Hvers vegna sjálfstætt starfandi skóla? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. júlí 2018 10:45 Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt fyrir því hvernig nýir meirihlutar horfa til menntunar í sínu sveitarfélagi næstu fjögur árin, enda rekstrarumhverfi sjálfstæðra leik- og grunnskóla alfarið bundið við útfærslur hvers sveitarfélags á lögum og þar hafa pólitískar áherslur og sýn mikil áhrif. Margir tala fyrir mikilvægi fjölbreyttu námsframboði. Námsframboði, þar sem allir geta notið menntunar óháð styrk í bóklegu eða verklegu námi. Sjálfstæðir skólar búa allir yfir sinni sérstöðu og eru sannanlega góð viðbót við skóla rekna af sveitarfélögunum. Á Íslandi er hlutfall sjálfstæðra grunnskóla afar lágt, en þeir eru um 2% allra starfandi skóla. Við hjá sjálfstæðum skólum sjáum margvísleg tækifæri í því að sveitarfélög bjóði upp á umhverfi þar sem sjálfstæðir skólar geta starfað við hlið þeirra eigin skóla, jafnt leikskólar sem grunnskólar. Fjölbreytt fagstarf er í fyrsta sæti, en fleira skiptir máli. Einn mikilvægan þátt langar mig að nefna sérstaklega: Valið um starfsumhverfi. Val um starfsumhverfi er gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir hverja fagstétt, eins og flestir hljóta að geta tekið undir. Um leið blasir við að það sem hentar einum best er ef til vill ekki best fyrir næsta. Kennarar hafa hins vegar afar takmarkaða kosti, ætli þeir að starfa við fagið sitt. Valið takmarkast ekki bara við rekstrarform heldur ekki síður ólík kjör. Starfandi kennarar hafa afar takmarkaðan möguleika á að velja sér starfsvettvang út frá kjörum. Valið stendur alla jafna um mismunandi hverfisskóla þar sem starfið er bundið sömu hnútum hvort sem þú ert staðsett í miðbænum eða Breiðholtinu. Sjálfstæðir skólar gefa aukið frelsi rekstrarlega og hafa margir hverjir getað boðið upp á annars konar starfskjör. En faglega er munurinn ef til vill mestur. Miðstýringin er engin, allar ákvarðanir eru teknar innan hvers skóla og möguleikar kennara til þess að hafa bein áhrif eru mjög miklir. Sjálfstæðir skólar lúta eftir sem áður sömu lögum og reglum um grunnskóla og eru undir eftirliti sveitarfélaga hvað varðar lögbundna starfsemi skólans. Enn er ótalinn sá styrkleiki, sem hefur mikil áhrif á starfsemi sjálfstæðra skóla. Það er sú staðreynd, að ekkert barn er í skólunum nema foreldrar þess hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að velja einmitt þennan skóla fyrir barnið sitt, jafnvel þótt aðrir skólar séu nær heimilinu. Starfsmenn sjálfstæðra skóla fyllast stolti yfir að hafa orðið fyrir valinu og það stolt og jákvæðni verður drifkrafturinn í skólastarfinu. Um leið ýtir þessi staðreynd undir metnað til að gera sem best og standast væntingar.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun