Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Hér sést bíll Alonso fljúga yfir bíl Leclerc í Belgíu í gær. Vísir/Getty Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar. Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs. Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc. „Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“ Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur. Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Tengdar fréttir Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar. Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs. Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc. „Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“ Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur. Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Tengdar fréttir Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47