Af hverju hlustum við ekki á ungt fólk? Davíð Snær Jónsson skrifar 18. febrúar 2018 07:14 Eitt af mörgum vandamálum samfélagsins er að það er ekki hlustað ekki á ungt fólk, þvert á öll svið. Undirritaður hefur starfað víða í nefndum, félögum og stjórnum með ungu fólki, þar sem það hefur verið allsríkjandi vandamál að þeir eldri hlusti ekki á þá yngri. En af hverju? Ég get gert mér ýmsar tilgátur; eins og það að ungt fólk hafi ekki þroskann þegar kemur að ákvarðanatöku, að ungt fólk geti ekki borið ábyrgð eða það að ungt fólk hafi ekki nægilega reynslu. Öllum slíkum hugmyndum vísa ég á bug eftir að hafa starfað með ungu fólki, sótt viðburði þar sem ungt fólk hefur verið leiðandi í stefnumótun, þar sem ungur tamdi og gamall nam. Undanfarnar vikur hafa menntamál verið á vörum flestra landsmanna og þrátt fyrir alla umræðuna hafa hinu raunverulegu hagsmunaaðilar ekki verið fengnir að borðinu, þar tel ég að fjölmiðlar og ráðamenn beri samfélagslega ábyrgð. Samfélagið í heild sinni verður að taka það til sín og hlusta á ungt fólk, því við höfum í alvörunni margt til málanna að leggja. Oft hef ég heyrt eldra fólk tala um það hve ungt fólk hafi það gott í dag, af hverju er það yfirhöfuð að kvarta? „Í þá gömlu góðu daga þurfti maður að vinna og hafa fyrir sínu, en í dag fær ungt fólk allt upp í hendurnar, getur valið sér nám og skreppur til útlanda endrum og eins.“ Ég get verið sammála því að enginn græðir á því að fá hlutina upp í hendurnar og ef að fólk ætlar að ná árangri verður það að leggja á sig aukavinnuna til þess að sjá árangurinn. Hins vegar er verið að leggja stein í götu svo margra ungmenna, sem sýnir sig sem dæmi í háu brottfalli, lítilli kosningaþátttöku, auknu álagi, litlum lesskilning og hárri sjálfsmorðstíðni. Með einföldum, kostnaðarlitlum aðgerðum getum við gert líf svo margra ungra Íslendinga svo mikið bærilegra. Ráðamenn, opnið augun því staðreyndirnar liggja svart á hvítu. Fáum ungt fólk að borðinu, því í sameiningu náum við árangri. Í kvöld kæri lesandi munt þú sjá ungt fólk vekja áhrif á samfélagsmiðlum og vekja athygli á einu stærsta hagsmunamáli framhaldsskólanema og ungs fólks. Hlustum á ungt fólk, tökum samtalið, því einungis þannig munum við byggja betri framtíð í sameiningu, með samráði í verki og tali.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mörgum vandamálum samfélagsins er að það er ekki hlustað ekki á ungt fólk, þvert á öll svið. Undirritaður hefur starfað víða í nefndum, félögum og stjórnum með ungu fólki, þar sem það hefur verið allsríkjandi vandamál að þeir eldri hlusti ekki á þá yngri. En af hverju? Ég get gert mér ýmsar tilgátur; eins og það að ungt fólk hafi ekki þroskann þegar kemur að ákvarðanatöku, að ungt fólk geti ekki borið ábyrgð eða það að ungt fólk hafi ekki nægilega reynslu. Öllum slíkum hugmyndum vísa ég á bug eftir að hafa starfað með ungu fólki, sótt viðburði þar sem ungt fólk hefur verið leiðandi í stefnumótun, þar sem ungur tamdi og gamall nam. Undanfarnar vikur hafa menntamál verið á vörum flestra landsmanna og þrátt fyrir alla umræðuna hafa hinu raunverulegu hagsmunaaðilar ekki verið fengnir að borðinu, þar tel ég að fjölmiðlar og ráðamenn beri samfélagslega ábyrgð. Samfélagið í heild sinni verður að taka það til sín og hlusta á ungt fólk, því við höfum í alvörunni margt til málanna að leggja. Oft hef ég heyrt eldra fólk tala um það hve ungt fólk hafi það gott í dag, af hverju er það yfirhöfuð að kvarta? „Í þá gömlu góðu daga þurfti maður að vinna og hafa fyrir sínu, en í dag fær ungt fólk allt upp í hendurnar, getur valið sér nám og skreppur til útlanda endrum og eins.“ Ég get verið sammála því að enginn græðir á því að fá hlutina upp í hendurnar og ef að fólk ætlar að ná árangri verður það að leggja á sig aukavinnuna til þess að sjá árangurinn. Hins vegar er verið að leggja stein í götu svo margra ungmenna, sem sýnir sig sem dæmi í háu brottfalli, lítilli kosningaþátttöku, auknu álagi, litlum lesskilning og hárri sjálfsmorðstíðni. Með einföldum, kostnaðarlitlum aðgerðum getum við gert líf svo margra ungra Íslendinga svo mikið bærilegra. Ráðamenn, opnið augun því staðreyndirnar liggja svart á hvítu. Fáum ungt fólk að borðinu, því í sameiningu náum við árangri. Í kvöld kæri lesandi munt þú sjá ungt fólk vekja áhrif á samfélagsmiðlum og vekja athygli á einu stærsta hagsmunamáli framhaldsskólanema og ungs fólks. Hlustum á ungt fólk, tökum samtalið, því einungis þannig munum við byggja betri framtíð í sameiningu, með samráði í verki og tali.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun