Lífið

Steindi útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Við verðlaunaafhendinguna um helgina.
Við verðlaunaafhendinguna um helgina. Mynd/Mosfellsbær
Grínistinn og leikarinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2018. Tilkynnt var um útnefninguna á bæjarhátíðinni Í túninu heima um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ.

Steindi er alinn upp og búsettur í Mosfellsbæ og hefur jafnframt verið áberandi á sviði lista síðustu ár.

„Hann er skapandi listamaður og hefur náð árangri á fleiri en einu sviði lista. Hann hefur gert sjónvarpsþætti, leikið og skrifað handrit og sannað sig bæði í leiklist og tónlist. Steinþór hefur gert garðinn frægan í gamanhlutverkum og í seinni tíð einnig verkum í alvarlegri kantinum en hann vann Edduna 2018 sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Undir trénu. Hann er skapandi og frjór í sinni listsköpun og höfðar til breiðs hóps,“ segir í tilkynningu.

Þá hafi hann verið tengdur Mosfellsbæ með áberandi hætti í list sinni.

„Í því tilliti hefur hann lagt sig fram um að vekja athygli á uppruna sínum í Mosfellsbæ og tekið þátt í mörgum verkefnum innan bæjarins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.