Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2018 21:45 Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. Ísland tapaði úrslitaleik gegn Svíum í gær en frammistaða drengjanna vakti mikla athygli. „Ég er gríðarlega stoltur. Strákarnir hafa staðið sig frábærlega þessa tólf daga í Króatíu og stígandinn var mikill,” sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins. „Framkoma innan og utan vallar var einnig til fyrirmyndar,” en var þetta árangur sem kom Heimi á óvart? „Við vorum í gríðarlega erfiðu liði. Við vorum með Slóvenum sem börðust um Ólympíutitilinn í fyrra, Svíum sem unnu Opna Evrópumótið í fyrra og takmarkið var að tryggja okkur á næsta EM.” „Þá hefðum við þurft að vera í topp ellefu. Það var fyrsta markmið og síðan þegar við byrjum á því að vinna Pólland, Slóveníu og Svíþjóð og getum byrjað að hvíla menn þá breyttum við aðeins áherslunum.” „Eftir að við komumst í átta liða úrslitin þá var takmarkið fjögurra liða úrslitin og svo koll af kolli. Þetta kom mér ekki á óvart. Þessir strákar unnu Sparekassen-mótið í Þýskalandi um jólin í fyrra.” Haukur Þrastarson fór á kostum á mótinu. Hann var valinn besti leikmaður mótsins og segist þó hafa enn verið smá súr eftir tapið í gær. „Já aðeins súr eftir tapið en við getum verið ánægðir með árangurinn þó svo að þetta hafi farið illa í gær. Við erum með leikmenn sem eru með reynslu úr Olís-deildinni, frábæran hóp og næstu mót fari mjög vel. Við getum gert góða hluti.” Allt innslagið má sjá hér að ofan. Handbolti Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. Ísland tapaði úrslitaleik gegn Svíum í gær en frammistaða drengjanna vakti mikla athygli. „Ég er gríðarlega stoltur. Strákarnir hafa staðið sig frábærlega þessa tólf daga í Króatíu og stígandinn var mikill,” sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins. „Framkoma innan og utan vallar var einnig til fyrirmyndar,” en var þetta árangur sem kom Heimi á óvart? „Við vorum í gríðarlega erfiðu liði. Við vorum með Slóvenum sem börðust um Ólympíutitilinn í fyrra, Svíum sem unnu Opna Evrópumótið í fyrra og takmarkið var að tryggja okkur á næsta EM.” „Þá hefðum við þurft að vera í topp ellefu. Það var fyrsta markmið og síðan þegar við byrjum á því að vinna Pólland, Slóveníu og Svíþjóð og getum byrjað að hvíla menn þá breyttum við aðeins áherslunum.” „Eftir að við komumst í átta liða úrslitin þá var takmarkið fjögurra liða úrslitin og svo koll af kolli. Þetta kom mér ekki á óvart. Þessir strákar unnu Sparekassen-mótið í Þýskalandi um jólin í fyrra.” Haukur Þrastarson fór á kostum á mótinu. Hann var valinn besti leikmaður mótsins og segist þó hafa enn verið smá súr eftir tapið í gær. „Já aðeins súr eftir tapið en við getum verið ánægðir með árangurinn þó svo að þetta hafi farið illa í gær. Við erum með leikmenn sem eru með reynslu úr Olís-deildinni, frábæran hóp og næstu mót fari mjög vel. Við getum gert góða hluti.” Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Handbolti Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira