Fjölmargir karlmenn féllu í Tinder-gildru á Union Square: „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 00:03 Einn vonbiðlanna segir uppátækið vera til marks um fall siðmenningarinnar. vísir/getty Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“