Lífið

Fyrsta stikla úr nýrri seríu Rick and Morty

Bergþór Másson skrifar
Morty og afi hans Rick.
Morty og afi hans Rick. Mashable

Aðstandendur teiknimyndaþáttanna vinsælu, Rick and Morty, birtu á Twitter í gær stiklu úr komandi þáttaröð. Þrjár seríur hafa verið framleiddar og búið er að staðfesta að sú fjórða sé á leiðinni.

Ekki er víst hvenær fjórða serían fer í sýningu en talið er að það muni ekki gerast fyrr en 2019.

Í maí síðastliðnum tilkynnti Justin Roiland, einn af mönnunum á bakvið þættina, að 70 nýir Rick and Morty þættir væru á leiðinni, en sagði þó ekki hvenær fólk mætti eiga von á þeim.

Hér má sjá fimmtán sekúndna stiklu úr fjórðu seríu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.