Sá borgi sem brýtur – óráð í nýjum umferðarlögum Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. ágúst 2018 16:19 Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Sjá meira
Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun