Tíu ára langaði Fríðu að deyja vegna eineltis Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 10:00 Hólmfríður starfar í dag sem forritari hjá Valitor. Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir var alin upp í Mosfellsbær. Þar gekk hún í skóla en minningarnar eru þó síður en svo góðar. Fríða, eins og hún er alltaf kölluð, var lögð í einelti frá fyrsta og upp í níunda bekk. Þrjár stelpur tóku hana fyrir á hverjum einasta degi. „Þetta byrjaði fyrst með þessu týpíska. Að skilja útundan og uppnefna. Bara krakkar að vera vondir í rauninni. Þegar þær urðu eldri fór þetta að verða þróaðra, skildu útundan, stóðu upp frá borðinu þegar ég settist þar og meira lúmskara eins og stelpur geta verið,“ segir Hólmfríður en fjallar var um mál hennar í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kjölfarið fylgdu einnig svívirðingar. „Að ég væri ógeðsleg, ljót, svín og allskonar uppnefni,“ segir hún en skást var að vera inn í kennslustofunni að læra og verst var að vera í frímínútum þar sem líkamlegt ofbeldi átti sér stað.Þorðu ekki að vera úti í kuldanum „Ég var eitthvað hangandi í leiktækjunum og þær komu og girtu niður um mig. Þær voru með ákveðna taktík og lætu kannski manneskju fara út í kuldann og sýndi hvernig það væri að vera ekki á þeirra hlið og tóku hana svo aftur inn í hópinn. Í raun til að sýna hvernig það væri að vera ekki á þeirra hlið. Þetta var í grunnskóla og því greinilega klárar stelpur.“Gömul bekkjamynd af Hólmfríði.Fríða segir að flestar hafi verið tilbúnar að vera ekki úti í kuldanum og voru því tilbúnar að taka þátt til að verða ekki undir. Þegar hún var aðeins tíu ára vildi hún ekki lifa lengur, átti enga vini og vildi bara vera heima. „Maður náði að fá útrás með því að lemja hendinni í eitthvað mjög oft. Ég var einhvertímann mjög bólginn á hendinni. Ég var með náttborð sem var með svona hún og ég kýldi hendinni það oft í að ég varð alveg grænbólgin. Það minnkaði aðeins löngunina en svo kom hún bara aftur. Ég skar mig nokkrum sinnum til þess að reyna minnka andlega sársaukann. Svo fór ég úti í það að ég fékk mér tattoo í staðinn, það var mín leið til að tjá mig og losa um sársaukann. Ég hef líka reynt að fremja sjálfsmorð en það tókst sem betur fer ekki og ég svaf bara í rosalega langan tíma.“Fjölskyldan bjargaði Fríðu Hún segir að þegar normið verði að líða illa verði sjálfstraustið ekkert. Henni fannst hún ekki eiga skilið að eiga vini, líða vel eða hafa gaman. Grunnskólinn uppi í Mosó var hreint helvíti segir hún, en hún segir einnig að fjölskyldan hafi þó bjargað sér. „Við erum fimm systkinin og ég er heppin með það og á rosalega góða fjölskyldu. Ég fór bara heim og var þar og lærði ógeðslega mikið. Laugardagskvöldin fóru í lærdóm,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi reynt allt til að bjarga málum, stíga inn í en lítið hafi þó breyst.Hólmfríði gekk alltaf vel í skóla.„Þetta er mjög oft uppeldið. Þú verður ekkert svona að ástæðulausu og þarft að geta komist upp með þetta á heimilinu þínu og komst að því nokkrum árum seinna að foreldrar þeirra voru að baktala mig við hin börnin, allavega mamma þeirra. Mér var sagt það af einum af stelpunum í þessum hóp. Það eru nokkrar þeirra búnar að koma og segja fyrirgefðu.“ Fríða gekk út úr skólanum í níunda bekk og fór í annan til að klára tíunda bekk. Þaðan lá leiðin í menntaskóla en þar byrjuðu hlutirnir að breytast. „Ég kynnist vinkonum mínum sem eru einmitt mjög góða vinkonur mínar í dag og ég elska þær. Þær kenndu mér í rauninni að eiga vini. Ég kem þarna inn í menntaskóla og kunni ekki að eiga neinn að og var alltaf ein. Það var normið og ef ég þurfti að fara út til að kaupa mér föt þá fór ég ein í Kringluna. Svo hringdi ein vinkona í mig og spurði hvað ég væri að gera og ég sagðist vera fara að kaupa buxur. Hún spurði hvort ég væri að fara ein og ég svaraði því játandi. Hún sagði bara nei, ég er að fara koma með þér. Ég man þetta alltaf, því þarna byrjaði ég að kunna að eiga vini. Hún eiginlega bjargaði mér.“ Eftir FB fór Hólmfríður í tölvunarfræði. „Ég fann mig ótrúlega þar og fann svona minn hóp. Ég þekki ótrúlega mikið af góðu fólki og passa loksins inn. Ég ákvað á fyrsta ári í háskóla að vera manneskjan sem ég vildi vera. Ég ákvað þá að vera með sjálfstraust og það væri enginn sem vildi ekki vera með mér og það rættist svona vel úr því,“ segir Fríða sem starfar í dag sem forritari hjá Valitor. Hér að neðan má sjá viðtalið við Hólmfríði. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir var alin upp í Mosfellsbær. Þar gekk hún í skóla en minningarnar eru þó síður en svo góðar. Fríða, eins og hún er alltaf kölluð, var lögð í einelti frá fyrsta og upp í níunda bekk. Þrjár stelpur tóku hana fyrir á hverjum einasta degi. „Þetta byrjaði fyrst með þessu týpíska. Að skilja útundan og uppnefna. Bara krakkar að vera vondir í rauninni. Þegar þær urðu eldri fór þetta að verða þróaðra, skildu útundan, stóðu upp frá borðinu þegar ég settist þar og meira lúmskara eins og stelpur geta verið,“ segir Hólmfríður en fjallar var um mál hennar í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kjölfarið fylgdu einnig svívirðingar. „Að ég væri ógeðsleg, ljót, svín og allskonar uppnefni,“ segir hún en skást var að vera inn í kennslustofunni að læra og verst var að vera í frímínútum þar sem líkamlegt ofbeldi átti sér stað.Þorðu ekki að vera úti í kuldanum „Ég var eitthvað hangandi í leiktækjunum og þær komu og girtu niður um mig. Þær voru með ákveðna taktík og lætu kannski manneskju fara út í kuldann og sýndi hvernig það væri að vera ekki á þeirra hlið og tóku hana svo aftur inn í hópinn. Í raun til að sýna hvernig það væri að vera ekki á þeirra hlið. Þetta var í grunnskóla og því greinilega klárar stelpur.“Gömul bekkjamynd af Hólmfríði.Fríða segir að flestar hafi verið tilbúnar að vera ekki úti í kuldanum og voru því tilbúnar að taka þátt til að verða ekki undir. Þegar hún var aðeins tíu ára vildi hún ekki lifa lengur, átti enga vini og vildi bara vera heima. „Maður náði að fá útrás með því að lemja hendinni í eitthvað mjög oft. Ég var einhvertímann mjög bólginn á hendinni. Ég var með náttborð sem var með svona hún og ég kýldi hendinni það oft í að ég varð alveg grænbólgin. Það minnkaði aðeins löngunina en svo kom hún bara aftur. Ég skar mig nokkrum sinnum til þess að reyna minnka andlega sársaukann. Svo fór ég úti í það að ég fékk mér tattoo í staðinn, það var mín leið til að tjá mig og losa um sársaukann. Ég hef líka reynt að fremja sjálfsmorð en það tókst sem betur fer ekki og ég svaf bara í rosalega langan tíma.“Fjölskyldan bjargaði Fríðu Hún segir að þegar normið verði að líða illa verði sjálfstraustið ekkert. Henni fannst hún ekki eiga skilið að eiga vini, líða vel eða hafa gaman. Grunnskólinn uppi í Mosó var hreint helvíti segir hún, en hún segir einnig að fjölskyldan hafi þó bjargað sér. „Við erum fimm systkinin og ég er heppin með það og á rosalega góða fjölskyldu. Ég fór bara heim og var þar og lærði ógeðslega mikið. Laugardagskvöldin fóru í lærdóm,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi reynt allt til að bjarga málum, stíga inn í en lítið hafi þó breyst.Hólmfríði gekk alltaf vel í skóla.„Þetta er mjög oft uppeldið. Þú verður ekkert svona að ástæðulausu og þarft að geta komist upp með þetta á heimilinu þínu og komst að því nokkrum árum seinna að foreldrar þeirra voru að baktala mig við hin börnin, allavega mamma þeirra. Mér var sagt það af einum af stelpunum í þessum hóp. Það eru nokkrar þeirra búnar að koma og segja fyrirgefðu.“ Fríða gekk út úr skólanum í níunda bekk og fór í annan til að klára tíunda bekk. Þaðan lá leiðin í menntaskóla en þar byrjuðu hlutirnir að breytast. „Ég kynnist vinkonum mínum sem eru einmitt mjög góða vinkonur mínar í dag og ég elska þær. Þær kenndu mér í rauninni að eiga vini. Ég kem þarna inn í menntaskóla og kunni ekki að eiga neinn að og var alltaf ein. Það var normið og ef ég þurfti að fara út til að kaupa mér föt þá fór ég ein í Kringluna. Svo hringdi ein vinkona í mig og spurði hvað ég væri að gera og ég sagðist vera fara að kaupa buxur. Hún spurði hvort ég væri að fara ein og ég svaraði því játandi. Hún sagði bara nei, ég er að fara koma með þér. Ég man þetta alltaf, því þarna byrjaði ég að kunna að eiga vini. Hún eiginlega bjargaði mér.“ Eftir FB fór Hólmfríður í tölvunarfræði. „Ég fann mig ótrúlega þar og fann svona minn hóp. Ég þekki ótrúlega mikið af góðu fólki og passa loksins inn. Ég ákvað á fyrsta ári í háskóla að vera manneskjan sem ég vildi vera. Ég ákvað þá að vera með sjálfstraust og það væri enginn sem vildi ekki vera með mér og það rættist svona vel úr því,“ segir Fríða sem starfar í dag sem forritari hjá Valitor. Hér að neðan má sjá viðtalið við Hólmfríði.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira