Betra hinsegin líf - vilji er allt sem þarf Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 16. ágúst 2018 08:00 40 ára afmæli Samtakanna 78 er fagnað í ár. Samtökin - og allir þeir einstaklingar sem þar hafa lagt hönd á plóginn - hafa unnið þrotlausa vinnu í þágu hinsegin fólks, til betri lífsgæða til framtíðar. Umhverfið var Samtökunum 78 oft andstætt í því starfi, en þau héldu ótrauð áfram. Af virðingu við baráttufólkið, framvarðasveitina en ekki síður af virðingu við hugsjónina sjálfa þá er tækifæri núna til þess að styðja enn betur við hinsegin fólk og fleyta baráttunni gegn fordómum enn lengra fram á við. Þrátt fyrir víðtækan stuðning samfélagsins, sem lýsir sér m.a. í áunnum lagalegum réttindum, þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga og almennri viðurkenningu í garð hinsegin fólks, krefst það enn hugrekkis og kjarks fyrir hvern þann sem kýs að gera umheiminum grein fyrir hinseginleika sínum. Og það gera ekki allir, því miður.Styrkjum sjálfsmynd Við þekkjum mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar barna og ungmenna og vitum að allir sem koma að mótunarárum þeirra skipta lykilmáli. Því er eins farið með hinsegin fólk, sem þar að auki mótar oft sjálfsmynd sína að hluta upp á nýtt út frá skilgreiningunni sem það samþykkir fyrir sjálft sig og um leið velur að gera umhverfinu í kringum sig grein fyrir. Til þess þarf styrk og sterkan grunn. Sterk sjálfsmynd er mikilvægt veganesti út í lífið, hver sem við erum og hvernig sem við kjósum að skilgreina okkur, en við þurfum að hlúa sérstaklega að og styrkja sjálfsmynd hinsegin fólks á öllum aldri. Í allri mannréttindabaráttu skiptir fræðsla gríðarlega miklu máli fyrir öll framfaraskref. Skilningur og viðurkenning okkar á tilverurétti annarra er lykill að farsælu samfélagi allra. Leik- og grunnskólar eru lykillinn að upplýstri kynslóð og bættum lífsgæðum hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, hvort heldur sem það eru börn hinsegin fólks, foreldrar eða aðrir aðstandendur. Þar eru sveitarfélögin í bestu aðstöðu til að láta gott af sér leiða í fræðslu og upplýstri umræðu.Vilji er einfaldlega allt sem þarf Fyrir hönd okkar í Garðabæjarlistanum legg ég fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar sem fram fer í dag. Tillögu sem felur það í sér að taka ábyrgð með því að gera þjónustusamning við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á tvenns konar inntak samnings. Annars vegar markvissa hinsegin fræðslu til ungmenna á grunnskólastigi og hins vegar almenna fræðslu fyrir starfsfólk Garðabæjar þar sem starfsfólki leik- og grunnskóla er veitt sérstök fræðsla en einnig þar sem boðið verður upp á hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk. Ég hvet um leið sveitarstjórnir um allt land að taka málin í sínar hendur og taka þannig virkan þátt í að byggja upp samfélag fyrir alla. Líka fyrir hinsegin fólk. Uppræting fordóma er einmitt eina leiðin til þess að hinsegin fólk njóti öryggis í samfélaginu.Höfundur er Sara Dögg SvanhildardóttirOddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
40 ára afmæli Samtakanna 78 er fagnað í ár. Samtökin - og allir þeir einstaklingar sem þar hafa lagt hönd á plóginn - hafa unnið þrotlausa vinnu í þágu hinsegin fólks, til betri lífsgæða til framtíðar. Umhverfið var Samtökunum 78 oft andstætt í því starfi, en þau héldu ótrauð áfram. Af virðingu við baráttufólkið, framvarðasveitina en ekki síður af virðingu við hugsjónina sjálfa þá er tækifæri núna til þess að styðja enn betur við hinsegin fólk og fleyta baráttunni gegn fordómum enn lengra fram á við. Þrátt fyrir víðtækan stuðning samfélagsins, sem lýsir sér m.a. í áunnum lagalegum réttindum, þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga og almennri viðurkenningu í garð hinsegin fólks, krefst það enn hugrekkis og kjarks fyrir hvern þann sem kýs að gera umheiminum grein fyrir hinseginleika sínum. Og það gera ekki allir, því miður.Styrkjum sjálfsmynd Við þekkjum mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar barna og ungmenna og vitum að allir sem koma að mótunarárum þeirra skipta lykilmáli. Því er eins farið með hinsegin fólk, sem þar að auki mótar oft sjálfsmynd sína að hluta upp á nýtt út frá skilgreiningunni sem það samþykkir fyrir sjálft sig og um leið velur að gera umhverfinu í kringum sig grein fyrir. Til þess þarf styrk og sterkan grunn. Sterk sjálfsmynd er mikilvægt veganesti út í lífið, hver sem við erum og hvernig sem við kjósum að skilgreina okkur, en við þurfum að hlúa sérstaklega að og styrkja sjálfsmynd hinsegin fólks á öllum aldri. Í allri mannréttindabaráttu skiptir fræðsla gríðarlega miklu máli fyrir öll framfaraskref. Skilningur og viðurkenning okkar á tilverurétti annarra er lykill að farsælu samfélagi allra. Leik- og grunnskólar eru lykillinn að upplýstri kynslóð og bættum lífsgæðum hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, hvort heldur sem það eru börn hinsegin fólks, foreldrar eða aðrir aðstandendur. Þar eru sveitarfélögin í bestu aðstöðu til að láta gott af sér leiða í fræðslu og upplýstri umræðu.Vilji er einfaldlega allt sem þarf Fyrir hönd okkar í Garðabæjarlistanum legg ég fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar sem fram fer í dag. Tillögu sem felur það í sér að taka ábyrgð með því að gera þjónustusamning við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á tvenns konar inntak samnings. Annars vegar markvissa hinsegin fræðslu til ungmenna á grunnskólastigi og hins vegar almenna fræðslu fyrir starfsfólk Garðabæjar þar sem starfsfólki leik- og grunnskóla er veitt sérstök fræðsla en einnig þar sem boðið verður upp á hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk. Ég hvet um leið sveitarstjórnir um allt land að taka málin í sínar hendur og taka þannig virkan þátt í að byggja upp samfélag fyrir alla. Líka fyrir hinsegin fólk. Uppræting fordóma er einmitt eina leiðin til þess að hinsegin fólk njóti öryggis í samfélaginu.Höfundur er Sara Dögg SvanhildardóttirOddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun