Matur

Súper morgunverðarskál með acai berjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi keyrir mann í gang á morgnana og tekur enga stund að búa til.
Þessi keyrir mann í gang á morgnana og tekur enga stund að búa til.

Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti.

Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn.

Súper morgunverðarskál með acai berjum

  • 1 dl Acai ber
  • 1 dl frosin blönduð ber
  • Hálfur banani
  • 2 dl möndlumjólk
  • 1 dl grískt jógúrt
  • Fersk ber
  • Múslí
  • Döðlusíróp

Aðferð:
Setjið öll hráefnin í blandarann og maukið þar til blandan er orðin silkimjúk.
Hellið blöndunni í skál og skreytið með ávöxtum, sáldrið smávegis af döðlusírópi yfir og berið strax fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.