Bæta þarf kjör aldraðra strax, ekki síðar! Björgvin Guðmundsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri og tryggja, að hann sé ekki undir fátæktarmörkum. Horfið verði frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja. Gera þarf átak í byggingu hjúkrunarheimila, þannig að komið verði til móts við þörfina að fullu á næstu 10 árum. Þannig hljóðaði stefna Vinstri grænna (VG) í málefnum aldraðra og öryrkja fyrir alþingiskosningarnar haustið 2017. Og hverjar hafa efndirnar orðið?Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni? VG fékk stjórnarforustu í ríkisstjórn þeirri, sem mynduð var eftir síðustu alþingiskosningar. VG hefur ekki lagt til, að lífeyrir verði hækkaður um eina einustu krónu á því rúma hálfa ári, sem flokkurinn hefur verið í stjórn. Samt hefur verið vakin sérstök athygli ríkisstjórnarinnar á því, að þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja gætu ekki framfleytt sér af lífeyri þeirra, svo lágur væri hann. Katrínu forsætisráðherra og formanni VG hefur verið bent á, að ástandið væri svo slæmt hjá þeim verst stöddu, að aðgerðir þyldu enga bið. Þær yrði að gera strax. En það hefur verið eins og að tala við steinvegg. „Róttæki sósíalistaflokkurinn“ hefur ekki brugðist betur við en Sjálfstæðisflokkurinn (íhaldið) gerði í fyrri stjórn. Menn hafa undrast þetta og spurt sig hvað VG væri að gera í þessari ríkisstjórn! En hefur VG þá ekki brugðist betur við fyrir öryrkja og framkvæmt stefnumál sitt frá síðustu kosningum um, að hverfa frá krónu á móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja? (Horfið var frá slíkri skerðingu hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 í nýjum lögum um almannatryggingar.) Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lofaði öryrkjum því um áramótin 2016/2017, að þessi krónu á móti krónu skerðing hjá öryrkjum yrði afnumin fljótlega. Þessi ríkisstjórn sveik það! Þau svik hafa staðið í 17 mánuði. Katrín formaður VG og nú forsætisráðherra hafði gott tækifæri sem leiðtogi og verkstjóri ríkisstjórnarinnar til þess að leiðrétta málið gagnvart öryrkjum. En því miður: Í stað þess að bæta fyrir svikin tók VG undir svikin gagnvart öryrkjum með Framsókn og íhaldi og hefur viðhaldið krónu á móti krónu skerðingunni áfram. Síðustu 6 mánuði hefur VG verið aðili að þessum grófu svikum með Framsókn og íhaldi. Ekkert fjármagn til hjúkrunarheimila? Um átak í byggingu hjúkrunarheimila er það að segja, að enn hefur ekkert fjármagn verið tryggt til byggingar þeirra. Samkvæmt tillögu Alberts heitins Guðmundssonar alþingismanns, borgarfulltrúa og ráðherra var ákveðið að stofna framkvæmdasjóð aldraðra, sem fjármagna átti byggingu hjúkrunarheimila. Öllum skattgreiðendum var gert að greiða ákveðna upphæð í þennan sjóð. En misvitrir stjórnmálamenn gátu ekki séð sjóðinn í friði og fóru að taka úr honum til annarra þarfa en hann var stofnaður til. Þess vegna er lítið í sjóðnum í dag. Ég tel, að þegar svo er komið, eigi ríkissjóður að greiða það fé til baka, sem tekið var á þann hátt úr sjóðnum (ófrjálsri hendi). Þess vegna á ríkið að leggja fram fé strax í dag til að unnt sé að byggja nægilega mörg hjúkrunarheimili. En það gerir núverandi ríkisstjórn ekki. Í staðinn segist hún ætla að fá fé til byggingar hjúkrunarheimila úr svokölluðum þjóðarsjóði en sá sjóður hefur ekki einu sinni verið stofnaður. Ég tel, að ekki muni fást neinir peningar úr slíkum sjóði fyrr en seint á næsta ári í fyrsta lagi. Ég hef hér rætt um nokkur helstu kosningaloforð VG í málefnum aldraðra. Því miður lítur ekki vel út með efndir þeirra. En hvað um samskipti VG við samtök eldri borgara, t.d. Félag eldri borgara í Reykjavík og LEB, landssamtökin? Hefur VG staðið sig betur í samskiptum við þau? Því miður. Svarið er nei. Félag eldri borgara í Reykjavík fór þess á leit við forsætisráðherra að lífeyrir verst settu aldraðra yrði hækkaður strax. Ég fór einnig fram á það í bréfi til Katrínar. En það er enginn asi á ríkisstjórn Vinstri grænna í þessum efnum. Stjórnin lofar ekki svörum fyrr en næsta vetur. Það er eins og forsætisráðherra og formaður VG skilji ekki alvöru málsins. Það er neyðarástand hjá öldruðum, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum (strípaðan lífeyri). Lífeyrir þeirra dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem hafa þessi kjör verða ef til vill að neita sér um mat eða læknisaðstoð. Það er alvarlegt mál. Það verður strax að leysa úr því brýna vandamáli. Það þolir enga bið. Ekki dugar að fresta því fram á næsta vetur!Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri og tryggja, að hann sé ekki undir fátæktarmörkum. Horfið verði frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja. Gera þarf átak í byggingu hjúkrunarheimila, þannig að komið verði til móts við þörfina að fullu á næstu 10 árum. Þannig hljóðaði stefna Vinstri grænna (VG) í málefnum aldraðra og öryrkja fyrir alþingiskosningarnar haustið 2017. Og hverjar hafa efndirnar orðið?Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni? VG fékk stjórnarforustu í ríkisstjórn þeirri, sem mynduð var eftir síðustu alþingiskosningar. VG hefur ekki lagt til, að lífeyrir verði hækkaður um eina einustu krónu á því rúma hálfa ári, sem flokkurinn hefur verið í stjórn. Samt hefur verið vakin sérstök athygli ríkisstjórnarinnar á því, að þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja gætu ekki framfleytt sér af lífeyri þeirra, svo lágur væri hann. Katrínu forsætisráðherra og formanni VG hefur verið bent á, að ástandið væri svo slæmt hjá þeim verst stöddu, að aðgerðir þyldu enga bið. Þær yrði að gera strax. En það hefur verið eins og að tala við steinvegg. „Róttæki sósíalistaflokkurinn“ hefur ekki brugðist betur við en Sjálfstæðisflokkurinn (íhaldið) gerði í fyrri stjórn. Menn hafa undrast þetta og spurt sig hvað VG væri að gera í þessari ríkisstjórn! En hefur VG þá ekki brugðist betur við fyrir öryrkja og framkvæmt stefnumál sitt frá síðustu kosningum um, að hverfa frá krónu á móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja? (Horfið var frá slíkri skerðingu hjá öldruðum um áramótin 2016/2017 í nýjum lögum um almannatryggingar.) Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lofaði öryrkjum því um áramótin 2016/2017, að þessi krónu á móti krónu skerðing hjá öryrkjum yrði afnumin fljótlega. Þessi ríkisstjórn sveik það! Þau svik hafa staðið í 17 mánuði. Katrín formaður VG og nú forsætisráðherra hafði gott tækifæri sem leiðtogi og verkstjóri ríkisstjórnarinnar til þess að leiðrétta málið gagnvart öryrkjum. En því miður: Í stað þess að bæta fyrir svikin tók VG undir svikin gagnvart öryrkjum með Framsókn og íhaldi og hefur viðhaldið krónu á móti krónu skerðingunni áfram. Síðustu 6 mánuði hefur VG verið aðili að þessum grófu svikum með Framsókn og íhaldi. Ekkert fjármagn til hjúkrunarheimila? Um átak í byggingu hjúkrunarheimila er það að segja, að enn hefur ekkert fjármagn verið tryggt til byggingar þeirra. Samkvæmt tillögu Alberts heitins Guðmundssonar alþingismanns, borgarfulltrúa og ráðherra var ákveðið að stofna framkvæmdasjóð aldraðra, sem fjármagna átti byggingu hjúkrunarheimila. Öllum skattgreiðendum var gert að greiða ákveðna upphæð í þennan sjóð. En misvitrir stjórnmálamenn gátu ekki séð sjóðinn í friði og fóru að taka úr honum til annarra þarfa en hann var stofnaður til. Þess vegna er lítið í sjóðnum í dag. Ég tel, að þegar svo er komið, eigi ríkissjóður að greiða það fé til baka, sem tekið var á þann hátt úr sjóðnum (ófrjálsri hendi). Þess vegna á ríkið að leggja fram fé strax í dag til að unnt sé að byggja nægilega mörg hjúkrunarheimili. En það gerir núverandi ríkisstjórn ekki. Í staðinn segist hún ætla að fá fé til byggingar hjúkrunarheimila úr svokölluðum þjóðarsjóði en sá sjóður hefur ekki einu sinni verið stofnaður. Ég tel, að ekki muni fást neinir peningar úr slíkum sjóði fyrr en seint á næsta ári í fyrsta lagi. Ég hef hér rætt um nokkur helstu kosningaloforð VG í málefnum aldraðra. Því miður lítur ekki vel út með efndir þeirra. En hvað um samskipti VG við samtök eldri borgara, t.d. Félag eldri borgara í Reykjavík og LEB, landssamtökin? Hefur VG staðið sig betur í samskiptum við þau? Því miður. Svarið er nei. Félag eldri borgara í Reykjavík fór þess á leit við forsætisráðherra að lífeyrir verst settu aldraðra yrði hækkaður strax. Ég fór einnig fram á það í bréfi til Katrínar. En það er enginn asi á ríkisstjórn Vinstri grænna í þessum efnum. Stjórnin lofar ekki svörum fyrr en næsta vetur. Það er eins og forsætisráðherra og formaður VG skilji ekki alvöru málsins. Það er neyðarástand hjá öldruðum, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum (strípaðan lífeyri). Lífeyrir þeirra dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem hafa þessi kjör verða ef til vill að neita sér um mat eða læknisaðstoð. Það er alvarlegt mál. Það verður strax að leysa úr því brýna vandamáli. Það þolir enga bið. Ekki dugar að fresta því fram á næsta vetur!Höfundur er viðskiptafræðingur
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun