Ardóttir? Hulda Vigdísardóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:02 „Ég finn þig ekki í kerfinu,“ segir vingjarnleg kona um sextugt og brosir hálfafsakandi til mín. „Hvers dóttir sagðist þú vera?“ Ég endurtek það og í þetta skipti finnur hún skráningu mína, lætur mig fá öll nauðsynleg gögn og hlær vandræðalega þegar hún segist hafa skrifað Hulda Vigdís Aradóttir í fyrra skiptið. „Þú afsakar þetta vonandi,“ segir hún svo. „Heyrnin gefur sig víst með aldrinum.“ Síðan ég var lítil, hef ég hvað eftir annað verið spurð hvers vegna ég sé kennd við móður mína en ekki föður. „Áttu ekki pabba?“ spurðu krakkarnir í grunnskóla en í menntaskóla gerðu flestir samnemenda minna ráð fyrir að ég hefði skipt um eftirnafn því mér þætti einfaldlega sérstakara og „meira töff“ að vera kennd við móður en föður. Jafnvel æskuvinkona mín hélt í mörg ár að pabbi væri ekki lífræðilegur faðir minn þar sem ég kenndi mig ekki við hann og margir í föðurfjölskyldunni þrjóskast enn við að skrifa mig Huldu Steingrímsdóttur, þó ég sjálf tengi ekki við það nafn. Íslensk nafnahefð er um margt sérstök en ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum notast Íslendingar t.d. enn við svokölluð kenninöfn og eins hafa eiginnöfn meira vægi. Ættarnöfn eru ærið fátíð og heyra raunar til undantekninga, enda er óheimilt með lögum að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Nafnakennsl til föður eru algengust en ef marka má tölur Hagstofu Íslands frá byrjun síðasta árs, vísa um 98% kenninafna á Íslandi til föður. Það er því kannski engin furða að fólk spyrji út í eftirnafn mitt en þó fer hlutfall þeirra sem kenna sig við móður sívaxandi. Raunar eru dæmi um slík nafnakennsl aldagömul en til dæmis þekkja líklega flestir Loka Laufeyjarson úr norrænni goðafræði þó færri viti að hann hafi verið sonur Fárbauta jötuns. Enn aðrir kenna sig svo bæði við móður og föður en fyrir því liggja oft jafnréttishugsjónir. Út frá kvenfrelsissjónarmiðum hefur íslensk kenninafnahefð oft vakið athygli þar sem konur hér á landi halda eftirnafni sínu við giftingu og taka ekki upp nafn eiginmannsins, eins og víða tíðkast. Íslenska hefðin ber þó viss einkenni föðurréttarsamfélags og þó engar beinar jafnréttishugsjónir liggi upprunalega bakvið mitt nafn, er ég ánægð að tilheyra þeim minnihlutahóp sem kennir sig við móður. Hver sem ástæðan er, virðist fólk iðulega hafa skoðanir á eftirnafni mínu og það er oft fljótt að draga þær ályktanir að pabbi hafi ekki verið til staðar þegar ég kom í heiminn eða að eitthvað hljóti að hafa komið upp á milli okkar. Við pabbi erum nú samt bestu vinir og ég elska hann alveg jafnmikið þó ég kenni mig ekki við hann. Ég bara er og hef alltaf verið Vigdísardóttir, alveg frá því að ég fæddist. Þegar ég flutti ellefu ára gömul til Spánar með foreldrum mínum, tók ég reyndar upp á því að skrifa mig VigdísarSteingrímsdóttur en gafst þó fljótlega upp á svo löngu og erfiðu eftirnafni. Í kjölfarið varð nafnið Vist til; myndað úr fyrstu tveimur stöfum í eiginnöfnum foreldra minna og nota ég það nafn enn við viss tilefni, enda er það löngu orðið hluti af sjálfsímynd minni. Það skrýtna er samt að ég þarf töluvert sjaldnar að færa rök fyrir nafninu Vist en raunverulegu eftirnafni mínu. Kannski er Vist álitið ættarnafn og þykir e.t.v. fínna á einhvern hátt. Ég er samt stolt af því að vera Vigdísardóttir, enda er mamma mín helsta fyrirmynd, en Vigdísar- eða Steingrímsdóttir; ég er bara Hulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Ég finn þig ekki í kerfinu,“ segir vingjarnleg kona um sextugt og brosir hálfafsakandi til mín. „Hvers dóttir sagðist þú vera?“ Ég endurtek það og í þetta skipti finnur hún skráningu mína, lætur mig fá öll nauðsynleg gögn og hlær vandræðalega þegar hún segist hafa skrifað Hulda Vigdís Aradóttir í fyrra skiptið. „Þú afsakar þetta vonandi,“ segir hún svo. „Heyrnin gefur sig víst með aldrinum.“ Síðan ég var lítil, hef ég hvað eftir annað verið spurð hvers vegna ég sé kennd við móður mína en ekki föður. „Áttu ekki pabba?“ spurðu krakkarnir í grunnskóla en í menntaskóla gerðu flestir samnemenda minna ráð fyrir að ég hefði skipt um eftirnafn því mér þætti einfaldlega sérstakara og „meira töff“ að vera kennd við móður en föður. Jafnvel æskuvinkona mín hélt í mörg ár að pabbi væri ekki lífræðilegur faðir minn þar sem ég kenndi mig ekki við hann og margir í föðurfjölskyldunni þrjóskast enn við að skrifa mig Huldu Steingrímsdóttur, þó ég sjálf tengi ekki við það nafn. Íslensk nafnahefð er um margt sérstök en ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum notast Íslendingar t.d. enn við svokölluð kenninöfn og eins hafa eiginnöfn meira vægi. Ættarnöfn eru ærið fátíð og heyra raunar til undantekninga, enda er óheimilt með lögum að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Nafnakennsl til föður eru algengust en ef marka má tölur Hagstofu Íslands frá byrjun síðasta árs, vísa um 98% kenninafna á Íslandi til föður. Það er því kannski engin furða að fólk spyrji út í eftirnafn mitt en þó fer hlutfall þeirra sem kenna sig við móður sívaxandi. Raunar eru dæmi um slík nafnakennsl aldagömul en til dæmis þekkja líklega flestir Loka Laufeyjarson úr norrænni goðafræði þó færri viti að hann hafi verið sonur Fárbauta jötuns. Enn aðrir kenna sig svo bæði við móður og föður en fyrir því liggja oft jafnréttishugsjónir. Út frá kvenfrelsissjónarmiðum hefur íslensk kenninafnahefð oft vakið athygli þar sem konur hér á landi halda eftirnafni sínu við giftingu og taka ekki upp nafn eiginmannsins, eins og víða tíðkast. Íslenska hefðin ber þó viss einkenni föðurréttarsamfélags og þó engar beinar jafnréttishugsjónir liggi upprunalega bakvið mitt nafn, er ég ánægð að tilheyra þeim minnihlutahóp sem kennir sig við móður. Hver sem ástæðan er, virðist fólk iðulega hafa skoðanir á eftirnafni mínu og það er oft fljótt að draga þær ályktanir að pabbi hafi ekki verið til staðar þegar ég kom í heiminn eða að eitthvað hljóti að hafa komið upp á milli okkar. Við pabbi erum nú samt bestu vinir og ég elska hann alveg jafnmikið þó ég kenni mig ekki við hann. Ég bara er og hef alltaf verið Vigdísardóttir, alveg frá því að ég fæddist. Þegar ég flutti ellefu ára gömul til Spánar með foreldrum mínum, tók ég reyndar upp á því að skrifa mig VigdísarSteingrímsdóttur en gafst þó fljótlega upp á svo löngu og erfiðu eftirnafni. Í kjölfarið varð nafnið Vist til; myndað úr fyrstu tveimur stöfum í eiginnöfnum foreldra minna og nota ég það nafn enn við viss tilefni, enda er það löngu orðið hluti af sjálfsímynd minni. Það skrýtna er samt að ég þarf töluvert sjaldnar að færa rök fyrir nafninu Vist en raunverulegu eftirnafni mínu. Kannski er Vist álitið ættarnafn og þykir e.t.v. fínna á einhvern hátt. Ég er samt stolt af því að vera Vigdísardóttir, enda er mamma mín helsta fyrirmynd, en Vigdísar- eða Steingrímsdóttir; ég er bara Hulda.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun