„Ísland gæti verið hættulegasti staðurinn í Evrópu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 13:30 Mörg þúsund ferðamenn skoða gullfoss í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Ísland gæti verið hættulegasti staðurinn í Evrópu.“ Svona hefst umfjöllun Seattle Times um Ísland en þar er einfaldlega farið yfir tíu atriði sem gætu drepið mann hér á landi. Ferðamenn flykkjast til landsins og fara þeir ekkert alltaf nægilega varlega við erfiðar aðstæður. Líklega vegna þess að þeir þekkja ekki umræddar aðstæður. Hér að neðan má sjá þessi tíu atriði sem fólk ætti að varast hér á landi.1. Vindurinn: Hvassviðri getur einkennt veðrið hér á landi. Erfitt getur verið að ganga um í miklum vind og hvað þá að keyra um landið. Þetta getur verið hættulegt. Höfundur greinarinnar talar um 20 dollara aukagjald á bílaleigubílinn vegna möguleika á skemmdum tengdum vindi og sandstormi.2. Hálka: Mikil hálka getur verið víðsvegar um landið og reynist oft erfitt fyrir ferðamenn að ganga um. Gönguleiðir úti á landi geta hreinlega verið hættulegar vegna hálku.3. Að týnast: Það getur verið auðvelt að týnast úti á landi á Íslandi. Ef ferðamenn lenda í því að bílaleigubíllinn bili og því er sniðugt að ferðast ávallt með aukasett af fatnaði og mjög hlý föt. Til öryggis er gott að vera með útprentað kort, í stað þess að treysta alfarið á farsímann eða gps-tækið.4. Öldugangur: Greinahöfundur talar aðallega um strendur á Suðurlandinu þar sem öldugangurinn getur verið hættulegur. Öldurnar gefa ekki boð á undan sér og geta tekið fólk með sér út á sjá á einu augabragði.5. Slæmar öryggisráðstafanir: Á Íslandi er lítið um skilti sem gefa til kynna hættu. Ekki er mikið um kaðla til að halda sér í þegar fólk gengur á hættulegum göngustígum. Greinahöfundur ítrekar við sína lesendur að fara mjög varlega við þær aðstæður á Íslandi.6. Sjóðandi heitt vatn: Vatn á Íslandi getur verið sjóðandi heitt og virðast ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því þegar ferðast er í kringum landið. Höfundur greinarinnar talar sérstaklega um fáar merkingar í tengslum við þetta vandamál. Sennilega eru merkingar góðar í kringum Geysi en svo virðist vera að svo sé ekki alls staðar og það getur skapað mikla hættu.7. Snjóflóðahætta: Greinahöfundur talar um að Íslendingar hafi horft alvarlegum augum á snjóflóðahættu frá árinu 1995 þegar snjóflóðið í Súðavík og Flateyri féllu. Mikil hætta skapast aftur á móti í kringum snjóflóð og þá sérstaklega á Vestfjörðum.8. Eldgos: Í greininni kemur fram að eldgos eigi sér stað á þriggja til fjögurra ára fresti hér á landi og þá með tilheyrandi hættu. Hvort sem það séu eldheitt hraun, aska eða eiturgufur, þá sé það allt mjög hættulegt. 9. Vetrarakstur: „Ég mæli með að ferðamenn forðist það eins og heitan eldinn að aka sjálfir um landið um vetur,“ skrifar greinahöfundur. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið getur verið mjög hættulegt að aka um landið um vetur. 10. Fallegt útsýni getur tekið frá þér athyglina: Þegar ferðamenn skoða landið akandi um á bifreið getur fallegt útsýni í raun verið hættulegt þar sem fólk virðist taka augun af veginum og getur það reynst mjög hættulegt. Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
„Ísland gæti verið hættulegasti staðurinn í Evrópu.“ Svona hefst umfjöllun Seattle Times um Ísland en þar er einfaldlega farið yfir tíu atriði sem gætu drepið mann hér á landi. Ferðamenn flykkjast til landsins og fara þeir ekkert alltaf nægilega varlega við erfiðar aðstæður. Líklega vegna þess að þeir þekkja ekki umræddar aðstæður. Hér að neðan má sjá þessi tíu atriði sem fólk ætti að varast hér á landi.1. Vindurinn: Hvassviðri getur einkennt veðrið hér á landi. Erfitt getur verið að ganga um í miklum vind og hvað þá að keyra um landið. Þetta getur verið hættulegt. Höfundur greinarinnar talar um 20 dollara aukagjald á bílaleigubílinn vegna möguleika á skemmdum tengdum vindi og sandstormi.2. Hálka: Mikil hálka getur verið víðsvegar um landið og reynist oft erfitt fyrir ferðamenn að ganga um. Gönguleiðir úti á landi geta hreinlega verið hættulegar vegna hálku.3. Að týnast: Það getur verið auðvelt að týnast úti á landi á Íslandi. Ef ferðamenn lenda í því að bílaleigubíllinn bili og því er sniðugt að ferðast ávallt með aukasett af fatnaði og mjög hlý föt. Til öryggis er gott að vera með útprentað kort, í stað þess að treysta alfarið á farsímann eða gps-tækið.4. Öldugangur: Greinahöfundur talar aðallega um strendur á Suðurlandinu þar sem öldugangurinn getur verið hættulegur. Öldurnar gefa ekki boð á undan sér og geta tekið fólk með sér út á sjá á einu augabragði.5. Slæmar öryggisráðstafanir: Á Íslandi er lítið um skilti sem gefa til kynna hættu. Ekki er mikið um kaðla til að halda sér í þegar fólk gengur á hættulegum göngustígum. Greinahöfundur ítrekar við sína lesendur að fara mjög varlega við þær aðstæður á Íslandi.6. Sjóðandi heitt vatn: Vatn á Íslandi getur verið sjóðandi heitt og virðast ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því þegar ferðast er í kringum landið. Höfundur greinarinnar talar sérstaklega um fáar merkingar í tengslum við þetta vandamál. Sennilega eru merkingar góðar í kringum Geysi en svo virðist vera að svo sé ekki alls staðar og það getur skapað mikla hættu.7. Snjóflóðahætta: Greinahöfundur talar um að Íslendingar hafi horft alvarlegum augum á snjóflóðahættu frá árinu 1995 þegar snjóflóðið í Súðavík og Flateyri féllu. Mikil hætta skapast aftur á móti í kringum snjóflóð og þá sérstaklega á Vestfjörðum.8. Eldgos: Í greininni kemur fram að eldgos eigi sér stað á þriggja til fjögurra ára fresti hér á landi og þá með tilheyrandi hættu. Hvort sem það séu eldheitt hraun, aska eða eiturgufur, þá sé það allt mjög hættulegt. 9. Vetrarakstur: „Ég mæli með að ferðamenn forðist það eins og heitan eldinn að aka sjálfir um landið um vetur,“ skrifar greinahöfundur. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið getur verið mjög hættulegt að aka um landið um vetur. 10. Fallegt útsýni getur tekið frá þér athyglina: Þegar ferðamenn skoða landið akandi um á bifreið getur fallegt útsýni í raun verið hættulegt þar sem fólk virðist taka augun af veginum og getur það reynst mjög hættulegt.
Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira