Af hverju hlustum við ekki á ungt fólk? Davíð Snær Jónsson skrifar 18. febrúar 2018 07:14 Eitt af mörgum vandamálum samfélagsins er að það er ekki hlustað ekki á ungt fólk, þvert á öll svið. Undirritaður hefur starfað víða í nefndum, félögum og stjórnum með ungu fólki, þar sem það hefur verið allsríkjandi vandamál að þeir eldri hlusti ekki á þá yngri. En af hverju? Ég get gert mér ýmsar tilgátur; eins og það að ungt fólk hafi ekki þroskann þegar kemur að ákvarðanatöku, að ungt fólk geti ekki borið ábyrgð eða það að ungt fólk hafi ekki nægilega reynslu. Öllum slíkum hugmyndum vísa ég á bug eftir að hafa starfað með ungu fólki, sótt viðburði þar sem ungt fólk hefur verið leiðandi í stefnumótun, þar sem ungur tamdi og gamall nam. Undanfarnar vikur hafa menntamál verið á vörum flestra landsmanna og þrátt fyrir alla umræðuna hafa hinu raunverulegu hagsmunaaðilar ekki verið fengnir að borðinu, þar tel ég að fjölmiðlar og ráðamenn beri samfélagslega ábyrgð. Samfélagið í heild sinni verður að taka það til sín og hlusta á ungt fólk, því við höfum í alvörunni margt til málanna að leggja. Oft hef ég heyrt eldra fólk tala um það hve ungt fólk hafi það gott í dag, af hverju er það yfirhöfuð að kvarta? „Í þá gömlu góðu daga þurfti maður að vinna og hafa fyrir sínu, en í dag fær ungt fólk allt upp í hendurnar, getur valið sér nám og skreppur til útlanda endrum og eins.“ Ég get verið sammála því að enginn græðir á því að fá hlutina upp í hendurnar og ef að fólk ætlar að ná árangri verður það að leggja á sig aukavinnuna til þess að sjá árangurinn. Hins vegar er verið að leggja stein í götu svo margra ungmenna, sem sýnir sig sem dæmi í háu brottfalli, lítilli kosningaþátttöku, auknu álagi, litlum lesskilning og hárri sjálfsmorðstíðni. Með einföldum, kostnaðarlitlum aðgerðum getum við gert líf svo margra ungra Íslendinga svo mikið bærilegra. Ráðamenn, opnið augun því staðreyndirnar liggja svart á hvítu. Fáum ungt fólk að borðinu, því í sameiningu náum við árangri. Í kvöld kæri lesandi munt þú sjá ungt fólk vekja áhrif á samfélagsmiðlum og vekja athygli á einu stærsta hagsmunamáli framhaldsskólanema og ungs fólks. Hlustum á ungt fólk, tökum samtalið, því einungis þannig munum við byggja betri framtíð í sameiningu, með samráði í verki og tali.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Eitt af mörgum vandamálum samfélagsins er að það er ekki hlustað ekki á ungt fólk, þvert á öll svið. Undirritaður hefur starfað víða í nefndum, félögum og stjórnum með ungu fólki, þar sem það hefur verið allsríkjandi vandamál að þeir eldri hlusti ekki á þá yngri. En af hverju? Ég get gert mér ýmsar tilgátur; eins og það að ungt fólk hafi ekki þroskann þegar kemur að ákvarðanatöku, að ungt fólk geti ekki borið ábyrgð eða það að ungt fólk hafi ekki nægilega reynslu. Öllum slíkum hugmyndum vísa ég á bug eftir að hafa starfað með ungu fólki, sótt viðburði þar sem ungt fólk hefur verið leiðandi í stefnumótun, þar sem ungur tamdi og gamall nam. Undanfarnar vikur hafa menntamál verið á vörum flestra landsmanna og þrátt fyrir alla umræðuna hafa hinu raunverulegu hagsmunaaðilar ekki verið fengnir að borðinu, þar tel ég að fjölmiðlar og ráðamenn beri samfélagslega ábyrgð. Samfélagið í heild sinni verður að taka það til sín og hlusta á ungt fólk, því við höfum í alvörunni margt til málanna að leggja. Oft hef ég heyrt eldra fólk tala um það hve ungt fólk hafi það gott í dag, af hverju er það yfirhöfuð að kvarta? „Í þá gömlu góðu daga þurfti maður að vinna og hafa fyrir sínu, en í dag fær ungt fólk allt upp í hendurnar, getur valið sér nám og skreppur til útlanda endrum og eins.“ Ég get verið sammála því að enginn græðir á því að fá hlutina upp í hendurnar og ef að fólk ætlar að ná árangri verður það að leggja á sig aukavinnuna til þess að sjá árangurinn. Hins vegar er verið að leggja stein í götu svo margra ungmenna, sem sýnir sig sem dæmi í háu brottfalli, lítilli kosningaþátttöku, auknu álagi, litlum lesskilning og hárri sjálfsmorðstíðni. Með einföldum, kostnaðarlitlum aðgerðum getum við gert líf svo margra ungra Íslendinga svo mikið bærilegra. Ráðamenn, opnið augun því staðreyndirnar liggja svart á hvítu. Fáum ungt fólk að borðinu, því í sameiningu náum við árangri. Í kvöld kæri lesandi munt þú sjá ungt fólk vekja áhrif á samfélagsmiðlum og vekja athygli á einu stærsta hagsmunamáli framhaldsskólanema og ungs fólks. Hlustum á ungt fólk, tökum samtalið, því einungis þannig munum við byggja betri framtíð í sameiningu, með samráði í verki og tali.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar