölgar stöðugt sprotafyrirtækjum sem nálgast viðskiptavini sína á nýjum forsendum. Við þekkjum öll dæmi um þetta og eru þau þekktustu Uber og Airbnb. Hins vegar eru miklu fleiri fyrirtæki sem hafa náð að aðlagast þessum nýja heimi eins og t.d. Amazon sem hefur útvíkkað sitt upprunalega viðskiptamódel frá því að selja bækur yfir í að selja allt á milli himins og jarðar þ.m.t. fjármálaþjónustu. Við eigum líka okkar íslensku dæmi og má þar nefna Nova með Aur appið og Nova TV. Alþjóðavæðingin og breytt viðhorf yngri kynslóða eru einnig mikilvægir þættir stafrænu byltingarinnar. Internetið hefur afmáð öll landamæri þegar kemur að verslun og þjónustu. Samfélagsmiðlar hafa smækkað heiminn enn frekar þar sem viðskiptavinir, hvort sem þeir eru ánægðir eða ekki, geta látið aðra vita á örfáum sekúndum. Breytt viðhorf yngri kynslóða eins og aldamótakynslóðarinnar flækir enn myndina fyrir hefðbundin fyrirtæki og stofnanir þar sem unga fólkið er sífellt leitandi að bestu lausnunum hvort sem það er í starfi eða við kaup á vöru eða þjónustu. Tryggð er eitthvað sem þessi kynslóð metur ekki eins og eldri kynslóðir hafa gert, sem þýðir nýjar áskoranir í rekstri fyrirtækja og stofnana. Á Strategíudeginum 2018 munu forsvarsmenn fimm fyrirtækja: Landsbankans, Já, VÍS ásamt Nettó og AHA segja frá reynslu sinni af því að nýta stafræna tækni til að bæta þjónustu sína og jafnvel að endurhanna hana frá grunni. Það ætti enginn stjórnandi, hvort sem hann er í einka- eða opinbera geiranum, að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Framtíðin er núna! Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi Strategíu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun