Ardóttir? Hulda Vigdísardóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:02 „Ég finn þig ekki í kerfinu,“ segir vingjarnleg kona um sextugt og brosir hálfafsakandi til mín. „Hvers dóttir sagðist þú vera?“ Ég endurtek það og í þetta skipti finnur hún skráningu mína, lætur mig fá öll nauðsynleg gögn og hlær vandræðalega þegar hún segist hafa skrifað Hulda Vigdís Aradóttir í fyrra skiptið. „Þú afsakar þetta vonandi,“ segir hún svo. „Heyrnin gefur sig víst með aldrinum.“ Síðan ég var lítil, hef ég hvað eftir annað verið spurð hvers vegna ég sé kennd við móður mína en ekki föður. „Áttu ekki pabba?“ spurðu krakkarnir í grunnskóla en í menntaskóla gerðu flestir samnemenda minna ráð fyrir að ég hefði skipt um eftirnafn því mér þætti einfaldlega sérstakara og „meira töff“ að vera kennd við móður en föður. Jafnvel æskuvinkona mín hélt í mörg ár að pabbi væri ekki lífræðilegur faðir minn þar sem ég kenndi mig ekki við hann og margir í föðurfjölskyldunni þrjóskast enn við að skrifa mig Huldu Steingrímsdóttur, þó ég sjálf tengi ekki við það nafn. Íslensk nafnahefð er um margt sérstök en ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum notast Íslendingar t.d. enn við svokölluð kenninöfn og eins hafa eiginnöfn meira vægi. Ættarnöfn eru ærið fátíð og heyra raunar til undantekninga, enda er óheimilt með lögum að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Nafnakennsl til föður eru algengust en ef marka má tölur Hagstofu Íslands frá byrjun síðasta árs, vísa um 98% kenninafna á Íslandi til föður. Það er því kannski engin furða að fólk spyrji út í eftirnafn mitt en þó fer hlutfall þeirra sem kenna sig við móður sívaxandi. Raunar eru dæmi um slík nafnakennsl aldagömul en til dæmis þekkja líklega flestir Loka Laufeyjarson úr norrænni goðafræði þó færri viti að hann hafi verið sonur Fárbauta jötuns. Enn aðrir kenna sig svo bæði við móður og föður en fyrir því liggja oft jafnréttishugsjónir. Út frá kvenfrelsissjónarmiðum hefur íslensk kenninafnahefð oft vakið athygli þar sem konur hér á landi halda eftirnafni sínu við giftingu og taka ekki upp nafn eiginmannsins, eins og víða tíðkast. Íslenska hefðin ber þó viss einkenni föðurréttarsamfélags og þó engar beinar jafnréttishugsjónir liggi upprunalega bakvið mitt nafn, er ég ánægð að tilheyra þeim minnihlutahóp sem kennir sig við móður. Hver sem ástæðan er, virðist fólk iðulega hafa skoðanir á eftirnafni mínu og það er oft fljótt að draga þær ályktanir að pabbi hafi ekki verið til staðar þegar ég kom í heiminn eða að eitthvað hljóti að hafa komið upp á milli okkar. Við pabbi erum nú samt bestu vinir og ég elska hann alveg jafnmikið þó ég kenni mig ekki við hann. Ég bara er og hef alltaf verið Vigdísardóttir, alveg frá því að ég fæddist. Þegar ég flutti ellefu ára gömul til Spánar með foreldrum mínum, tók ég reyndar upp á því að skrifa mig VigdísarSteingrímsdóttur en gafst þó fljótlega upp á svo löngu og erfiðu eftirnafni. Í kjölfarið varð nafnið Vist til; myndað úr fyrstu tveimur stöfum í eiginnöfnum foreldra minna og nota ég það nafn enn við viss tilefni, enda er það löngu orðið hluti af sjálfsímynd minni. Það skrýtna er samt að ég þarf töluvert sjaldnar að færa rök fyrir nafninu Vist en raunverulegu eftirnafni mínu. Kannski er Vist álitið ættarnafn og þykir e.t.v. fínna á einhvern hátt. Ég er samt stolt af því að vera Vigdísardóttir, enda er mamma mín helsta fyrirmynd, en Vigdísar- eða Steingrímsdóttir; ég er bara Hulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Ég finn þig ekki í kerfinu,“ segir vingjarnleg kona um sextugt og brosir hálfafsakandi til mín. „Hvers dóttir sagðist þú vera?“ Ég endurtek það og í þetta skipti finnur hún skráningu mína, lætur mig fá öll nauðsynleg gögn og hlær vandræðalega þegar hún segist hafa skrifað Hulda Vigdís Aradóttir í fyrra skiptið. „Þú afsakar þetta vonandi,“ segir hún svo. „Heyrnin gefur sig víst með aldrinum.“ Síðan ég var lítil, hef ég hvað eftir annað verið spurð hvers vegna ég sé kennd við móður mína en ekki föður. „Áttu ekki pabba?“ spurðu krakkarnir í grunnskóla en í menntaskóla gerðu flestir samnemenda minna ráð fyrir að ég hefði skipt um eftirnafn því mér þætti einfaldlega sérstakara og „meira töff“ að vera kennd við móður en föður. Jafnvel æskuvinkona mín hélt í mörg ár að pabbi væri ekki lífræðilegur faðir minn þar sem ég kenndi mig ekki við hann og margir í föðurfjölskyldunni þrjóskast enn við að skrifa mig Huldu Steingrímsdóttur, þó ég sjálf tengi ekki við það nafn. Íslensk nafnahefð er um margt sérstök en ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum notast Íslendingar t.d. enn við svokölluð kenninöfn og eins hafa eiginnöfn meira vægi. Ættarnöfn eru ærið fátíð og heyra raunar til undantekninga, enda er óheimilt með lögum að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Nafnakennsl til föður eru algengust en ef marka má tölur Hagstofu Íslands frá byrjun síðasta árs, vísa um 98% kenninafna á Íslandi til föður. Það er því kannski engin furða að fólk spyrji út í eftirnafn mitt en þó fer hlutfall þeirra sem kenna sig við móður sívaxandi. Raunar eru dæmi um slík nafnakennsl aldagömul en til dæmis þekkja líklega flestir Loka Laufeyjarson úr norrænni goðafræði þó færri viti að hann hafi verið sonur Fárbauta jötuns. Enn aðrir kenna sig svo bæði við móður og föður en fyrir því liggja oft jafnréttishugsjónir. Út frá kvenfrelsissjónarmiðum hefur íslensk kenninafnahefð oft vakið athygli þar sem konur hér á landi halda eftirnafni sínu við giftingu og taka ekki upp nafn eiginmannsins, eins og víða tíðkast. Íslenska hefðin ber þó viss einkenni föðurréttarsamfélags og þó engar beinar jafnréttishugsjónir liggi upprunalega bakvið mitt nafn, er ég ánægð að tilheyra þeim minnihlutahóp sem kennir sig við móður. Hver sem ástæðan er, virðist fólk iðulega hafa skoðanir á eftirnafni mínu og það er oft fljótt að draga þær ályktanir að pabbi hafi ekki verið til staðar þegar ég kom í heiminn eða að eitthvað hljóti að hafa komið upp á milli okkar. Við pabbi erum nú samt bestu vinir og ég elska hann alveg jafnmikið þó ég kenni mig ekki við hann. Ég bara er og hef alltaf verið Vigdísardóttir, alveg frá því að ég fæddist. Þegar ég flutti ellefu ára gömul til Spánar með foreldrum mínum, tók ég reyndar upp á því að skrifa mig VigdísarSteingrímsdóttur en gafst þó fljótlega upp á svo löngu og erfiðu eftirnafni. Í kjölfarið varð nafnið Vist til; myndað úr fyrstu tveimur stöfum í eiginnöfnum foreldra minna og nota ég það nafn enn við viss tilefni, enda er það löngu orðið hluti af sjálfsímynd minni. Það skrýtna er samt að ég þarf töluvert sjaldnar að færa rök fyrir nafninu Vist en raunverulegu eftirnafni mínu. Kannski er Vist álitið ættarnafn og þykir e.t.v. fínna á einhvern hátt. Ég er samt stolt af því að vera Vigdísardóttir, enda er mamma mín helsta fyrirmynd, en Vigdísar- eða Steingrímsdóttir; ég er bara Hulda.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun