Betra hinsegin líf - vilji er allt sem þarf Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 16. ágúst 2018 08:00 40 ára afmæli Samtakanna 78 er fagnað í ár. Samtökin - og allir þeir einstaklingar sem þar hafa lagt hönd á plóginn - hafa unnið þrotlausa vinnu í þágu hinsegin fólks, til betri lífsgæða til framtíðar. Umhverfið var Samtökunum 78 oft andstætt í því starfi, en þau héldu ótrauð áfram. Af virðingu við baráttufólkið, framvarðasveitina en ekki síður af virðingu við hugsjónina sjálfa þá er tækifæri núna til þess að styðja enn betur við hinsegin fólk og fleyta baráttunni gegn fordómum enn lengra fram á við. Þrátt fyrir víðtækan stuðning samfélagsins, sem lýsir sér m.a. í áunnum lagalegum réttindum, þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga og almennri viðurkenningu í garð hinsegin fólks, krefst það enn hugrekkis og kjarks fyrir hvern þann sem kýs að gera umheiminum grein fyrir hinseginleika sínum. Og það gera ekki allir, því miður.Styrkjum sjálfsmynd Við þekkjum mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar barna og ungmenna og vitum að allir sem koma að mótunarárum þeirra skipta lykilmáli. Því er eins farið með hinsegin fólk, sem þar að auki mótar oft sjálfsmynd sína að hluta upp á nýtt út frá skilgreiningunni sem það samþykkir fyrir sjálft sig og um leið velur að gera umhverfinu í kringum sig grein fyrir. Til þess þarf styrk og sterkan grunn. Sterk sjálfsmynd er mikilvægt veganesti út í lífið, hver sem við erum og hvernig sem við kjósum að skilgreina okkur, en við þurfum að hlúa sérstaklega að og styrkja sjálfsmynd hinsegin fólks á öllum aldri. Í allri mannréttindabaráttu skiptir fræðsla gríðarlega miklu máli fyrir öll framfaraskref. Skilningur og viðurkenning okkar á tilverurétti annarra er lykill að farsælu samfélagi allra. Leik- og grunnskólar eru lykillinn að upplýstri kynslóð og bættum lífsgæðum hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, hvort heldur sem það eru börn hinsegin fólks, foreldrar eða aðrir aðstandendur. Þar eru sveitarfélögin í bestu aðstöðu til að láta gott af sér leiða í fræðslu og upplýstri umræðu.Vilji er einfaldlega allt sem þarf Fyrir hönd okkar í Garðabæjarlistanum legg ég fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar sem fram fer í dag. Tillögu sem felur það í sér að taka ábyrgð með því að gera þjónustusamning við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á tvenns konar inntak samnings. Annars vegar markvissa hinsegin fræðslu til ungmenna á grunnskólastigi og hins vegar almenna fræðslu fyrir starfsfólk Garðabæjar þar sem starfsfólki leik- og grunnskóla er veitt sérstök fræðsla en einnig þar sem boðið verður upp á hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk. Ég hvet um leið sveitarstjórnir um allt land að taka málin í sínar hendur og taka þannig virkan þátt í að byggja upp samfélag fyrir alla. Líka fyrir hinsegin fólk. Uppræting fordóma er einmitt eina leiðin til þess að hinsegin fólk njóti öryggis í samfélaginu.Höfundur er Sara Dögg SvanhildardóttirOddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Borg fyrir bíla Fastir pennar Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Hvarf litla mannsins Fastir pennar Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fjármálalæsi Lóu Eyþór Arnalds Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
40 ára afmæli Samtakanna 78 er fagnað í ár. Samtökin - og allir þeir einstaklingar sem þar hafa lagt hönd á plóginn - hafa unnið þrotlausa vinnu í þágu hinsegin fólks, til betri lífsgæða til framtíðar. Umhverfið var Samtökunum 78 oft andstætt í því starfi, en þau héldu ótrauð áfram. Af virðingu við baráttufólkið, framvarðasveitina en ekki síður af virðingu við hugsjónina sjálfa þá er tækifæri núna til þess að styðja enn betur við hinsegin fólk og fleyta baráttunni gegn fordómum enn lengra fram á við. Þrátt fyrir víðtækan stuðning samfélagsins, sem lýsir sér m.a. í áunnum lagalegum réttindum, þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga og almennri viðurkenningu í garð hinsegin fólks, krefst það enn hugrekkis og kjarks fyrir hvern þann sem kýs að gera umheiminum grein fyrir hinseginleika sínum. Og það gera ekki allir, því miður.Styrkjum sjálfsmynd Við þekkjum mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar barna og ungmenna og vitum að allir sem koma að mótunarárum þeirra skipta lykilmáli. Því er eins farið með hinsegin fólk, sem þar að auki mótar oft sjálfsmynd sína að hluta upp á nýtt út frá skilgreiningunni sem það samþykkir fyrir sjálft sig og um leið velur að gera umhverfinu í kringum sig grein fyrir. Til þess þarf styrk og sterkan grunn. Sterk sjálfsmynd er mikilvægt veganesti út í lífið, hver sem við erum og hvernig sem við kjósum að skilgreina okkur, en við þurfum að hlúa sérstaklega að og styrkja sjálfsmynd hinsegin fólks á öllum aldri. Í allri mannréttindabaráttu skiptir fræðsla gríðarlega miklu máli fyrir öll framfaraskref. Skilningur og viðurkenning okkar á tilverurétti annarra er lykill að farsælu samfélagi allra. Leik- og grunnskólar eru lykillinn að upplýstri kynslóð og bættum lífsgæðum hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, hvort heldur sem það eru börn hinsegin fólks, foreldrar eða aðrir aðstandendur. Þar eru sveitarfélögin í bestu aðstöðu til að láta gott af sér leiða í fræðslu og upplýstri umræðu.Vilji er einfaldlega allt sem þarf Fyrir hönd okkar í Garðabæjarlistanum legg ég fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar sem fram fer í dag. Tillögu sem felur það í sér að taka ábyrgð með því að gera þjónustusamning við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á tvenns konar inntak samnings. Annars vegar markvissa hinsegin fræðslu til ungmenna á grunnskólastigi og hins vegar almenna fræðslu fyrir starfsfólk Garðabæjar þar sem starfsfólki leik- og grunnskóla er veitt sérstök fræðsla en einnig þar sem boðið verður upp á hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk. Ég hvet um leið sveitarstjórnir um allt land að taka málin í sínar hendur og taka þannig virkan þátt í að byggja upp samfélag fyrir alla. Líka fyrir hinsegin fólk. Uppræting fordóma er einmitt eina leiðin til þess að hinsegin fólk njóti öryggis í samfélaginu.Höfundur er Sara Dögg SvanhildardóttirOddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar