Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Hér sést bíll Alonso fljúga yfir bíl Leclerc í Belgíu í gær. Vísir/Getty Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar. Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs. Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc. „Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“ Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur. Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Tengdar fréttir Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar. Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs. Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc. „Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“ Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur. Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Tengdar fréttir Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47