Lífið

Lögregluþjónar björguðu uglu upp úr loftræstistokk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt augnablik.
Fallegt augnablik.
Tveir lögregluþjónar á Suðurnesjum björguðu uglu upp úr loftræstistokk byrgis sem staðsett er á svæðinu.

Aðili sem hafði verið að viðra hundinn sinn við Patterson flugvöll veitti því athygli að það vantaði hatt á stokkinn. Síðan kom í ljós að ugla var föst ofan í.

Sá kallaði til lögreglu sem mætti á vettvang og bjargaði uglunni úr prísundinni. Lögreglumennirnir útbjuggu þar til gerða uglukörfu úr gamalli plastkörfu og tveimur rafmagnsvírum sem fundust við byrgið.

Myndband náðist af atvikinu sem sjá má hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×