Viðskipti innlent

Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Hlutur prentmiðla af auglýsingafé fer minnkandi.
Hlutur prentmiðla af auglýsingafé fer minnkandi. Vísir/anton
Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. Prentmiðlar halda þó velli sem stærsti auglýsingamiðillinn með um 28 prósent en þetta hlutfall hefur minnkað jafnt og þétt frá 2014 þegar það var 37 prósent.Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlanefnd. Hlutur sjónvarps hefur einnig farið minnkandi og var um fjórðungur á síðasta ári en vefmiðlar sækja í sig veðrið þótt þeir eigi enn langt í land með að ná því hlutfalli sem þekkist víða í Evrópu.Alls fóru tæp 23 prósent til vefmiðla, þar af tæp fimm prósent til erlendra vefmiðla. Auglýsingar sem keyptar eru milliliðalaust eru ekki inni í þessum tölum.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir umræðuna um rekstrarumhverfi fjölmiðla of oft snúast um áfengisauglýsingar og RÚV á auglýsingamarkaði. Hið fyrra sé lýðheilsumál sem ekki eigi að blanda í þá umræðu. Þá mætti nýta auglýsingatekjur RÚV til að efla fjölmiðla almennt.Hann segir það löngu tímabært að fram komi tillögur til að taka á rekstrarvanda fjölmiðla. „Það er búið að greina umhverfi fjölmiðla í bak og fyrir. Nú þurfum við aðgerðir.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.