Eru víkingar að verða væluskjóður? Geir Finnsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi á dögunum þátt um Ísland og hversu framarlega við værum í jafnréttismálum. Þó ýmis atriði í þættinum virtust ýkt og einfölduð var dregin upp ágæt mynd af þjóðinni í samanburði við aðrar er kemur að femínisma. Við fengum að skyggnast inn í starfsemi Hjallastefnunnar, þar sem stelpum er meðal annars kennt að láta í sér heyra en strákunum að líta inn á við og rækta eigin tilfinningar. Ef marka má viðbrögð glöggra áhorfenda um allan heim er þessari jafnréttisstefnu okkar Íslendinga ekki tekið fagnandi. Þvert á móti telja áhorfendur víða um veröld að við séum að innræta börnum okkar brenglaðan kynjaboðskap og strákunum aumingjaskap í því skyni að útrýma karlmennskunni. Fyrir nokkrum vikum var ég á ráðstefnu í Evrópu og kynntist þar fjölmörgu vel gefnu og kláru ungu fólki víða úr heimsálfunni. Þegar jafnréttisáherslur okkar Íslendinga bar á góma var gerður góður rómur að máli mínu, að vísu aðallega af hálfu stelpnanna. Strákarnir vildu hins vegar frekar ræða við mig í einrúmi og spyrja hvernig væri komið fyrir þessari norrænu víkingaþjóð okkar og hvers vegna í ósköpunum við stæðum ekki betri vörð um karlmennskuna.Karlmennskan … Raddir af þessum toga heyrast víða, meira að segja hér í jafnréttisparadísinni. Fólk hefur áhyggjur af því að við kæfum niður allt sem einkennir karlmennsku. Þá skýtur vissulega skökku við að sömu einstaklingum þykir óhugsandi, jafnvel skaðlegt, að verið sé að bjóða strákum upp á nákvæmlega sama uppeldi og þeim þykir sjálfsagt að veita stelpum. Raunverulegi skaðinn felst þó fyrst og fremst í því að binda tiltekna eiginleika við eitt kyn. Það er nefnilega enginn að setja sig upp á móti hugrekki, dyggð, styrk og jafnvel því að harka hlutina af sér, þegar maður setur spurningamerki við karlmennskuna. Heldur er það hugtakið sjálft sem þarfnast endurskoðunar. Það er engum til gagns að alast upp við að þessir eiginleikar tilheyri eingöngu karlkyninu. Að ala barn upp í þeirri trú kemur í veg fyrir að það þroski alla aðra eiginleika sem gerir það að manneskju. … og kvenmennskan? Að sama skapi þarf að svipta skömminni af því að sýna tilfinningar, veita umönnun og huga að velferð annarra – eða með öðrum orðum, af mannúðinni og mennskunni. Ég held mér sé óhætt að segja að margir telji mannúðina ekki vega eins þungt og eiginleikana sem eru beintengdari karlmennsku. Í því samhengi er líka merkilegt að hugsa til þess að hugtakið kvenmennska er ekki einu sinni til. Gleymum því ekki að hinir hugrökku víkingaforfeður okkar voru ansi lunknir við margt fleira en að berjast, lyfta þungu grjóti og kanna heiminn. Til að mynda lituðu þeir á sér hárið, söfnuðu skartgripum, klæddust litskrúðugum klæðnaði, sömdu ljóð, grétu og sýndu tilfinningar fyrir framan aðra. Sú ímynd sem margir hafa af karlmennsku er nefnilega oftar en ekki byggð á steríótýpum sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.Mátturinn og mennskan Ef ala á sterka einstaklinga í samfélagi okkar skiptir höfuðmáli að leyfa þeim að þroskast og dafna sem manneskjur. Það uppeldi sem miðast við að veita börnum aðeins rými til að vera helmingurinn af því sem þau raunverulega eru, með því að steypa þau í staðlað kynjaform, dregur úr styrk þeirra og mætti. Þess vegna megum við ekki láta fordóma svipta okkur mennskunni.Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar