Körfubolti

Dagur Kár farinn til Austurríkis og spilar ekki með Stjörnunni í vetur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur Kár Jónsson er haldinn út á vit ævintýranna í atvinnumennskunni
Dagur Kár Jónsson er haldinn út á vit ævintýranna í atvinnumennskunni Vísir/Anton

Dagur Kár Jónsson mun ekki spila með Stjörnunni í Domino's deild karla í vetur því hann er genginn til liðs við austurríska liðið Raiffeisen Flyers.

Austurríska liðið greindi frá komu Dags á heimasíðu sinni. Þar er talað um að Dagur hafi nokkura ára reynslu sem atvinnumaður eftir að hafa spilað á Íslandi síðustu ár.

Dagur spilaði með Grindavík síðustu tvö tímabil og var með 16,6 stig að meðaltali í deildinni á síðasta tímabili. Hann gekk til lðis við uppeldisfélagið Stjörnuna í vor en hefur ákveðið að fara á vit atvinnumennskunnar.

„Dagur er góður sendingamaður og frábær langskotamaður. Hæfileikar hans til þess að leiða lið á vellinum sannfærðu mig strax frá upphafi og ég er mjög ánægður með að Dagur taki fyrstu skref sín sem atvinnumaður erlendis með okkur,“ sagði þjálfarinn Sebastian Waser á heimasíðu félagsins.

Raiffeisen spilar í austurrísku úrvalsdeildinni. Félagið hefur einu sinni orðið meistari í Austurríki, árið 2009. Félagið varð í fimmta sæti deildarinnar síðasta tímabil og komst í undanúrslit í bikar.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.