Körfubolti

Dagur Kár kominn heim | Hlynur og Tómas framlengdu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur Kár í leik með Grindvíkingum.
Dagur Kár í leik með Grindvíkingum. vísir/anton

Stjarnan samdi í dag við Dag Kár Jónsson en hann er þar með kominn aftur heim í Garðabæinn. Dagur gerði tveggja ára samning við Stjörnumenn.

Dagur Kár er uppalinn hjá Stjörnunni en gekk í raðir Grindvíkinga eftir að hann kom heim frá háskóla í Bandaríkjunum.

Óhætt er að segja að þetta sé mikill hvalreki fyrir Stjörnumenn að fá Dag Kár aftur heim enda einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar.

Dagur Kár er 23 ára gamall og var með 16,6 stig, 6,7 stoðsendingar og 3,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Hann var í öðru sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn deildarinnar.

Á blaðamannafundi Stjörnunnar var einnig greint frá því að lykilmennirnir Hlynur Bæringsson og Tómas Þóður Hilmarsson hefðu framlengt samningi sínum við félagið um tvö ár til viðbótar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.