Hagkvæmara húsnæði Eyþór Arnalds skrifar 1. ágúst 2018 08:05 Húsnæðisvandinn í Reykjavík hefur orðið til þess að margir flytja í önnur sveitarfélög. Reykjanesbær og Árborg vaxa. Ungt fólk sem vill halda tryggð við hverfið sitt býr í meiri mæli enn í foreldrahúsum. Og svo hefur sá hópur vaxið hraðast sem hefur ekkert heimili; heimilislausir eru nú tvöfalt fleiri í Reykjavík en fyrir nokkrum árum síðan. Hvað veldur? Margt bendir til að vandinn sé heimatilbúinn. Skortur á hagkvæmum lóðum í Reykjavík, há byggingarréttargjöld og þungt stjórnkerfi hefur hækkað verð á íbúðum í borginni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt fram tillögur til úrbóta. Á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningarnar lögðum við til að breytt væri skipulagi borgarinnar. Íbúðir væru leyfðar í Örfirisey, BSÍ reit, Keldum og Úlfarsárdal.Breytum kerfinu Bent hefur verið á að Reykjavík sé frekar dreifbýl borg. Það ætti því að vera tiltölulega ódýrt að þétta borgina. Sú leið að byggja nær eingöngu í grónum hverfum er hins vegar dýr. Með því að fara þá leið sem við höfum boðað myndi Reykjavík geta verið raunhæfur valkostur fyrir íbúðakaupendur. Og leigjendur. Annað sem við höfum lagt til er að byggingarréttargjaldi sé stillt í hóf. Þriðja atriðið er að kerfið verði einfaldara og skilvirkara. Með þessum þremur atriðum má lækka kostnað mikið, en talið er að eiginlegur byggingarkostnaður sé ekki nema rúmlega helmingur kostnaðarins. Hátt í helmingur fer í byggingarréttinn, hönnun, tafir samkvæmt tölum frá Samtökum Iðnaðarins. Rót vandans þarf að leysa. Samhliða þarf að fara í neyðarúrræði fyrir þá sem eru heimilislausir. Vandi þeirra er vandi okkar allra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Húsnæðismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn í Reykjavík hefur orðið til þess að margir flytja í önnur sveitarfélög. Reykjanesbær og Árborg vaxa. Ungt fólk sem vill halda tryggð við hverfið sitt býr í meiri mæli enn í foreldrahúsum. Og svo hefur sá hópur vaxið hraðast sem hefur ekkert heimili; heimilislausir eru nú tvöfalt fleiri í Reykjavík en fyrir nokkrum árum síðan. Hvað veldur? Margt bendir til að vandinn sé heimatilbúinn. Skortur á hagkvæmum lóðum í Reykjavík, há byggingarréttargjöld og þungt stjórnkerfi hefur hækkað verð á íbúðum í borginni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt fram tillögur til úrbóta. Á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningarnar lögðum við til að breytt væri skipulagi borgarinnar. Íbúðir væru leyfðar í Örfirisey, BSÍ reit, Keldum og Úlfarsárdal.Breytum kerfinu Bent hefur verið á að Reykjavík sé frekar dreifbýl borg. Það ætti því að vera tiltölulega ódýrt að þétta borgina. Sú leið að byggja nær eingöngu í grónum hverfum er hins vegar dýr. Með því að fara þá leið sem við höfum boðað myndi Reykjavík geta verið raunhæfur valkostur fyrir íbúðakaupendur. Og leigjendur. Annað sem við höfum lagt til er að byggingarréttargjaldi sé stillt í hóf. Þriðja atriðið er að kerfið verði einfaldara og skilvirkara. Með þessum þremur atriðum má lækka kostnað mikið, en talið er að eiginlegur byggingarkostnaður sé ekki nema rúmlega helmingur kostnaðarins. Hátt í helmingur fer í byggingarréttinn, hönnun, tafir samkvæmt tölum frá Samtökum Iðnaðarins. Rót vandans þarf að leysa. Samhliða þarf að fara í neyðarúrræði fyrir þá sem eru heimilislausir. Vandi þeirra er vandi okkar allra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar