Kári ætlar 10 kílómetra á rétt undir 40 mínútum með soninn í kerru í Vestmannaeyjahlaupinu Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2018 17:07 Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í maraþoni. Vísir/Hanna „Þetta verður með afslappaðra móti í ár,“ segir Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í maraþoni, sem ætlar að hlaupa með eins árs gamlan son sinn í barnavagni í Vestmannaeyjahlaupinu á laugardag. Kári Steinn stefnir á að vera rétt undir 40 mínútum með tíu kílómetra í hlaupinu. Vestamanneyjahlaupið hefur verið haldið árlega frá árinu 2011. Kári Steinn hefur tekið þátt í öll skiptin og þá alltaf í hálfmaraþoni.Kári Steinn ásamt syni sínum Arnaldi.Facebook„Maður hefur alltaf tekið þátt í þessu og hlaupið á fullu gasi með keppni í huga en ég er búinn að vera aðeins rólegri á æfingum í sumar. Þannig að það er fínt að hlaupa með guttann. Hann er orðinn mjög vanur því að sitja í kerru á hlaupum. Maður er búinn að venja hann vel við og honum finnst fátt skemmtilegra. Maður sleppur við barnapössun og þetta er líka ágætis afsökun þannig séð. Ég er ekki alveg upp á mitt besta því ég dró aðeins úr æfingum í sumar. Það er fínt líka að geta dregið aðeins úr væntingum og haft gaman,“ segir Kári. Hann segir tímann fara að sjálfsögðu eftir veðri og vindum og tekur fram að Vestmannaeyjahlaupið sé svolítið brekkuhlaup. „Ég hugsa að ég muni hlaupa þetta rétt undir fjörutíu mínútum. Það væri fínt. Þá yrði engin ógurleg ferð á mér en samt færi ég þetta rösklega.“ Kári segist hafa kynnst þeim sem skipuleggja hlaupið og alveg fallið fyrir þessari keppni. „Ég hef mætt á hverju ári síðan mér var boðið þarna í fyrsta skipti og finnst þetta ómissandi liður í sumrinu, að komast til Vestmannaeyja og gera góða helgarferð úr þessu. Þetta er mjög skemmtileg hlaupaleið þó hún sé krefjandi og ekki til þess fallin að ná einhverjum hörku tímum. Það skiptir heldur ekki öllu máli heldur að njóta þess að hlaupa í fallegu umhverfi.“ Hann segir hækkunina í hlaupinu vera þokkalega miðað við götuhlaup en ekkert í líkingu við þau fjallahlaup sem hann hefur tekið þátt í. Til viðmiðunar segir Kári að þeir sem hafa náð að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á klukkutíma geti hæglega búist við því að vera tveimur til þremur mínútum lengur með tíu kílómetra í Vestmannaeyjahlaupinu. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
„Þetta verður með afslappaðra móti í ár,“ segir Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í maraþoni, sem ætlar að hlaupa með eins árs gamlan son sinn í barnavagni í Vestmannaeyjahlaupinu á laugardag. Kári Steinn stefnir á að vera rétt undir 40 mínútum með tíu kílómetra í hlaupinu. Vestamanneyjahlaupið hefur verið haldið árlega frá árinu 2011. Kári Steinn hefur tekið þátt í öll skiptin og þá alltaf í hálfmaraþoni.Kári Steinn ásamt syni sínum Arnaldi.Facebook„Maður hefur alltaf tekið þátt í þessu og hlaupið á fullu gasi með keppni í huga en ég er búinn að vera aðeins rólegri á æfingum í sumar. Þannig að það er fínt að hlaupa með guttann. Hann er orðinn mjög vanur því að sitja í kerru á hlaupum. Maður er búinn að venja hann vel við og honum finnst fátt skemmtilegra. Maður sleppur við barnapössun og þetta er líka ágætis afsökun þannig séð. Ég er ekki alveg upp á mitt besta því ég dró aðeins úr æfingum í sumar. Það er fínt líka að geta dregið aðeins úr væntingum og haft gaman,“ segir Kári. Hann segir tímann fara að sjálfsögðu eftir veðri og vindum og tekur fram að Vestmannaeyjahlaupið sé svolítið brekkuhlaup. „Ég hugsa að ég muni hlaupa þetta rétt undir fjörutíu mínútum. Það væri fínt. Þá yrði engin ógurleg ferð á mér en samt færi ég þetta rösklega.“ Kári segist hafa kynnst þeim sem skipuleggja hlaupið og alveg fallið fyrir þessari keppni. „Ég hef mætt á hverju ári síðan mér var boðið þarna í fyrsta skipti og finnst þetta ómissandi liður í sumrinu, að komast til Vestmannaeyja og gera góða helgarferð úr þessu. Þetta er mjög skemmtileg hlaupaleið þó hún sé krefjandi og ekki til þess fallin að ná einhverjum hörku tímum. Það skiptir heldur ekki öllu máli heldur að njóta þess að hlaupa í fallegu umhverfi.“ Hann segir hækkunina í hlaupinu vera þokkalega miðað við götuhlaup en ekkert í líkingu við þau fjallahlaup sem hann hefur tekið þátt í. Til viðmiðunar segir Kári að þeir sem hafa náð að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á klukkutíma geti hæglega búist við því að vera tveimur til þremur mínútum lengur með tíu kílómetra í Vestmannaeyjahlaupinu.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira