Fjölmargir karlmenn féllu í Tinder-gildru á Union Square: „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 00:03 Einn vonbiðlanna segir uppátækið vera til marks um fall siðmenningarinnar. vísir/getty Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira